Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. júlí 2025 21:46 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. vísir/arnar Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. Greint var frá því í dag að lögreglan hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í umfangsmikilli og alþjóðlegri lögregluaðgerð sem fór fram fyrstu vikuna í júní. Lögreglan fór á þriðja tug staða og var einn karlmaður handtekinn vegna vændiskaupa. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti seldur í vændi, flestar frá Rúmeníu. Fæstar þáðu aðstoð yfirvalda. Langmest vændi fer fram miðsvæðis í Reykjavík og samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að götuvændi fari fram á Bankastræti. Airbnb-íbúðir nýttar í auknum mæli Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir mansal og vændi færast í aukana á milli ára. Algengast sé að það fari fram í Airbnb-íbúðum. „Það eru nýjar síður, auglýsingasíður sem eru að poppa upp alltaf. Þetta er meira á bak við luktar dyr í Airbnb-íbúðum þar sem er verið að leigja íbúðir undir fölsku flaggi en líka kannski á stöðum þar sem einhverjir sem eru fjársterkir eru eigendur húsnæðanna.“ Vændi sé einnig stundað um allt land. Þolendur séu gjarnan í viðkvæmri stöðu og beittir hótunum og ofbeldi. Það hafi færst mjög í aukanna að transkonur verði fórnarlömb mansals. „Við erum með mörg þjóðerni. Þetta er mikið suður-Ameríka en líka innan Evrópu en oftast frá fátækari stöðum þar sem reglurnar eru kannski aðrar.“ Þolendur fluttir á milli landa Starfsemin sé oft hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta höfum við verið að sjá að þau eru að fara á milli Evrópuríkja og Norðurlandanna líka. Þau eru að selja vændi í Reykjavík í tvær vikur og í Kaupmannahöfn í tvær og svo framvegis og látin fara víða.“ Það sé gert svo þolendur hafi ekki samband við lögreglu og dragi ekki athygli að sér. „Þetta er umfangsmeira og betur skipulagt en við áður héldum. Það er að segja að stundum erum við að sjá sömu númerin frá mörgum þjóðernum og í raun og veru svona símaver sem eru staðsett í Evrópu jafnvel sem eru þá að selja út fólk sem er hér á Íslandi.“ Hún hvetur fólk til að hafa opin augu fyrir mansali. Það sé leitt hve fáar tilkynningar berist til lögreglu. „Kannski bara bein skilaboð til þeirra sem kaup vændi að það er hreinlega ólöglegt og mjög líklegt að þeir séu þá að kaupa kynmök af fólki sem er í mjög viðkvæmri stöðu og í raun neytt til þess.“ Lögreglumál Mansal Vændi Airbnb Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Greint var frá því í dag að lögreglan hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í umfangsmikilli og alþjóðlegri lögregluaðgerð sem fór fram fyrstu vikuna í júní. Lögreglan fór á þriðja tug staða og var einn karlmaður handtekinn vegna vændiskaupa. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti seldur í vændi, flestar frá Rúmeníu. Fæstar þáðu aðstoð yfirvalda. Langmest vændi fer fram miðsvæðis í Reykjavík og samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að götuvændi fari fram á Bankastræti. Airbnb-íbúðir nýttar í auknum mæli Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir mansal og vændi færast í aukana á milli ára. Algengast sé að það fari fram í Airbnb-íbúðum. „Það eru nýjar síður, auglýsingasíður sem eru að poppa upp alltaf. Þetta er meira á bak við luktar dyr í Airbnb-íbúðum þar sem er verið að leigja íbúðir undir fölsku flaggi en líka kannski á stöðum þar sem einhverjir sem eru fjársterkir eru eigendur húsnæðanna.“ Vændi sé einnig stundað um allt land. Þolendur séu gjarnan í viðkvæmri stöðu og beittir hótunum og ofbeldi. Það hafi færst mjög í aukanna að transkonur verði fórnarlömb mansals. „Við erum með mörg þjóðerni. Þetta er mikið suður-Ameríka en líka innan Evrópu en oftast frá fátækari stöðum þar sem reglurnar eru kannski aðrar.“ Þolendur fluttir á milli landa Starfsemin sé oft hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta höfum við verið að sjá að þau eru að fara á milli Evrópuríkja og Norðurlandanna líka. Þau eru að selja vændi í Reykjavík í tvær vikur og í Kaupmannahöfn í tvær og svo framvegis og látin fara víða.“ Það sé gert svo þolendur hafi ekki samband við lögreglu og dragi ekki athygli að sér. „Þetta er umfangsmeira og betur skipulagt en við áður héldum. Það er að segja að stundum erum við að sjá sömu númerin frá mörgum þjóðernum og í raun og veru svona símaver sem eru staðsett í Evrópu jafnvel sem eru þá að selja út fólk sem er hér á Íslandi.“ Hún hvetur fólk til að hafa opin augu fyrir mansali. Það sé leitt hve fáar tilkynningar berist til lögreglu. „Kannski bara bein skilaboð til þeirra sem kaup vændi að það er hreinlega ólöglegt og mjög líklegt að þeir séu þá að kaupa kynmök af fólki sem er í mjög viðkvæmri stöðu og í raun neytt til þess.“
Lögreglumál Mansal Vændi Airbnb Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira