Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júlí 2025 09:03 Bresku tónlistarmennirnir Sean Booth og Rob Brown hafa undir merkjum Autechre verið leiðandi afl í framúrstefnulegri raftónlist í áratugi Autechre Raftónlistardúettinn Autechre stígur á svið í Silfurbergi í Hörpu þann 15. ágúst næstkomandi. Örlygur Steinar Arnalds er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Hann hefur séð hana tvisvar á tónleikum og segir það mikinn heiður að hita upp fyrir þá með hljómsveit sinni, raftónlistartríóinu, sideproject. Tónlistarkonan Hekla mun einnig hita upp fyrir Autechre. Bresku tónlistarmennirnir Sean Booth og Rob Brown hafa undir merkjum Autechre verið leiðandi afl í framúrstefnulegri raftónlist í áratugi. Þeir eru meðal áhrifamestu en jafnframt dularfyllstu nafna í raftónlistarsenunni í dag og hafa byggt upp sérstöðu með tilraunakenndum hljóðheimum, mögnuðum taktfléttum og ófyrirsjáanlegri tónlistarsköpun. Það sem gerir tónleika þeirra einstaka er að þeir fara fram í myrkvuðum sal, þar sem tónlistin fær að stjórna rýminu og skynfærin eru tekin á nýjar slóðir. „Ég býst ekki við því að við verðum í myrkri líka, heldur verði ljósin slökkt áður en þeir byrja. Þetta er þeirra trademark. Það fer eftir staðsetningunni hversu dimmt getur orðið en stundum sést í exit ljós og eitthvað þannig. Þeir vilja hafa þetta eins dimmt og það getur orðið.“ Fyrir tónleika fá allir gestir upplýsingar í pósti um fyrirkomulagið, myrkrið og ýmis öryggisatriði. „En svo eru alltaf starfsmenn með nætursjóngleraugu og ef það er eitthvað sem kemur upp þá er fólki sagt að beina ljósi á símanum upp og þá koma starfsmenn þeim til aðstoðar.“ Hljómsveitin hefur verið starfandi í áratugi. Myndin er tekin 2003.Vísir/Getty Hann segir þetta ótrúlega upplifun. „Þetta setur miklu meiri fókus á hlustun og tekur athyglina af umhverfinu og öðru fólki. Maður hættir að pæla í öllum skynfærum nema hlustun.“ Hann segir hljómsveitina sprottna úr dans- og raftónlistarmenningu 10. áratugarins og það skapist eins konar klúbbastemning á tónleikunum, en þó án allra ljósa. „Þetta er svipað, en samt allt önnur upplifun. Það er enginn að taka upp eða neitt þannig. Ef þú ert með símann uppi taka allir eftir því og það er ekki væbið, og svo auðvitað sérðu ekkert, þannig það er ekkert að taka upp nema hljóðin.“ Ótrúlegt að fá að hita upp Hann segir geðveikt að hita upp fyrir þá. „Maður eiginlega trúir þessu ekki.Þeir hafa verið sterkir áhrifavaldar og eru að mínu mati bestir í þessu sem þeir eru að gera, og frá þessu tímabili. Þeir hafa haldið áfram að prófa sig og eru enn þá að þenja formið, þó þeir séu orðnir eldri.“ Hann segir tónleika fyrir allt áhugafólk um hljóð og hljóðupplifun. „Þetta er einstök upplifun. Sama hvort þú hlustar á rapptónlist, djass, kvikmyndatónlist eða nokkuð annað. Fyrir mig var þetta allavega mögnuð upplifun.“ Tónlistin er spiluð „live“ og því engir tónleikar í raun eins. „Þú ert ekkert að fara að heyra þetta aftur.“ Örlygur mælir með að kynna sér tónlist hljómsveitarinnar. Þeir hafi fært sig nær tilraunamennsku eftir því sem þeir hafa orðið eldri en alltaf haldið sig í sama bakgrunni raftónlistar. Platan Oversteps geti verið brú á milli þess gamla og nýja. Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Reykjavík Bretland Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Bresku tónlistarmennirnir Sean Booth og Rob Brown hafa undir merkjum Autechre verið leiðandi afl í framúrstefnulegri raftónlist í áratugi. Þeir eru meðal áhrifamestu en jafnframt dularfyllstu nafna í raftónlistarsenunni í dag og hafa byggt upp sérstöðu með tilraunakenndum hljóðheimum, mögnuðum taktfléttum og ófyrirsjáanlegri tónlistarsköpun. Það sem gerir tónleika þeirra einstaka er að þeir fara fram í myrkvuðum sal, þar sem tónlistin fær að stjórna rýminu og skynfærin eru tekin á nýjar slóðir. „Ég býst ekki við því að við verðum í myrkri líka, heldur verði ljósin slökkt áður en þeir byrja. Þetta er þeirra trademark. Það fer eftir staðsetningunni hversu dimmt getur orðið en stundum sést í exit ljós og eitthvað þannig. Þeir vilja hafa þetta eins dimmt og það getur orðið.“ Fyrir tónleika fá allir gestir upplýsingar í pósti um fyrirkomulagið, myrkrið og ýmis öryggisatriði. „En svo eru alltaf starfsmenn með nætursjóngleraugu og ef það er eitthvað sem kemur upp þá er fólki sagt að beina ljósi á símanum upp og þá koma starfsmenn þeim til aðstoðar.“ Hljómsveitin hefur verið starfandi í áratugi. Myndin er tekin 2003.Vísir/Getty Hann segir þetta ótrúlega upplifun. „Þetta setur miklu meiri fókus á hlustun og tekur athyglina af umhverfinu og öðru fólki. Maður hættir að pæla í öllum skynfærum nema hlustun.“ Hann segir hljómsveitina sprottna úr dans- og raftónlistarmenningu 10. áratugarins og það skapist eins konar klúbbastemning á tónleikunum, en þó án allra ljósa. „Þetta er svipað, en samt allt önnur upplifun. Það er enginn að taka upp eða neitt þannig. Ef þú ert með símann uppi taka allir eftir því og það er ekki væbið, og svo auðvitað sérðu ekkert, þannig það er ekkert að taka upp nema hljóðin.“ Ótrúlegt að fá að hita upp Hann segir geðveikt að hita upp fyrir þá. „Maður eiginlega trúir þessu ekki.Þeir hafa verið sterkir áhrifavaldar og eru að mínu mati bestir í þessu sem þeir eru að gera, og frá þessu tímabili. Þeir hafa haldið áfram að prófa sig og eru enn þá að þenja formið, þó þeir séu orðnir eldri.“ Hann segir tónleika fyrir allt áhugafólk um hljóð og hljóðupplifun. „Þetta er einstök upplifun. Sama hvort þú hlustar á rapptónlist, djass, kvikmyndatónlist eða nokkuð annað. Fyrir mig var þetta allavega mögnuð upplifun.“ Tónlistin er spiluð „live“ og því engir tónleikar í raun eins. „Þú ert ekkert að fara að heyra þetta aftur.“ Örlygur mælir með að kynna sér tónlist hljómsveitarinnar. Þeir hafi fært sig nær tilraunamennsku eftir því sem þeir hafa orðið eldri en alltaf haldið sig í sama bakgrunni raftónlistar. Platan Oversteps geti verið brú á milli þess gamla og nýja.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Reykjavík Bretland Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira