Arion og Kvika í samrunaviðræður Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. júlí 2025 21:36 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, og Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku. vísir Stjórn Kviku banka hefur samþykkt að verða við beiðni stjórnar Arion banka um að hefja formlegar samrunaviðræður milli bankanna, og hefur viljayfirlýsing þess efnis verið undirrituð af hálfu beggja aðila. Frá þessu greindi Kvika í kauphallartilkynningu um hálftíuleytið í kvöld. „Í viðræðum um sameiningu félaganna er lagt til grundvallar að viðskiptagengið verði 19,17 krónur á hvern hlut í Kviku banka og 174,5 krónur á hlut fyrir Arion banka í væntum samruna.“ „Þannig munu hluthafar Kviku eignast 485.237.822 nýja hluti í sameinuðu félagi sem jafngildir 26% hlut. Gert er ráð fyrir sanngjarnri leiðréttingu skiptihlutfalla komi til úthlutunar af fjármunum félaganna til hluthafa fram til þess dags er samruninn tæki gildi.“ „Búist er við að viðræðurnar muni fara fram á næstu vikum og verður nánar upplýst um framvindu þegar ástæða er til og í samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu bankans,“ segir í tilkynningu. Arion banki og Íslandsbanki óskuðu báðir eftir samrunaviðræðum við Kviku banka í maí, og fór það svo að Kvika hafnaði báðum tilboðunum og sagði hvorugt nógu gott. Arion og Íslandsbanki ítrekuðu svo báðir ósk sína um að sameinast bankanum í gær, og virðist Arion hafa boðið betur. Arion hefur einnig sent tilkynningu til Kauphallar þar sem sagt er frá samrunaviðræðunum. „Tækifærin sem felast í samruna félaganna eru fjölmörg, bæði fyrir viðskiptavini og hluthafa. Gangi ferlið eftir verður til öflugur banki sem er einstaklega vel í stakk búinn að mæta fjölbreyttum fjármálaþörfum einstaklinga, fyrirtækja og fjárfesta,“ segir í tilkynningu Arion banka. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að stjórn Kviku hafi hafnað beiðni Íslandsbanka um samrunaviðræður. „Íslandsbanki hefur áður gefið út að bankinn hafi til skoðunar tækifæri til bæði innri og ytri vaxtar og mun bankinn áfram skoða hagkvæmustu leiðir til að nýta umfram eigið fé.“ „Það er mat stjórnar Íslandsbanka að það felist ýmis tækifæri til frekari samþættingar á fjármálamarkaði innanlands en einnig séu tækifæri til vaxtar erlendis. Bankinn mun áfram horfa til virðisaukningar fyrir bæði viðskiptavini og hluthafa bankans,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Fréttin hefur verið uppfærð Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Kvika segir hvorugt tilboð nægilega gott Kvika banki hefur afþakkað boð bæði Arion banka og Íslandsbanka upp í samrunadans. Stjórn bankans telur tilboðin hvorugt endurspegla virði Kviku. 13. júní 2025 15:58 Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Stjórn Íslandsbanka annars vegar og stjórn Arion banka hins vegar hafa báðar óskað eftir að hafnar verði samrunaviðræður við Kviku banka. Ritstjóri Innherja segir tilkynningarnar ekki koma á óvart en bæði séu kostir og gallar við báða samruna. Ekki er vitað hvort stjórn Kviku vilji eiga í samrunaviðræðum. 28. maí 2025 22:21 Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggja. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. 28. maí 2025 09:25 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Frá þessu greindi Kvika í kauphallartilkynningu um hálftíuleytið í kvöld. „Í viðræðum um sameiningu félaganna er lagt til grundvallar að viðskiptagengið verði 19,17 krónur á hvern hlut í Kviku banka og 174,5 krónur á hlut fyrir Arion banka í væntum samruna.“ „Þannig munu hluthafar Kviku eignast 485.237.822 nýja hluti í sameinuðu félagi sem jafngildir 26% hlut. Gert er ráð fyrir sanngjarnri leiðréttingu skiptihlutfalla komi til úthlutunar af fjármunum félaganna til hluthafa fram til þess dags er samruninn tæki gildi.“ „Búist er við að viðræðurnar muni fara fram á næstu vikum og verður nánar upplýst um framvindu þegar ástæða er til og í samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu bankans,“ segir í tilkynningu. Arion banki og Íslandsbanki óskuðu báðir eftir samrunaviðræðum við Kviku banka í maí, og fór það svo að Kvika hafnaði báðum tilboðunum og sagði hvorugt nógu gott. Arion og Íslandsbanki ítrekuðu svo báðir ósk sína um að sameinast bankanum í gær, og virðist Arion hafa boðið betur. Arion hefur einnig sent tilkynningu til Kauphallar þar sem sagt er frá samrunaviðræðunum. „Tækifærin sem felast í samruna félaganna eru fjölmörg, bæði fyrir viðskiptavini og hluthafa. Gangi ferlið eftir verður til öflugur banki sem er einstaklega vel í stakk búinn að mæta fjölbreyttum fjármálaþörfum einstaklinga, fyrirtækja og fjárfesta,“ segir í tilkynningu Arion banka. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að stjórn Kviku hafi hafnað beiðni Íslandsbanka um samrunaviðræður. „Íslandsbanki hefur áður gefið út að bankinn hafi til skoðunar tækifæri til bæði innri og ytri vaxtar og mun bankinn áfram skoða hagkvæmustu leiðir til að nýta umfram eigið fé.“ „Það er mat stjórnar Íslandsbanka að það felist ýmis tækifæri til frekari samþættingar á fjármálamarkaði innanlands en einnig séu tækifæri til vaxtar erlendis. Bankinn mun áfram horfa til virðisaukningar fyrir bæði viðskiptavini og hluthafa bankans,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Fréttin hefur verið uppfærð
Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Kvika segir hvorugt tilboð nægilega gott Kvika banki hefur afþakkað boð bæði Arion banka og Íslandsbanka upp í samrunadans. Stjórn bankans telur tilboðin hvorugt endurspegla virði Kviku. 13. júní 2025 15:58 Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Stjórn Íslandsbanka annars vegar og stjórn Arion banka hins vegar hafa báðar óskað eftir að hafnar verði samrunaviðræður við Kviku banka. Ritstjóri Innherja segir tilkynningarnar ekki koma á óvart en bæði séu kostir og gallar við báða samruna. Ekki er vitað hvort stjórn Kviku vilji eiga í samrunaviðræðum. 28. maí 2025 22:21 Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggja. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. 28. maí 2025 09:25 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Kvika segir hvorugt tilboð nægilega gott Kvika banki hefur afþakkað boð bæði Arion banka og Íslandsbanka upp í samrunadans. Stjórn bankans telur tilboðin hvorugt endurspegla virði Kviku. 13. júní 2025 15:58
Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Stjórn Íslandsbanka annars vegar og stjórn Arion banka hins vegar hafa báðar óskað eftir að hafnar verði samrunaviðræður við Kviku banka. Ritstjóri Innherja segir tilkynningarnar ekki koma á óvart en bæði séu kostir og gallar við báða samruna. Ekki er vitað hvort stjórn Kviku vilji eiga í samrunaviðræðum. 28. maí 2025 22:21
Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggja. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. 28. maí 2025 09:25