„Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2025 14:03 Dagbjartur Brynjarsson sérfræðingur öryggismála hjá Ferðamálastofu. Vísir/Ragnar Ferðamálastofa hefur hefur birt tölfræði á vefsíðu sinni um slys og hættuatvik sem tengjast ferðafólki í íslenskri náttúru. Sérfræðingur öryggismála hjá stofnuninni vonast til að miðlægur gagnagrunnur um slys í ferðaþjónustu verði tekinn í notkun í haust. Á vefsíðu Ferðamálastofu má nú sjá tölfræði yfir hættuatvik og slys í íslenskri náttúru. Tölfræðin byggir á atvikum sem fundust með leit á vefsíðum og er markmiðið að varpa ljósi á þær hættur sem geta fylgt ferðum um íslenska náttúru. Dagbjartur Brynjarsson sérfræðingur öryggismála hjá Ferðamálastofu segir tölfræðina gefa góða yfirsýn. „Klárlega, það eru ákveðin hitavæði sem eru heitari en önnur þar sem verða fleiri tilfelli en önnur. Það er hægt að skoða þetta því samhengi.“ Dagbjartur segir að þó tölfræðin sé góð, hún sé ekki tæmandi og hafa þurfi í huga hvaðan upplýsingarnar koma. „Þetta er fengið úr fjölmiðlum. Þetta eru fréttir um slys á ferðamönnum og eins ef upplýsingar hafa verið settar á opinberar vefsíður líkt og hjá lögreglunni, Landhelgisgæslunni eða Slysavarnarfélagið Landsbjörg.“ Byrja með nokkrum fyrirtækjum og taka hnökrana af Hann segir Ísland standa þokkalega í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna og að erlendir aðilar horfi til vefsíðunnar Safetravel sem fyrirmyndar í þeim efnum. Hann segir engan kominn hingað til lands sem ætli sér að slasast en því miður sé eins með erlenda ferðamenn og Íslendinga að þegar í fríið sé komið þá slaki menn á. „Ísland er með öruggustu löndum í heimi. Náttúran okkar er stórbrotin, náttúran okkar er sérstök og einstök og gerir það að verkum að menn þurfa svolítið að vara sig og vera meðvitaðir um hvað er að gerast.“ Í október tók til starfa starfshópur sem gerði það að tillögu sinni að koma á miðlægu atvikaskráningakerfi um slys í ferðaþjónustunni. „Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga, persónugögn og þess háttar. Við erum nú að bíða eftir tilboði í fyrstu skref að takmarkaðri opnun á þessu.“ Dagbjartur segir vinnu í gangi hjá Ferðamálastofu í að koma slíku kerfi á og vonandi verði það hægt með haustinu. „Við viljum byrja þetta ekki með öllum fyrirtækjum, heldur byrja með nokkrum þar sem við byrjum í því að taka saman og taka hnökrana af áður en við opnum þetta.“ Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðalög Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Á vefsíðu Ferðamálastofu má nú sjá tölfræði yfir hættuatvik og slys í íslenskri náttúru. Tölfræðin byggir á atvikum sem fundust með leit á vefsíðum og er markmiðið að varpa ljósi á þær hættur sem geta fylgt ferðum um íslenska náttúru. Dagbjartur Brynjarsson sérfræðingur öryggismála hjá Ferðamálastofu segir tölfræðina gefa góða yfirsýn. „Klárlega, það eru ákveðin hitavæði sem eru heitari en önnur þar sem verða fleiri tilfelli en önnur. Það er hægt að skoða þetta því samhengi.“ Dagbjartur segir að þó tölfræðin sé góð, hún sé ekki tæmandi og hafa þurfi í huga hvaðan upplýsingarnar koma. „Þetta er fengið úr fjölmiðlum. Þetta eru fréttir um slys á ferðamönnum og eins ef upplýsingar hafa verið settar á opinberar vefsíður líkt og hjá lögreglunni, Landhelgisgæslunni eða Slysavarnarfélagið Landsbjörg.“ Byrja með nokkrum fyrirtækjum og taka hnökrana af Hann segir Ísland standa þokkalega í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna og að erlendir aðilar horfi til vefsíðunnar Safetravel sem fyrirmyndar í þeim efnum. Hann segir engan kominn hingað til lands sem ætli sér að slasast en því miður sé eins með erlenda ferðamenn og Íslendinga að þegar í fríið sé komið þá slaki menn á. „Ísland er með öruggustu löndum í heimi. Náttúran okkar er stórbrotin, náttúran okkar er sérstök og einstök og gerir það að verkum að menn þurfa svolítið að vara sig og vera meðvitaðir um hvað er að gerast.“ Í október tók til starfa starfshópur sem gerði það að tillögu sinni að koma á miðlægu atvikaskráningakerfi um slys í ferðaþjónustunni. „Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga, persónugögn og þess háttar. Við erum nú að bíða eftir tilboði í fyrstu skref að takmarkaðri opnun á þessu.“ Dagbjartur segir vinnu í gangi hjá Ferðamálastofu í að koma slíku kerfi á og vonandi verði það hægt með haustinu. „Við viljum byrja þetta ekki með öllum fyrirtækjum, heldur byrja með nokkrum þar sem við byrjum í því að taka saman og taka hnökrana af áður en við opnum þetta.“
Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðalög Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira