Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar 10. júlí 2025 08:32 Oft er það talið fólki til tekna að hafa gert manna mest af einhverju. Að hafa hlaupið hraðast, stokkið lengst, toppað aðra mælikvarða á mannlega frammistöðu. Að vera bestur er helvíti fínt. En stundum er betri frammistaða vísbending um verra, frekar en betra samfélag. Lengsta verkfallið, lengsta málþófið, stærsti fangelsisdómurinn, lengstu lögin, hæsta verðbólgan, beiskasti bjórinn. Nýlega var sett met í málþófi á Alþingi. Nú hef ég alveg tekið þátt í málþófi, það þarf ekki að þræta við mig um skilgreiningar. Mitt fyrsta málþóf var tæplega 40 mínútuna langt og átti bara að gefa formönnum tíma til að semja um milljarðs krónu gat á fjármögnun Landspítalans. Flest málþóf eru lengri en það. Tilgangur málþófs er að skapa þreytu. Í Bandaríska þinginu voru gerð þau grundvallarmistök að leyfa minnihluta af ákveðinni stærð að lýsa málþófi yfir, og að afleiðing þess væri að litið var á það mál sem þæft. Gallinn var að þessi aðgerð kostaði minni hlutann ekki neitt, og því var gjarnan lýst yfir málþófi á allskonar atriðum rétt en að allir fóru heim af sofa. Verkfæri minni hlutans eru rosalega veikburða, og það sem sorglegra er eru flestir þingmenn of miklir kjánar til að lesa þingskaparlög og átta sig á þeim verkfærum sem þau þó hafa. Mér fannst til dæmis mjög gaman að beita 51. gr. þingskaparlaga til að eyðileggja daginn fyrir nefndarformönnum úr Sjálfstæðisflokknum. En eftir stendur að sterkasta verkfærið er málþóf, og merkilega oft eina verkfærið. Allan þann tíma sem ég var á þingi talaði ég fyrir því að búin væru til önnur vopn fyrir stjórnarandstöðuna, sem væru örlítið gáfulegri en að kalla á málþóf. Þess má geta að þau sem standa í málþófi núna voru öll á móti því. Á móti mekkanisma til að knýja á um þjóðaratkvæðagreiðslu um mál í þinginu sem væru of umdeild. Á móti aðgerð til að auka á skýrslukröfur stjórnvalda ef lög næðu fram að ganga til að hægt væri að meta árangur lagasetningar. Á móti því að umdeild lög yrðu sett tímabundið og staðfest síðar þegar reynsla væri komin á þau. Á móti allskonar öðrum leiðum sem væru færar til að gefa minni hlutanum örlítið heppilegri verkfæri en endalaust málþóf. Og eftir stendur málþófið. Málþóf er gagnslausasta aðgerð sem minni hluti getur staðið í, þegar horft er til þess hversu mikill tími fer í það, versus árangurinn af því að hafa stundað það. Og fyrir vikið fer enginn af stað í málþóf nema að hafa skýr fyrirfram ákveðin markmið með því (eins og ég að tala um heilbrigðisþjónustu í 40 mínútur meðan formenn voru að semja til að halda málinu opnu) eða það markmið að þreyta stjórnina til samninga. Þetta síðara er svo miklu auðveldara ef minni hlutinn er með alþýðuna með sér. En ef almenningur er sammála minni hlutanum finnur meiri hlutinn þrýsting úr samfélaginu og hatar hvert augnablik. En þannig snúa hlutir ekki núna. Nýleg könnun sýnir meira að segja stuðningsmenn þeirra flokka sem standa í málþófinu eru sammála ríkisstjórnarflokkunum í veiðigjaldamálinu. Ríkisstjórnin er með algjöran hugmyndafræðilegan sigur í höfn og hvert augnablik sem Miðflokkurin, Sjálfstæðisflokkurinn, og Framsóknarflokkurinn halda áfram málþófi er auka prik í kladda ríkisstjórnarinnar - og það bara vegna þess að ríkisstjórnin dirfðist gera eitt það allra klikkaðasta sem stjórnmálamenn geta gert: að standa með almenningi. En pælið í því ef þriðjungur þingmanna gæti vísað þessu "umdeilda" máli í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Miðflokks vita alveg jafn vel og aðrir að almenningur myndi vera sammála ríkisstjórninni, með yfirburðum. Þannig að þau væru væntanlega ekkert spennt fyrir því að fara þá leið, en ef sú leið væri á borðinu væri mjög erfitt fyrir þau að réttlæta endalaust málþóf. Andlýðræðisleg vinnubrögð eru svo skemmtilega afhjúpandi. Það sem þarf að gerast núna er auðvelt. Hin svokallaða "kjarnorkusprengja" -- 71. grein þingskaparlaga -- myndi leysa vandamálið um hæl, og stærstur hluti almennings myndi algjörlega styðja að bundið væri enda á þetta. En það eru þrír gallar við þá vegferð: Stjórnarandstaðan myndi væla eins og stungin grís til frambúðar, og það yrði drepleiðinlegt að þurfa að hlusta á það. Flokkarnir í stjórnarandstöðu myndu ekki hika við að beita 71. grein viðstöðulaust næst þegar þeim væru færð völd, því tabúið væri farið. Stjórnarandstöðuþingmenn kæmust í sumarfrí að hlaða batteríin fyrir haustið, og þá myndi kjaftæðið halda áfram, í hvaða máli sem þeim dytti til hugar þá. En það er auðveldari leið til! Einhverjir stjórnarandstöðuþingmenn eiga bókaðar ferðir til útlanda og fjölskylduplön fyrir sumarið. Þau vilja væntanlega kalla inn ferska varamenn til að halda áfram málþófinu á meðan. Nema hvað forseta Alþingis ber engin skylda til að heimila slíkt, samanber 2. mgr. 65. gr. þingskaparlaga. Þannig að, gjörið svo vel: haldið áfram málþófinu í eigin persónu, eða verið fámönnuð og þreytið ykkur út. Sjáum svo hvað þinglokin leysast hratt þegar persónulegir hagsmunir eru í spilinu. En jafnvel þá er kapphlaupið -- eða öll heldur hægfara röltið -- að botninum í fullum fangi. Í stað þess að búa til betri verkfæri til að útkljá deiluefni með sómasamlegum hætti heldur þingheimur áfram að eiga stórsigra sem enginn bað um, og allir hljóta skaða af. Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Oft er það talið fólki til tekna að hafa gert manna mest af einhverju. Að hafa hlaupið hraðast, stokkið lengst, toppað aðra mælikvarða á mannlega frammistöðu. Að vera bestur er helvíti fínt. En stundum er betri frammistaða vísbending um verra, frekar en betra samfélag. Lengsta verkfallið, lengsta málþófið, stærsti fangelsisdómurinn, lengstu lögin, hæsta verðbólgan, beiskasti bjórinn. Nýlega var sett met í málþófi á Alþingi. Nú hef ég alveg tekið þátt í málþófi, það þarf ekki að þræta við mig um skilgreiningar. Mitt fyrsta málþóf var tæplega 40 mínútuna langt og átti bara að gefa formönnum tíma til að semja um milljarðs krónu gat á fjármögnun Landspítalans. Flest málþóf eru lengri en það. Tilgangur málþófs er að skapa þreytu. Í Bandaríska þinginu voru gerð þau grundvallarmistök að leyfa minnihluta af ákveðinni stærð að lýsa málþófi yfir, og að afleiðing þess væri að litið var á það mál sem þæft. Gallinn var að þessi aðgerð kostaði minni hlutann ekki neitt, og því var gjarnan lýst yfir málþófi á allskonar atriðum rétt en að allir fóru heim af sofa. Verkfæri minni hlutans eru rosalega veikburða, og það sem sorglegra er eru flestir þingmenn of miklir kjánar til að lesa þingskaparlög og átta sig á þeim verkfærum sem þau þó hafa. Mér fannst til dæmis mjög gaman að beita 51. gr. þingskaparlaga til að eyðileggja daginn fyrir nefndarformönnum úr Sjálfstæðisflokknum. En eftir stendur að sterkasta verkfærið er málþóf, og merkilega oft eina verkfærið. Allan þann tíma sem ég var á þingi talaði ég fyrir því að búin væru til önnur vopn fyrir stjórnarandstöðuna, sem væru örlítið gáfulegri en að kalla á málþóf. Þess má geta að þau sem standa í málþófi núna voru öll á móti því. Á móti mekkanisma til að knýja á um þjóðaratkvæðagreiðslu um mál í þinginu sem væru of umdeild. Á móti aðgerð til að auka á skýrslukröfur stjórnvalda ef lög næðu fram að ganga til að hægt væri að meta árangur lagasetningar. Á móti því að umdeild lög yrðu sett tímabundið og staðfest síðar þegar reynsla væri komin á þau. Á móti allskonar öðrum leiðum sem væru færar til að gefa minni hlutanum örlítið heppilegri verkfæri en endalaust málþóf. Og eftir stendur málþófið. Málþóf er gagnslausasta aðgerð sem minni hluti getur staðið í, þegar horft er til þess hversu mikill tími fer í það, versus árangurinn af því að hafa stundað það. Og fyrir vikið fer enginn af stað í málþóf nema að hafa skýr fyrirfram ákveðin markmið með því (eins og ég að tala um heilbrigðisþjónustu í 40 mínútur meðan formenn voru að semja til að halda málinu opnu) eða það markmið að þreyta stjórnina til samninga. Þetta síðara er svo miklu auðveldara ef minni hlutinn er með alþýðuna með sér. En ef almenningur er sammála minni hlutanum finnur meiri hlutinn þrýsting úr samfélaginu og hatar hvert augnablik. En þannig snúa hlutir ekki núna. Nýleg könnun sýnir meira að segja stuðningsmenn þeirra flokka sem standa í málþófinu eru sammála ríkisstjórnarflokkunum í veiðigjaldamálinu. Ríkisstjórnin er með algjöran hugmyndafræðilegan sigur í höfn og hvert augnablik sem Miðflokkurin, Sjálfstæðisflokkurinn, og Framsóknarflokkurinn halda áfram málþófi er auka prik í kladda ríkisstjórnarinnar - og það bara vegna þess að ríkisstjórnin dirfðist gera eitt það allra klikkaðasta sem stjórnmálamenn geta gert: að standa með almenningi. En pælið í því ef þriðjungur þingmanna gæti vísað þessu "umdeilda" máli í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Miðflokks vita alveg jafn vel og aðrir að almenningur myndi vera sammála ríkisstjórninni, með yfirburðum. Þannig að þau væru væntanlega ekkert spennt fyrir því að fara þá leið, en ef sú leið væri á borðinu væri mjög erfitt fyrir þau að réttlæta endalaust málþóf. Andlýðræðisleg vinnubrögð eru svo skemmtilega afhjúpandi. Það sem þarf að gerast núna er auðvelt. Hin svokallaða "kjarnorkusprengja" -- 71. grein þingskaparlaga -- myndi leysa vandamálið um hæl, og stærstur hluti almennings myndi algjörlega styðja að bundið væri enda á þetta. En það eru þrír gallar við þá vegferð: Stjórnarandstaðan myndi væla eins og stungin grís til frambúðar, og það yrði drepleiðinlegt að þurfa að hlusta á það. Flokkarnir í stjórnarandstöðu myndu ekki hika við að beita 71. grein viðstöðulaust næst þegar þeim væru færð völd, því tabúið væri farið. Stjórnarandstöðuþingmenn kæmust í sumarfrí að hlaða batteríin fyrir haustið, og þá myndi kjaftæðið halda áfram, í hvaða máli sem þeim dytti til hugar þá. En það er auðveldari leið til! Einhverjir stjórnarandstöðuþingmenn eiga bókaðar ferðir til útlanda og fjölskylduplön fyrir sumarið. Þau vilja væntanlega kalla inn ferska varamenn til að halda áfram málþófinu á meðan. Nema hvað forseta Alþingis ber engin skylda til að heimila slíkt, samanber 2. mgr. 65. gr. þingskaparlaga. Þannig að, gjörið svo vel: haldið áfram málþófinu í eigin persónu, eða verið fámönnuð og þreytið ykkur út. Sjáum svo hvað þinglokin leysast hratt þegar persónulegir hagsmunir eru í spilinu. En jafnvel þá er kapphlaupið -- eða öll heldur hægfara röltið -- að botninum í fullum fangi. Í stað þess að búa til betri verkfæri til að útkljá deiluefni með sómasamlegum hætti heldur þingheimur áfram að eiga stórsigra sem enginn bað um, og allir hljóta skaða af. Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun