Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2025 19:17 Hin 25 ára Radhika Yadav var efnileg tenniskona fyrir nokkrum árum en þurfti að leggja skóna á hilluna vegna meiðsli og stofnaði þá tennisakademíu. Indverska tenniskonan Radhika Yadav var skotin til bana af föður sínum, Deepak Yadav, meðan hún eldaði morgunmat á heimili þeirra í þorpinu Wazirabad á Indlandi á fimmtudag. Radhika hlaut þrjú skotsár á baki og lést af sárum sínum áður en hún komst á spítala. Indverska lögreglan greinir frá andláti Yadav og fjallað er um málið í The Independent. Deepak skaut fimm sinnum úr skammbyssu sinni á dótturina og hæfðu þrjár kúlnanna hana í bakið. Atvikið átti sér stað um 10:30 að staðartíma og kom Kuldeep Yadav, föðurbróðir Radhiku, að henni hreyfingarlausri á gólfinu eftir að hafa heyrt skothljóðin gegnum loftið í íbúðinni fyrir neðan. „Sonur minn og ég fórum samstundis með hana á spítalann en hún var þá þegar farin,“ sagði Deepak við lögreglu en Radhika var tilkynnt látin við komuna á Marengo Asia-spítalann í borginni Gurugram, sem er staðsett í jaðri Nýju-Delíar. Vildi að dóttirin lokaði akademíunni Hinn 49 ára Deepak játaði að hafa myrt dóttur sína við lögreglu og sagði háðsglósur þopsbúa í Wazirabad um að hann lifði á tekjum dóttur sinnar hafa lagst þungt á sig. Sagði hann fólk hafa efast um heilindi dótturinnar vegna þessa og hann því beðið hana um að loka tennisakademíunni en hún neitað. Deepak er enn í gæsluvarðhaldi og hefur verið ákærður fyrir morð. Radhika var efnilegur tennisspilari og spilaði fyrir hönd Indlands á ýmsum alþjóðlegum mótum. Hún lagði skóna á hilluna vegna meiðsla og einbeitti sér þá að því að þjálfa yngri leikmenn í akademíu sinni í Gurugram. Lögregla segir fjárhagslegt sjálfstæði hennar eftir stofnun akademíunnar, viðveru á samélagsmiðlum og leik í tónlistarmyndbandi hafa reynt á fjölskylduböndin. Lögregluþjónninn Vinod Kumar útilokaði í samtali við CNN-News18 að um sæmdarmorð væri að ræða. Manju Yadav, móðir Radhiku, hafði lokað að sér í öðru herbergi vegna veikinda og varð ekki vitni að morðinu. Hún neitað að gefa frá sér skriflega yfirlýsingu. Indland Erlend sakamál Tennis Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Indverska lögreglan greinir frá andláti Yadav og fjallað er um málið í The Independent. Deepak skaut fimm sinnum úr skammbyssu sinni á dótturina og hæfðu þrjár kúlnanna hana í bakið. Atvikið átti sér stað um 10:30 að staðartíma og kom Kuldeep Yadav, föðurbróðir Radhiku, að henni hreyfingarlausri á gólfinu eftir að hafa heyrt skothljóðin gegnum loftið í íbúðinni fyrir neðan. „Sonur minn og ég fórum samstundis með hana á spítalann en hún var þá þegar farin,“ sagði Deepak við lögreglu en Radhika var tilkynnt látin við komuna á Marengo Asia-spítalann í borginni Gurugram, sem er staðsett í jaðri Nýju-Delíar. Vildi að dóttirin lokaði akademíunni Hinn 49 ára Deepak játaði að hafa myrt dóttur sína við lögreglu og sagði háðsglósur þopsbúa í Wazirabad um að hann lifði á tekjum dóttur sinnar hafa lagst þungt á sig. Sagði hann fólk hafa efast um heilindi dótturinnar vegna þessa og hann því beðið hana um að loka tennisakademíunni en hún neitað. Deepak er enn í gæsluvarðhaldi og hefur verið ákærður fyrir morð. Radhika var efnilegur tennisspilari og spilaði fyrir hönd Indlands á ýmsum alþjóðlegum mótum. Hún lagði skóna á hilluna vegna meiðsla og einbeitti sér þá að því að þjálfa yngri leikmenn í akademíu sinni í Gurugram. Lögregla segir fjárhagslegt sjálfstæði hennar eftir stofnun akademíunnar, viðveru á samélagsmiðlum og leik í tónlistarmyndbandi hafa reynt á fjölskylduböndin. Lögregluþjónninn Vinod Kumar útilokaði í samtali við CNN-News18 að um sæmdarmorð væri að ræða. Manju Yadav, móðir Radhiku, hafði lokað að sér í öðru herbergi vegna veikinda og varð ekki vitni að morðinu. Hún neitað að gefa frá sér skriflega yfirlýsingu.
Indland Erlend sakamál Tennis Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira