Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. júlí 2025 08:55 Það fór vel á með þeim Perry og Bloom á Óskarnum í mars. Nú fjórum mánuðum síðar er sambandi þeirra lokið. Getty Katy Perry og Orlando Bloom, sem bundu nýlega enda á níu ára samband sitt, sáust saman í brúðkaupsferð milljarðamæringsins Jeff Bezos og sjónvarpskonunnar Lauren Sanchez á snekkju Amazon-stofnandans í Ítalíu. Slúðurmiðlar vestanhafs náðu myndum af parinu fyrrverandi þar sem mátti sjá þau slappa af á sundfötunum á risavaxinni snekkjunni og leika við fjögurra ára dótturina Daisy Dove Bloom. Þá sást einnig til þeirra þriggja stíga af snekkjunni í Capri til að fara með dótturina að fá ís. Sögusagnir gengu síðustu mánuði um að samband þeirra Perry og Bloom væri á enda og í lok júní greindu dægurmiðlar frá því að sambandi þeirra væri lokið. Í stjörnubrúðkaupi Bezos og Sanchez, sem fór fram í Feneyjum helgina 26. til 28. júní, var Perry hvergi sjáanleg en Bloom mætti einn síns liðs og í miklu stuði. Síðasta fimmtudag birtu þau Perry og Bloom síðan sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau staðfestu að sambandinu væri lokið og að þau hygðust einbeita sér að því að ala saman upp fjögurra ára dóttur sína. „Þau munu halda áfram að sjást saman sem fjölskylda þar sem forgangsatriði þeirra verður að ala upp dóttur sína með ást, stöðugleika og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi,“ sagði í yfirlýsingunni sem þau sendu út vegna „mikils áhuga og samtala“ varðandi samband þeirra. Sex ára trúlofun á enda Hin fertuga Perry og hinn 48 ára Bloom byrjuðu saman 2016, hættu saman í stutta stund árið 2017 en byrjuðu svo saman aftur skömmu síðar og trúlofuðust á Valentínusardeginum 2019. Ári síðar opinberaði Perry að hún væri með barni í tónlistarmyndbandinu við lagið Never Worn White. Dóttir þeirra, Daisy Dove, kom svo í heiminn í ágúst 2020. Perry, sem var áður gift bandaríska grínistanum Russell Brand, sló í gegn árið 2008 með laginu „I Kissed a Girl“ en meðal annara smella hennar eru „California Gurls“ og „Firework“. Breski leikarinn Orlando Bloom, sem var áður giftur áströlsku fyrirsætunni Miröndu Kerr og á með henni fjórtán ára dreng, sló í gegn í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu, en hefur einnig leikið í myndum á borð við Pirates Of The Caribbean og Hobbitanum. Hollywood Ítalía Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra. 26. júní 2025 10:03 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Slúðurmiðlar vestanhafs náðu myndum af parinu fyrrverandi þar sem mátti sjá þau slappa af á sundfötunum á risavaxinni snekkjunni og leika við fjögurra ára dótturina Daisy Dove Bloom. Þá sást einnig til þeirra þriggja stíga af snekkjunni í Capri til að fara með dótturina að fá ís. Sögusagnir gengu síðustu mánuði um að samband þeirra Perry og Bloom væri á enda og í lok júní greindu dægurmiðlar frá því að sambandi þeirra væri lokið. Í stjörnubrúðkaupi Bezos og Sanchez, sem fór fram í Feneyjum helgina 26. til 28. júní, var Perry hvergi sjáanleg en Bloom mætti einn síns liðs og í miklu stuði. Síðasta fimmtudag birtu þau Perry og Bloom síðan sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau staðfestu að sambandinu væri lokið og að þau hygðust einbeita sér að því að ala saman upp fjögurra ára dóttur sína. „Þau munu halda áfram að sjást saman sem fjölskylda þar sem forgangsatriði þeirra verður að ala upp dóttur sína með ást, stöðugleika og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi,“ sagði í yfirlýsingunni sem þau sendu út vegna „mikils áhuga og samtala“ varðandi samband þeirra. Sex ára trúlofun á enda Hin fertuga Perry og hinn 48 ára Bloom byrjuðu saman 2016, hættu saman í stutta stund árið 2017 en byrjuðu svo saman aftur skömmu síðar og trúlofuðust á Valentínusardeginum 2019. Ári síðar opinberaði Perry að hún væri með barni í tónlistarmyndbandinu við lagið Never Worn White. Dóttir þeirra, Daisy Dove, kom svo í heiminn í ágúst 2020. Perry, sem var áður gift bandaríska grínistanum Russell Brand, sló í gegn árið 2008 með laginu „I Kissed a Girl“ en meðal annara smella hennar eru „California Gurls“ og „Firework“. Breski leikarinn Orlando Bloom, sem var áður giftur áströlsku fyrirsætunni Miröndu Kerr og á með henni fjórtán ára dreng, sló í gegn í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu, en hefur einnig leikið í myndum á borð við Pirates Of The Caribbean og Hobbitanum.
Hollywood Ítalía Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra. 26. júní 2025 10:03 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra. 26. júní 2025 10:03