Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar 11. júlí 2025 08:32 Sumarfríið er tíminn þegar fjölskyldan fer í ferðalög, nýtur útivistar og gleymir dagatalinu. Sumarið er líka frábær tími til að efla fjármálalæsi barna og unglinga – án þess að það verði nokkurn tímann leiðinlegt. Nefni hér fimm atriði: Hvað kostar fríið? Getur verið dýrt - en ómetanlegt Af hverju ekki að ræða við börnin hvað bensínlítrinn kostar og hversu langt bíllinn kemst á einum tanki? Þetta getur orðið að skemmtilegu stærðfræðidæmi í bílnum: „Hvað kostar að keyra til Akureyrar?“ Stærðfræðin verður hagnýt og lifandi. Verðvitund og gjaldmiðlar Ef ferðinni er heitið út fyrir landsteinana má nýta tækifærið til að kynna börnunum erlenda gjaldmiðla. Láttu þau fylgjast með hvernig gengið breytist og hvað hlutirnir kosta í íslenskum krónum. Fáðu þau með í að ákveða: „Hvað ætlum við að eyða mikið á dag í ís, pizzur eða skemmtigarða?“ Það er bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að fá að taka þátt í ákvörðunum og sjá hvernig peningar nýtast best. Þakklæti og meðvitund Ekki gleyma að ræða við börnin hvað það er mikils virði að fá að fara í frí. Það er ekki sjálfgefið – og með því að ræða þetta má efla þakklæti og meðvitund um að peningar eru ekki bara til að eyða heldur líka til að meta það sem þeir gera mögulegt. Sumarvinna = sjálfstæði Fyrir unglingana má fríið líka nýtast sem inngangur að fjárhagslegu sjálfstæði. Margir vinna sumarstörf og læra þannig að vinna fyrir eigin peningum og jafnframt að taka ákvarðanir um sparnað og eyðslu. Það getur verið gott að ræða við þau um markmið með peningunum: „Langar þig að spara fyrir tölvu, ferðalagi eða kannski ökunámi?“ Markmið gera sparnaðinn meira spennandi og þá er hægt að velta upp hver sé árangursríkasta leiðin. Týnt eða skemmt og tryggingar! Sumarfríinu fylgir líka ákveðin áhætta, nýtt umhverfi, vatnsleikir og fleira. Ef barnið týnir símanum, eða missir heyrnartólin í Atlantshafið, þá er ágætt að ræða að tryggingar koma oft að góðum notum, en þeim fylgir líka ákveðinn kostnaður í formi sjálfsábyrgðar. Þetta er kjörið tækifæri til að ræða hvernig tryggingar virka. Fjármál í fríi – án þess að verða leiðinleg... Það þarf ekki að setjast niður með excel-skjal til að kenna fjármálalæsi. Það er nóg að nýta tækifærin sem felast í daglegum aðstæðum. Meðvitund um peninga og verðmæti kemur ekki öll í einu, en það byrjar oft með litlu spurningunni: „Hvað kostar þetta?“. Við eigum að gleðjast og njóta – með því að láta börnin sjá heildarmyndina, læra þau að góðar upplifanir og skemmtun eru líka fjárfesting sem þarf að skipuleggja. Þegar börnin fá að taka þátt fá þau tilfinningu fyrir verðmætum sem endist miklu lengur en sumarið og sólbrúnkan! Ef ykkur skildi vantar fleiri hugmyndir má finna fjölmörg verkefni og leiki til viðbótar sem ætlað er að þjálfa fjármálalæsi ungs fólks á vef Fjármálavits, fjarmalavit.is. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sem halda úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti sem hefur það að markmiði að efla fjármálalæsi ungs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarfríið er tíminn þegar fjölskyldan fer í ferðalög, nýtur útivistar og gleymir dagatalinu. Sumarið er líka frábær tími til að efla fjármálalæsi barna og unglinga – án þess að það verði nokkurn tímann leiðinlegt. Nefni hér fimm atriði: Hvað kostar fríið? Getur verið dýrt - en ómetanlegt Af hverju ekki að ræða við börnin hvað bensínlítrinn kostar og hversu langt bíllinn kemst á einum tanki? Þetta getur orðið að skemmtilegu stærðfræðidæmi í bílnum: „Hvað kostar að keyra til Akureyrar?“ Stærðfræðin verður hagnýt og lifandi. Verðvitund og gjaldmiðlar Ef ferðinni er heitið út fyrir landsteinana má nýta tækifærið til að kynna börnunum erlenda gjaldmiðla. Láttu þau fylgjast með hvernig gengið breytist og hvað hlutirnir kosta í íslenskum krónum. Fáðu þau með í að ákveða: „Hvað ætlum við að eyða mikið á dag í ís, pizzur eða skemmtigarða?“ Það er bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að fá að taka þátt í ákvörðunum og sjá hvernig peningar nýtast best. Þakklæti og meðvitund Ekki gleyma að ræða við börnin hvað það er mikils virði að fá að fara í frí. Það er ekki sjálfgefið – og með því að ræða þetta má efla þakklæti og meðvitund um að peningar eru ekki bara til að eyða heldur líka til að meta það sem þeir gera mögulegt. Sumarvinna = sjálfstæði Fyrir unglingana má fríið líka nýtast sem inngangur að fjárhagslegu sjálfstæði. Margir vinna sumarstörf og læra þannig að vinna fyrir eigin peningum og jafnframt að taka ákvarðanir um sparnað og eyðslu. Það getur verið gott að ræða við þau um markmið með peningunum: „Langar þig að spara fyrir tölvu, ferðalagi eða kannski ökunámi?“ Markmið gera sparnaðinn meira spennandi og þá er hægt að velta upp hver sé árangursríkasta leiðin. Týnt eða skemmt og tryggingar! Sumarfríinu fylgir líka ákveðin áhætta, nýtt umhverfi, vatnsleikir og fleira. Ef barnið týnir símanum, eða missir heyrnartólin í Atlantshafið, þá er ágætt að ræða að tryggingar koma oft að góðum notum, en þeim fylgir líka ákveðinn kostnaður í formi sjálfsábyrgðar. Þetta er kjörið tækifæri til að ræða hvernig tryggingar virka. Fjármál í fríi – án þess að verða leiðinleg... Það þarf ekki að setjast niður með excel-skjal til að kenna fjármálalæsi. Það er nóg að nýta tækifærin sem felast í daglegum aðstæðum. Meðvitund um peninga og verðmæti kemur ekki öll í einu, en það byrjar oft með litlu spurningunni: „Hvað kostar þetta?“. Við eigum að gleðjast og njóta – með því að láta börnin sjá heildarmyndina, læra þau að góðar upplifanir og skemmtun eru líka fjárfesting sem þarf að skipuleggja. Þegar börnin fá að taka þátt fá þau tilfinningu fyrir verðmætum sem endist miklu lengur en sumarið og sólbrúnkan! Ef ykkur skildi vantar fleiri hugmyndir má finna fjölmörg verkefni og leiki til viðbótar sem ætlað er að þjálfa fjármálalæsi ungs fólks á vef Fjármálavits, fjarmalavit.is. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sem halda úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti sem hefur það að markmiði að efla fjármálalæsi ungs fólks.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun