Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Lovísa Arnardóttir og Auðun Georg Ólafsson skrifa 11. júlí 2025 14:52 Lögreglan á Suðurnesjum og Tollgæslan ræddu við fólk á leið til landsins sem þau töldu möguleg fórnarlömb mansals. Vísir/Vilhelm Einn karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum alþjóðlegum aðgerðum íslenskra lögreglu um mansal á Íslandi. Maðurinn sem var handtekinn gekkst undir sektargerð vegna vændiskaupa. Hann var handtekinn á vettvangi þegar lögregla fylgdist með húsnæðinu. Lögregla fann í aðgerðunum 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti var seldur í vændi. Meirihluti var frá Rúmeníu en þolendur voru einnig frá Kólumbíu, Paragvæ, Malasíu, Bretlandi, Portúgal, Kína, Nígeríu og Gana. Fóru á heimili og ræddu við fólk á leið til landsins Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi stýrði aðgerðum lögreglu á Íslandi. Hann segir að um tuttugu lögreglu- og tollgæslumenn hafi tekið þátt í aðgerðunum sem fóru fram 1. til 6. júní. Lögreglan fór á þriðja tug staða eða heimila og framkvæmdi handahófskennda athugun á Keflavíkurflugvelli á 250 manna úrtaki sem var að koma til Íslands. „Það var farið í greiningarvinnu og skoðað hver gætu verið möguleg fórnarlömb mansals og þau könnuð.“ Hvað varðar heimsóknir skoðaði lögreglan heimilisföng í auglýsingum og heimsóttu þau. „Við förum bara og mælum okkur mót við vændiskonur, ræðum við þær og bjóðum fram aðstoð ef þær vilja aðstoð frá lögreglu. Ef þær þiggja aðstoðina þá eru þær sendar í Bjarkarhlíð.“ Lögreglan tók þátt í sams konar verkefni í fyrra. Gunnar segir tölurnar sambærilegar en fjöldann þó aðeins meiri í ár. „Það voru 32 vændiskonur heimsóttar í fyrra þannig að það er aðeins aukning núna. Þetta hefur verið svipaður fjöldi síðustu ár eftir að merkjanlegur fjöldi vændiskvenna jókst verulega í Reykjavík 2023.“ Fimmtíu starfandi í Reykjavík Hann segir miðað við þessa rannsókn geri lögreglan ráð fyrir að um fimmtíu konur séu starfandi við vændi á hverjum tíma í Reykjavík. Hvar eru þessi vændishús, eru þau út um alla borg? „Já, það má segja það en þetta er helst í kringum miðbæinn. Þegar við fórum í þessar aðgerðarviku voru 460 virkar auglýsingar á einni netsíðu en svo eru samfélagsmiðlar notaðir líka,“ segir Gunnar og að til skoðunar hafi verið hótelherbergi og herbergi sem hafi verið til leigu á Air-Bnb. Þekkt sé að konurnar færi sig á milli staða til að forðast afskipti yfirvalda. „Það er grunur um að þessar vændiskonur séu undir hælnum á skipuðum glæpasamtökum. Þó þær neiti fyrir það þegar við hittum þær í fyrsta skipti. Það er þekkt í þessum málum að það þarf að byggja upp traust til að fá einstaklinga til að tala við okkur. Fólk er ekki tilbúið til að tala strax.“ Hræddar við að þiggja aðstoð Gunnar segir konurnar margar ekki hafa viljað þiggja aðstoð. „Þær voru ekki mjög viljugar til að þiggja aðstoð, hvað veldur því er erfitt að segja til um hvort það sé hræðsla eða annað. Það var ein sem þáði aðstoð en bakkaði síðan út úr því.“ Hann segir þetta erfið málað rannsaka því það sé erfitt að sanna þau. Lögreglunni skorti mannafla til að geta skoðað einnig þá sem eru að kaupa vændi. Í þessum aðgerðum hafi markmiðið verið að reyna að komast að því hversu margar konur selji vændi á Íslandi og séu þolendur mansals. Hann segir erfiðara að nálgast þær þegar lögreglan handtekur kaupendur. „Hugmyndin er að bjóða þeim aðstoð ef þær vilja þiggja hana.“ Lögreglumál Mansal Vændi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík Suðurnesjabær Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Lögregla fann í aðgerðunum 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti var seldur í vændi. Meirihluti var frá Rúmeníu en þolendur voru einnig frá Kólumbíu, Paragvæ, Malasíu, Bretlandi, Portúgal, Kína, Nígeríu og Gana. Fóru á heimili og ræddu við fólk á leið til landsins Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi stýrði aðgerðum lögreglu á Íslandi. Hann segir að um tuttugu lögreglu- og tollgæslumenn hafi tekið þátt í aðgerðunum sem fóru fram 1. til 6. júní. Lögreglan fór á þriðja tug staða eða heimila og framkvæmdi handahófskennda athugun á Keflavíkurflugvelli á 250 manna úrtaki sem var að koma til Íslands. „Það var farið í greiningarvinnu og skoðað hver gætu verið möguleg fórnarlömb mansals og þau könnuð.“ Hvað varðar heimsóknir skoðaði lögreglan heimilisföng í auglýsingum og heimsóttu þau. „Við förum bara og mælum okkur mót við vændiskonur, ræðum við þær og bjóðum fram aðstoð ef þær vilja aðstoð frá lögreglu. Ef þær þiggja aðstoðina þá eru þær sendar í Bjarkarhlíð.“ Lögreglan tók þátt í sams konar verkefni í fyrra. Gunnar segir tölurnar sambærilegar en fjöldann þó aðeins meiri í ár. „Það voru 32 vændiskonur heimsóttar í fyrra þannig að það er aðeins aukning núna. Þetta hefur verið svipaður fjöldi síðustu ár eftir að merkjanlegur fjöldi vændiskvenna jókst verulega í Reykjavík 2023.“ Fimmtíu starfandi í Reykjavík Hann segir miðað við þessa rannsókn geri lögreglan ráð fyrir að um fimmtíu konur séu starfandi við vændi á hverjum tíma í Reykjavík. Hvar eru þessi vændishús, eru þau út um alla borg? „Já, það má segja það en þetta er helst í kringum miðbæinn. Þegar við fórum í þessar aðgerðarviku voru 460 virkar auglýsingar á einni netsíðu en svo eru samfélagsmiðlar notaðir líka,“ segir Gunnar og að til skoðunar hafi verið hótelherbergi og herbergi sem hafi verið til leigu á Air-Bnb. Þekkt sé að konurnar færi sig á milli staða til að forðast afskipti yfirvalda. „Það er grunur um að þessar vændiskonur séu undir hælnum á skipuðum glæpasamtökum. Þó þær neiti fyrir það þegar við hittum þær í fyrsta skipti. Það er þekkt í þessum málum að það þarf að byggja upp traust til að fá einstaklinga til að tala við okkur. Fólk er ekki tilbúið til að tala strax.“ Hræddar við að þiggja aðstoð Gunnar segir konurnar margar ekki hafa viljað þiggja aðstoð. „Þær voru ekki mjög viljugar til að þiggja aðstoð, hvað veldur því er erfitt að segja til um hvort það sé hræðsla eða annað. Það var ein sem þáði aðstoð en bakkaði síðan út úr því.“ Hann segir þetta erfið málað rannsaka því það sé erfitt að sanna þau. Lögreglunni skorti mannafla til að geta skoðað einnig þá sem eru að kaupa vændi. Í þessum aðgerðum hafi markmiðið verið að reyna að komast að því hversu margar konur selji vændi á Íslandi og séu þolendur mansals. Hann segir erfiðara að nálgast þær þegar lögreglan handtekur kaupendur. „Hugmyndin er að bjóða þeim aðstoð ef þær vilja þiggja hana.“
Lögreglumál Mansal Vændi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík Suðurnesjabær Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira