Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 13:51 Heilbrigðiseftirlitið bíður enn niðurstaðna úr saurgerlamælingu úr Laugarvatni. Vísir/Vilhelm Nóróveira hefur greinst í öllum fimm sýnum sem bárust frá einstaklingum sem veiktust af magakveisu eftir þríþraut á Laugarvatni 5. júlí síðastliðinn. Á fjórða tug hafa lýst því að hafa veikst á samfélagsmiðlum og 22 tilkynnt veikindin til sóttvarnalæknis. Í tilkynningu á vef landlæknis kemur fram að ekki sé hægt að fullyrða um uppruna smita, hvort hafi borist úr vatninu tengt sundinu eða annars staðar frá. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók sýni úr Laugarvatni með tilliti til saurgerlamengunar en niðurstöður úr þeim sýnatökum er að vænta á næstu dögum. Senda þyrfti vatnssýni á rannsóknarstofu erlendis ef á að mæla nóróveiru samkvæmt tilkynningu landlæknis. Eins og fram hefur komið fór hluti þríþrautarinnar fram í Laugarvatni en einnig var samvera í kringum viðburðinn og boðið upp á mat að keppni lokinni. Einhverjar getgátur voru um það í spjallþræði á Facebook eftir keppni hvort orsök sýkingar gæti verið í hamborgurum sem voru í boði. Flestir byrjuðu að finna til einkenna kvöldið og nóttina eftir viðburðinn. Vitað er um að minnsta kosti tvo einstaklinga sem ekki syntu í vatninu en voru á staðnum og veiktust. Ekki borðuðu allir sem tilkynntu veikindi sama matinn. Nóróveira smitast frá saur (eða uppköstum) í munn og smitleiðir eru margar. Veiran getur verið í vatni, smitast beint manna á milli við snertingu eða frá sameiginlegum snertiflötum og er hún einnig algeng ástæða matartengdra sýkinga. Nóróveirur er flokkur veira sem valda sýkingu í meltingarvegi. Nóróveira er algeng orsök iðrakveisu og veldur oft hópsýkingum. Algengustu einkennin eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum. Engin sértæk meðferð er til. Sóttvarnalæknir hefur gefið út rafrænan bækling um hvernig draga má úr útbreiðslu nóróveirusmits. Þríþraut Heilbrigðismál Bláskógabyggð Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Í tilkynningu á vef landlæknis kemur fram að ekki sé hægt að fullyrða um uppruna smita, hvort hafi borist úr vatninu tengt sundinu eða annars staðar frá. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók sýni úr Laugarvatni með tilliti til saurgerlamengunar en niðurstöður úr þeim sýnatökum er að vænta á næstu dögum. Senda þyrfti vatnssýni á rannsóknarstofu erlendis ef á að mæla nóróveiru samkvæmt tilkynningu landlæknis. Eins og fram hefur komið fór hluti þríþrautarinnar fram í Laugarvatni en einnig var samvera í kringum viðburðinn og boðið upp á mat að keppni lokinni. Einhverjar getgátur voru um það í spjallþræði á Facebook eftir keppni hvort orsök sýkingar gæti verið í hamborgurum sem voru í boði. Flestir byrjuðu að finna til einkenna kvöldið og nóttina eftir viðburðinn. Vitað er um að minnsta kosti tvo einstaklinga sem ekki syntu í vatninu en voru á staðnum og veiktust. Ekki borðuðu allir sem tilkynntu veikindi sama matinn. Nóróveira smitast frá saur (eða uppköstum) í munn og smitleiðir eru margar. Veiran getur verið í vatni, smitast beint manna á milli við snertingu eða frá sameiginlegum snertiflötum og er hún einnig algeng ástæða matartengdra sýkinga. Nóróveirur er flokkur veira sem valda sýkingu í meltingarvegi. Nóróveira er algeng orsök iðrakveisu og veldur oft hópsýkingum. Algengustu einkennin eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum. Engin sértæk meðferð er til. Sóttvarnalæknir hefur gefið út rafrænan bækling um hvernig draga má úr útbreiðslu nóróveirusmits.
Þríþraut Heilbrigðismál Bláskógabyggð Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira