Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Agnar Már Másson skrifar 15. júlí 2025 18:46 Samkaup reka Nettó en fjárfestingafélagið Skel rekur Orkuna og á þriðjungsjungshlut í lágvöruversluninni Prís. Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Orkunnar og Samkaupa. Í maí 2024 greindu Samkaup frá því í tilkynningu að viðræður væru hafnar um mögulegan samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar. Samkaup og Heimkaup sameinuðust í maí. Skilyrði vegna kaupanna voru að Samkeppniseftirlitið (SKE) samþykkti að í viðskiptunum fælist ekki samruni sem beri að ógilda eða setja skilyrði fyrir samkvæmt 17. grein samkeppnislaga. Í tilkynningu sem fjárfestingafélagið Skel, sem á Orkuna, sendi út í dag segir að SKE hafi lokið rannsókn en það hafi litið til upplýsinga í samrunaskrá, fyrirliggjandi gagna, fyrri rannsókna, auk þess sem sjónarmiða hafi verið aflað hjá markaðsaðilum, neytendum og öðrum hagaðilum í umsagnarferli. Að mati Samkeppniseftirlitsins benda gögn og upplýsingar málsins ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða samkeppni sé að öðru leyti raskað með umtalsverðum hætti, segir í tilkynningu Skeljar. SKE telji því ekki tilefni til frekari rannsóknar eða íhlutunar vegna samrunans og er honum lokið á fyrsta fasa. „Nú eru öll skilyrði kaupsamninga Orkunnar við hluthafa Samkaupa uppfyllt og ráðgert er að uppgjör viðskipta fari fram föstudaginn 18. júlí,“ segir í tilkynningunni. Í júlí var tuttugu og tveimur sagt upp á skrifstofu Samkaupa í hagræðingarskyni en árið 2024 nam tap Samkaupa 900 milljónum króna saman borið við 267 milljóna króna hagnað árið 2023. Samkaup reka rúmlega 60 verslanir víðs vegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Og sem fyrr segir heyra Heimkaup undir Samkaup. Orkan starfrækir 72 orkustöðvar, 10 þvottastöðvar undir merkjum Löðurs, 6 hraðhleðslustöðvar, 2 vetnisstöðvar og 1 metanstöð. Þá á félagið 32 fasteignir og lóðir víðs vegar um landið, auk annarra eigna. Skel fjárfestingafélag Bensín og olía Matvöruverslun Samkeppnismál Verslun Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Í maí 2024 greindu Samkaup frá því í tilkynningu að viðræður væru hafnar um mögulegan samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar. Samkaup og Heimkaup sameinuðust í maí. Skilyrði vegna kaupanna voru að Samkeppniseftirlitið (SKE) samþykkti að í viðskiptunum fælist ekki samruni sem beri að ógilda eða setja skilyrði fyrir samkvæmt 17. grein samkeppnislaga. Í tilkynningu sem fjárfestingafélagið Skel, sem á Orkuna, sendi út í dag segir að SKE hafi lokið rannsókn en það hafi litið til upplýsinga í samrunaskrá, fyrirliggjandi gagna, fyrri rannsókna, auk þess sem sjónarmiða hafi verið aflað hjá markaðsaðilum, neytendum og öðrum hagaðilum í umsagnarferli. Að mati Samkeppniseftirlitsins benda gögn og upplýsingar málsins ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða samkeppni sé að öðru leyti raskað með umtalsverðum hætti, segir í tilkynningu Skeljar. SKE telji því ekki tilefni til frekari rannsóknar eða íhlutunar vegna samrunans og er honum lokið á fyrsta fasa. „Nú eru öll skilyrði kaupsamninga Orkunnar við hluthafa Samkaupa uppfyllt og ráðgert er að uppgjör viðskipta fari fram föstudaginn 18. júlí,“ segir í tilkynningunni. Í júlí var tuttugu og tveimur sagt upp á skrifstofu Samkaupa í hagræðingarskyni en árið 2024 nam tap Samkaupa 900 milljónum króna saman borið við 267 milljóna króna hagnað árið 2023. Samkaup reka rúmlega 60 verslanir víðs vegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Og sem fyrr segir heyra Heimkaup undir Samkaup. Orkan starfrækir 72 orkustöðvar, 10 þvottastöðvar undir merkjum Löðurs, 6 hraðhleðslustöðvar, 2 vetnisstöðvar og 1 metanstöð. Þá á félagið 32 fasteignir og lóðir víðs vegar um landið, auk annarra eigna.
Skel fjárfestingafélag Bensín og olía Matvöruverslun Samkeppnismál Verslun Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira