Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2025 23:15 Hingað til hefur malbikunarfyrirtækjum ekki þótt tilefni til að auglýsa sig sérstaklega. Vísir Fyrirtæki sem sérhæfa sig í malbikun fara nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum. Markaðssérfræðingur segir fyrirtækin græða ýmislegt á því jafnvel þó að stór fyrirtæki og hið opinbera séu þeirra helstu viðskiptavinir. Í nýrri auglýsingu Malbiksstöðvarinnar má sjá söngkonuna Tinnu Óðins spóka sig um í miðbæ Selfoss á meðan hún syngur frumsamið lag um malbik en stöðin hefur líkt og keppinauturinn Colas farið mikinn í auglýsingaherferðum í sjónvarpi nýverið. Auglýsingarnar eru afar metnaðarfullar og þykir nýlunda að malbikunarfyrirtæki leggist í slíkar herferðir, ekki síst fyrir þær sakir að fyrirtækin þjónusta aðallega hið opinbera og stærri fyrirtæki. Markaðsfræðingur segir að þrátt fyrir það geti fyrirtækin haft ýmislegt upp úr því að vekja á sér athygli. Kostnaður hlaupi á tugum milljóna „Þó að þetta séu fyrirtæki sem eru kannski ekki í beinni sölu og ná mest af sínum viðskiptum í gegnum útboð til sveitarfélaga og svo framvegis þá geta þau séð ofboðslegan hag í því að vera með góða ímynd. Fólk heldur að tilgangur flestra auglýsinga sé einhverskonar bein sala en ef við horfum bara yfir sviðið þá vitum við alveg og áttum okkur á því að fæstar auglýsingar leiða til beinnar sölu,“ segir Kári Sævarsson eigandi Tvist auglýsingastofu. Kári Sævarsson er eigandi Tvist auglýsingastofu.Vísir/Vilhelm Þannig hafi Colas riðið á vaðið og Malbiksstöðin fylgt á eftir. Kári segir auglýsingarnar í takt við hve barist sé um athyglina á tímum snjalltækja og samfélagsmiðla. „Þetta er dæmi um það að oft eiga geirar atvinnulífsins það til að sveiflast í takt. Ef einn aðili byrjar að hreyfa sig á samkeppnismarkaði þá aukast líkurnar á að hinir aðilarnir spili einhverju út líka á svipuðum tíma,“ segir Kári. „Fólk á svo auðvelt með að sleppa því bara að horfa á það sem því þykir leiðinlegt. Þetta er líka partur af því sem hefur verið kallað væb kúltúrinn þar sem tilfinning og hughrif og við erum búin að vera í þessu ástandi alveg talsvert lengi, þar sem tilfinning og hughrif hefur eiginlega meiri áhrif á þig heldur en upplýsingar.“ Hann segir að myndi hann skjóta á kostnað við auglýsingaherferðirnar segist hann telja að kostnaðurinn hlaupi á tugum milljóna. „Af því það vita það allir í auglýsinga- og markaðsmálum að það þarf að framleiða og svo þarf að birta hlutina til að þeir skili árangri. Svo ef maður leiðir hugann að því hvað fyrirtæki af þessari stærðargráðu er að velta á ári sem hlýtur að vera í einhverjum milljörðum að þá er ekkert víst að þessi fjárfesting sé stór í hlutfalli við umsvif fyrirtækisins.“ Auglýsinga- og markaðsmál Vegagerð Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Í nýrri auglýsingu Malbiksstöðvarinnar má sjá söngkonuna Tinnu Óðins spóka sig um í miðbæ Selfoss á meðan hún syngur frumsamið lag um malbik en stöðin hefur líkt og keppinauturinn Colas farið mikinn í auglýsingaherferðum í sjónvarpi nýverið. Auglýsingarnar eru afar metnaðarfullar og þykir nýlunda að malbikunarfyrirtæki leggist í slíkar herferðir, ekki síst fyrir þær sakir að fyrirtækin þjónusta aðallega hið opinbera og stærri fyrirtæki. Markaðsfræðingur segir að þrátt fyrir það geti fyrirtækin haft ýmislegt upp úr því að vekja á sér athygli. Kostnaður hlaupi á tugum milljóna „Þó að þetta séu fyrirtæki sem eru kannski ekki í beinni sölu og ná mest af sínum viðskiptum í gegnum útboð til sveitarfélaga og svo framvegis þá geta þau séð ofboðslegan hag í því að vera með góða ímynd. Fólk heldur að tilgangur flestra auglýsinga sé einhverskonar bein sala en ef við horfum bara yfir sviðið þá vitum við alveg og áttum okkur á því að fæstar auglýsingar leiða til beinnar sölu,“ segir Kári Sævarsson eigandi Tvist auglýsingastofu. Kári Sævarsson er eigandi Tvist auglýsingastofu.Vísir/Vilhelm Þannig hafi Colas riðið á vaðið og Malbiksstöðin fylgt á eftir. Kári segir auglýsingarnar í takt við hve barist sé um athyglina á tímum snjalltækja og samfélagsmiðla. „Þetta er dæmi um það að oft eiga geirar atvinnulífsins það til að sveiflast í takt. Ef einn aðili byrjar að hreyfa sig á samkeppnismarkaði þá aukast líkurnar á að hinir aðilarnir spili einhverju út líka á svipuðum tíma,“ segir Kári. „Fólk á svo auðvelt með að sleppa því bara að horfa á það sem því þykir leiðinlegt. Þetta er líka partur af því sem hefur verið kallað væb kúltúrinn þar sem tilfinning og hughrif og við erum búin að vera í þessu ástandi alveg talsvert lengi, þar sem tilfinning og hughrif hefur eiginlega meiri áhrif á þig heldur en upplýsingar.“ Hann segir að myndi hann skjóta á kostnað við auglýsingaherferðirnar segist hann telja að kostnaðurinn hlaupi á tugum milljóna. „Af því það vita það allir í auglýsinga- og markaðsmálum að það þarf að framleiða og svo þarf að birta hlutina til að þeir skili árangri. Svo ef maður leiðir hugann að því hvað fyrirtæki af þessari stærðargráðu er að velta á ári sem hlýtur að vera í einhverjum milljörðum að þá er ekkert víst að þessi fjárfesting sé stór í hlutfalli við umsvif fyrirtækisins.“
Auglýsinga- og markaðsmál Vegagerð Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira