Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Lovísa Arnardóttir skrifar 7. júlí 2025 08:59 Á myndinni má sjá hversu hátt askan reis í kjölfar eldgossins. Gosmökkurinn fór í allt að 18 kílómetra hæð. Vísir/EPA Eldgos hófst í morgun í eldfjallinu Lewotobi Laki Laki í Indónesíu. Gosmökkurinn fór í allt að 18 kílómetra hæð og kastaðist yfir nærliggjandi þorp. Ekki hefur verið greint frá dauðsföllum. Í frétt AP kemur fram að eldfjallið hafi verið skilgreint á hæsta stigi og verið á neyðarstigi frá 18. júní og skilgreint hættusvæði verið um sjö kílómetrar í kringum fjallið. Í frétt AP segir einnig að Jarðfræðistofnun Indónesíu hafi greint frá því að aska með steinum og hrauni hafi runnið niður um fimm kílómetra niður fjallið á meðan eldgosið varði. Myndbönd úr drónum sýndu að hraun fyllti gíg eldfjallsins sem gæfi til kynna að virknin næði djúpt niður og hrinti af stað jarðskjálftum. Aska hefur ekki náð svo hátt til himins síðan stórt eldgos varð í fjallinu í nóvember 2024. Þá létust níu manns og tugir slösuðust. Síðasta eldgos í fjallinu varð í mars. Fjallið er í suðausturhluta eyjunnar Flores á Indónesíu. Vísir/EPA Haft er eftir Muhammad Wafid, yfirmanni Jarðfræðistofnunarinnar, að líkurnar á hættu verði meiri við svo stórt eldgos auk þess sem líkurnar verði meiri á að eldgosið gæti haft áhrif á flugumferð. „Við munum endurmeta þörfina á að stækka hættusvæðið þar sem þarf að rýma þorp og stöðva ferðaþjónustu,“ sagði Wafid í samtali við AP. Virkt eldfjallasvæði Í kjölfar eldgoss snemma á síðasta ári þurftu um 6.500 manns að yfirgefa eyjuna auk þess sem flugvelli hennar var lokað. Hann hefur verið lokaður síðan vegna mikillar virkni í eldfjallinu. Fjallið er 1.584 metrar á hæð og er tvíburaeldfjall Lewotobi Perempuan í Flores Timur. Eldgosið sem hófst í morgun er eitt það stærsta í Indónesíu frá 2010 þegar eldfjallið Merapi gaus á eyjunni Java. Þá létust 353 auk þess sem það þurfti að rýma 3.500 manns af eyjunni. Um 280 milljónir manns búa á Indónesíu sem er eyjaklasi. Um 120 virk eldfjöll eru á eyjunum og er svæðið eitt það virkasta í heiminum. Indónesía Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. 18. apríl 2024 10:19 Fundu níu lík til viðbótar á Marapi Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 5. desember 2023 16:39 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Í frétt AP kemur fram að eldfjallið hafi verið skilgreint á hæsta stigi og verið á neyðarstigi frá 18. júní og skilgreint hættusvæði verið um sjö kílómetrar í kringum fjallið. Í frétt AP segir einnig að Jarðfræðistofnun Indónesíu hafi greint frá því að aska með steinum og hrauni hafi runnið niður um fimm kílómetra niður fjallið á meðan eldgosið varði. Myndbönd úr drónum sýndu að hraun fyllti gíg eldfjallsins sem gæfi til kynna að virknin næði djúpt niður og hrinti af stað jarðskjálftum. Aska hefur ekki náð svo hátt til himins síðan stórt eldgos varð í fjallinu í nóvember 2024. Þá létust níu manns og tugir slösuðust. Síðasta eldgos í fjallinu varð í mars. Fjallið er í suðausturhluta eyjunnar Flores á Indónesíu. Vísir/EPA Haft er eftir Muhammad Wafid, yfirmanni Jarðfræðistofnunarinnar, að líkurnar á hættu verði meiri við svo stórt eldgos auk þess sem líkurnar verði meiri á að eldgosið gæti haft áhrif á flugumferð. „Við munum endurmeta þörfina á að stækka hættusvæðið þar sem þarf að rýma þorp og stöðva ferðaþjónustu,“ sagði Wafid í samtali við AP. Virkt eldfjallasvæði Í kjölfar eldgoss snemma á síðasta ári þurftu um 6.500 manns að yfirgefa eyjuna auk þess sem flugvelli hennar var lokað. Hann hefur verið lokaður síðan vegna mikillar virkni í eldfjallinu. Fjallið er 1.584 metrar á hæð og er tvíburaeldfjall Lewotobi Perempuan í Flores Timur. Eldgosið sem hófst í morgun er eitt það stærsta í Indónesíu frá 2010 þegar eldfjallið Merapi gaus á eyjunni Java. Þá létust 353 auk þess sem það þurfti að rýma 3.500 manns af eyjunni. Um 280 milljónir manns búa á Indónesíu sem er eyjaklasi. Um 120 virk eldfjöll eru á eyjunum og er svæðið eitt það virkasta í heiminum.
Indónesía Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. 18. apríl 2024 10:19 Fundu níu lík til viðbótar á Marapi Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 5. desember 2023 16:39 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. 18. apríl 2024 10:19
Fundu níu lík til viðbótar á Marapi Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 5. desember 2023 16:39