Sport

Laugavegshlaupið í beinni út­sendingu á Vísi

Boði Logason skrifar
Andrea Kolbeinsdóttir hefur unnið Laugavegshlaupið fjögur ár í röð. Bætir hún fimmta árinu við í dag?
Andrea Kolbeinsdóttir hefur unnið Laugavegshlaupið fjögur ár í röð. Bætir hún fimmta árinu við í dag? Laugavegurinn

Í dag fer Laugavegshlaupið fram í tuttugasta og áttunda sinn. Aldrei hafa fleiri þátttakendur verið skráðir til leiks. Hlaupið verður í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Vísi.

Yfir 800 hlauparar lögðu af stað í morgun frá Landmannalaugum og munu koma hver á fætum öðrum í mark í Þórsmörk. Gert er ráð fyrir að síðustu hlaupararnir komi í mark um klukkan sex. 

Laugavegshlaupið hefur um árabil verið ein helsta árshátíð utanvegahlaupara á Íslandi og laðað að sér hlaupara hvaðanæva að úr heiminum. Margir af fremstu hlaupurum Íslands hlaupa í dag. Má þar nefna Þorberg Inga Jónsson, Þorstein Roy Jóhannsson, Andreu Kolbeinsdóttur, Írisi Önnu Skúladóttur og Halldóru Huld Ingvadóttur.

Hér fyrir neðan má sjá heimildarmyndina Laugavegurinn sem kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson gerði um hlaupið og kom út í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×