Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2025 15:19 Samsett mynd ESO af ferð halastjörnunnar 3I/ATLAS um sólkerfið. Halastjarnan sést sem röð ljósra bletta sem mynda línu um miðja myndina. Myndirnar voru teknar á þrettán mínútna tímabili að nóttu 3. júlí. ESO/O. Hainaut Sjónaukar um alla jörð fylgjast nú grannt með ferð halastjörnu sem á uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Halastjarnan er aðeins þriðji slíki gesturinn sem hefur nokkru sinni fundist í sólkerfinu okkar. Stjörnufræðingar uppgötvuðu halastjörnuna 3I/ATLAS á ferð um sólkerfið í síðustu viku. Óvenjuleg breiðbogalöguð sporbraut fyrirbærisins sem er ólík braut allra annarra fyrirbæra í sólkerfinu var vísbending um að halastjarnan væri upprunnin utan sólkerfisins. Skýringarmynd af sporbraut 3I/ATLAS í gegnum sólkerfið. Halastjarnan er upprunnin í öðru sólkerfi.NASA/JPL-Caltech/AP Leið 3I/ATLAS inn í sólkerfið hefur verið löng þrátt fyrir að halastjarnan ferðist á um 59 kílómetra hraða á sekúndu, rúmlega 212.000 kílómetra á klukkustund. Ekki hefur verið hægt að reikna út hvaðan halastjarnan kom upphaflega. „Það tekur þessa hluti milljónir ára að ferðast frá einu sólkerfi til annars þannig að þetta fyrirbæri hefur líklega ferðast um geiminn í hundruð milljónir ára, jafnvel milljarða ára,“ segir Paul Chodas, forstöðumaður stofnunar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem fylgist með fyrirbærum í grennd við jörðina. Sýnileg með sjónaukum í september og aftur í desember Engin hætta stafar af halastjörnunni. Hún kemst næst sólinni seint í október en þá verður hún í um 250 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni á milli sporbrautar hennar og Mars. Halastjarnan ætti að vera sýnileg í sjónaukum frá september þar til hún verður komin of nálægt sólinni og svo aftur í desember, að sögn AP-fréttastofunnar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) náði myndskeiði af 3I/ATLAS 3. júlí, aðeins tveimur dögum eftir að halastjarnan var uppgötvuð. Í grein á vef stöðvarinnar í dag kemur fram að halastjarnan sé nú meira en 600 milljón kílómetrum frá sólinni. Aðeins tvisvar áður hafa stjörnufræðingar fundið fyrirbæri frá öðrum stjörnum í sólkerfinu okkar. Það fyrsta var hnullungurinn sem fékk havaíska nafnið Oumuamua árið 2017. Upphaflega var talið að Oumuamua væri smástirni en síðan hafa vísbendingar komið fram um að það sé halastjarna. Árið 2019 fannst svo halastjarnan 21/Borisov en hún var kennd við áhugastjörnufræðing á Krímskaga, úkraínsku landsvæði sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, sem uppgötvaði hana. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ílangur gestur utan sólkerfisins Smástirni sem kom úr geimnum á milli stjarnanna var ólíkt öllu öðru sem menn hafa fundið í sólkerfinu okkar. 20. nóvember 2017 20:39 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira
Stjörnufræðingar uppgötvuðu halastjörnuna 3I/ATLAS á ferð um sólkerfið í síðustu viku. Óvenjuleg breiðbogalöguð sporbraut fyrirbærisins sem er ólík braut allra annarra fyrirbæra í sólkerfinu var vísbending um að halastjarnan væri upprunnin utan sólkerfisins. Skýringarmynd af sporbraut 3I/ATLAS í gegnum sólkerfið. Halastjarnan er upprunnin í öðru sólkerfi.NASA/JPL-Caltech/AP Leið 3I/ATLAS inn í sólkerfið hefur verið löng þrátt fyrir að halastjarnan ferðist á um 59 kílómetra hraða á sekúndu, rúmlega 212.000 kílómetra á klukkustund. Ekki hefur verið hægt að reikna út hvaðan halastjarnan kom upphaflega. „Það tekur þessa hluti milljónir ára að ferðast frá einu sólkerfi til annars þannig að þetta fyrirbæri hefur líklega ferðast um geiminn í hundruð milljónir ára, jafnvel milljarða ára,“ segir Paul Chodas, forstöðumaður stofnunar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem fylgist með fyrirbærum í grennd við jörðina. Sýnileg með sjónaukum í september og aftur í desember Engin hætta stafar af halastjörnunni. Hún kemst næst sólinni seint í október en þá verður hún í um 250 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni á milli sporbrautar hennar og Mars. Halastjarnan ætti að vera sýnileg í sjónaukum frá september þar til hún verður komin of nálægt sólinni og svo aftur í desember, að sögn AP-fréttastofunnar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) náði myndskeiði af 3I/ATLAS 3. júlí, aðeins tveimur dögum eftir að halastjarnan var uppgötvuð. Í grein á vef stöðvarinnar í dag kemur fram að halastjarnan sé nú meira en 600 milljón kílómetrum frá sólinni. Aðeins tvisvar áður hafa stjörnufræðingar fundið fyrirbæri frá öðrum stjörnum í sólkerfinu okkar. Það fyrsta var hnullungurinn sem fékk havaíska nafnið Oumuamua árið 2017. Upphaflega var talið að Oumuamua væri smástirni en síðan hafa vísbendingar komið fram um að það sé halastjarna. Árið 2019 fannst svo halastjarnan 21/Borisov en hún var kennd við áhugastjörnufræðing á Krímskaga, úkraínsku landsvæði sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, sem uppgötvaði hana.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ílangur gestur utan sólkerfisins Smástirni sem kom úr geimnum á milli stjarnanna var ólíkt öllu öðru sem menn hafa fundið í sólkerfinu okkar. 20. nóvember 2017 20:39 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira
Ílangur gestur utan sólkerfisins Smástirni sem kom úr geimnum á milli stjarnanna var ólíkt öllu öðru sem menn hafa fundið í sólkerfinu okkar. 20. nóvember 2017 20:39