„Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2025 14:03 Dagbjartur Brynjarsson sérfræðingur öryggismála hjá Ferðamálastofu. Vísir/Ragnar Ferðamálastofa hefur hefur birt tölfræði á vefsíðu sinni um slys og hættuatvik sem tengjast ferðafólki í íslenskri náttúru. Sérfræðingur öryggismála hjá stofnuninni vonast til að miðlægur gagnagrunnur um slys í ferðaþjónustu verði tekinn í notkun í haust. Á vefsíðu Ferðamálastofu má nú sjá tölfræði yfir hættuatvik og slys í íslenskri náttúru. Tölfræðin byggir á atvikum sem fundust með leit á vefsíðum og er markmiðið að varpa ljósi á þær hættur sem geta fylgt ferðum um íslenska náttúru. Dagbjartur Brynjarsson sérfræðingur öryggismála hjá Ferðamálastofu segir tölfræðina gefa góða yfirsýn. „Klárlega, það eru ákveðin hitavæði sem eru heitari en önnur þar sem verða fleiri tilfelli en önnur. Það er hægt að skoða þetta því samhengi.“ Dagbjartur segir að þó tölfræðin sé góð, hún sé ekki tæmandi og hafa þurfi í huga hvaðan upplýsingarnar koma. „Þetta er fengið úr fjölmiðlum. Þetta eru fréttir um slys á ferðamönnum og eins ef upplýsingar hafa verið settar á opinberar vefsíður líkt og hjá lögreglunni, Landhelgisgæslunni eða Slysavarnarfélagið Landsbjörg.“ Byrja með nokkrum fyrirtækjum og taka hnökrana af Hann segir Ísland standa þokkalega í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna og að erlendir aðilar horfi til vefsíðunnar Safetravel sem fyrirmyndar í þeim efnum. Hann segir engan kominn hingað til lands sem ætli sér að slasast en því miður sé eins með erlenda ferðamenn og Íslendinga að þegar í fríið sé komið þá slaki menn á. „Ísland er með öruggustu löndum í heimi. Náttúran okkar er stórbrotin, náttúran okkar er sérstök og einstök og gerir það að verkum að menn þurfa svolítið að vara sig og vera meðvitaðir um hvað er að gerast.“ Í október tók til starfa starfshópur sem gerði það að tillögu sinni að koma á miðlægu atvikaskráningakerfi um slys í ferðaþjónustunni. „Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga, persónugögn og þess háttar. Við erum nú að bíða eftir tilboði í fyrstu skref að takmarkaðri opnun á þessu.“ Dagbjartur segir vinnu í gangi hjá Ferðamálastofu í að koma slíku kerfi á og vonandi verði það hægt með haustinu. „Við viljum byrja þetta ekki með öllum fyrirtækjum, heldur byrja með nokkrum þar sem við byrjum í því að taka saman og taka hnökrana af áður en við opnum þetta.“ Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðalög Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Á vefsíðu Ferðamálastofu má nú sjá tölfræði yfir hættuatvik og slys í íslenskri náttúru. Tölfræðin byggir á atvikum sem fundust með leit á vefsíðum og er markmiðið að varpa ljósi á þær hættur sem geta fylgt ferðum um íslenska náttúru. Dagbjartur Brynjarsson sérfræðingur öryggismála hjá Ferðamálastofu segir tölfræðina gefa góða yfirsýn. „Klárlega, það eru ákveðin hitavæði sem eru heitari en önnur þar sem verða fleiri tilfelli en önnur. Það er hægt að skoða þetta því samhengi.“ Dagbjartur segir að þó tölfræðin sé góð, hún sé ekki tæmandi og hafa þurfi í huga hvaðan upplýsingarnar koma. „Þetta er fengið úr fjölmiðlum. Þetta eru fréttir um slys á ferðamönnum og eins ef upplýsingar hafa verið settar á opinberar vefsíður líkt og hjá lögreglunni, Landhelgisgæslunni eða Slysavarnarfélagið Landsbjörg.“ Byrja með nokkrum fyrirtækjum og taka hnökrana af Hann segir Ísland standa þokkalega í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna og að erlendir aðilar horfi til vefsíðunnar Safetravel sem fyrirmyndar í þeim efnum. Hann segir engan kominn hingað til lands sem ætli sér að slasast en því miður sé eins með erlenda ferðamenn og Íslendinga að þegar í fríið sé komið þá slaki menn á. „Ísland er með öruggustu löndum í heimi. Náttúran okkar er stórbrotin, náttúran okkar er sérstök og einstök og gerir það að verkum að menn þurfa svolítið að vara sig og vera meðvitaðir um hvað er að gerast.“ Í október tók til starfa starfshópur sem gerði það að tillögu sinni að koma á miðlægu atvikaskráningakerfi um slys í ferðaþjónustunni. „Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga, persónugögn og þess háttar. Við erum nú að bíða eftir tilboði í fyrstu skref að takmarkaðri opnun á þessu.“ Dagbjartur segir vinnu í gangi hjá Ferðamálastofu í að koma slíku kerfi á og vonandi verði það hægt með haustinu. „Við viljum byrja þetta ekki með öllum fyrirtækjum, heldur byrja með nokkrum þar sem við byrjum í því að taka saman og taka hnökrana af áður en við opnum þetta.“
Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðalög Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira