Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júlí 2025 23:29 Björn Gíslason er Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Unnið er að umfangsmiklum breytingum við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls í Árbænum. Árbæingur segir ljóst að eftir framkvæmdirnar verði umferðartafir á svæðinu gríðarlegar og segir fleiri íbúa í hverfinu mjög áhyggjufulla. Nýlega hófust framkvæmdir við gatnamótin en á næstunni verður farið framkvæmdir við fimm gatnamót Höfðabakka til að bæta umferðaröryggi og aðgengi vegfarenda. Hingað til hafa verið þrjú framhjáhlaup á gatnamótunum. Brátt hverfa tvö þeirra á brott og í stað verða hægri beygjurnar ljósastýrðar. Ártúnsmegin hverfur fráreinin alveg, en Árbæjarmegin verður umferðarljósum komið fyrir við núverandi frárein. Borgin áætlar að afköst og þjónustustig gatnamótanna breytist ekki mikið, en því er Björn Gíslason, borgarfulltrúi og Árbæingur, ekki sammála. „Það gefur auga leið, þetta verður mjög þungt. Það eru mjög mörg fyrirtæki og stofnanir í Hálsahverfi og margir sem eru á leið í Breiðholt, Kópavog og Hafnarfjörð. Það segir sig sjálft að það verður algjör umferðarstappa hérna á Bæjarhálsinum. Áhyggjur Árbæinga eru líka, og mínar sérstaklega sem fyrrverandi slökkviliðsmaður, vegna þess að hér er slökkvistöð í Tunguhálsi. Það verður mjög erfitt fyrir þá að komast leiðar sinnar á þessum álagstímum,“ segir Björn. Fráreinin fremst á myndinni til hægri verður ljósastýrð eftir breytinguna, en fráreinin efst til hægri verður fjarlægð. Vísir/Sigurjón Hann fagnar því að það eigi að uppfæra ljósastýringabúnað við gatnamótin, en bendir á að það sé nú þegar til mun öruggari leið fyrir gangandi og hjólandi. „Það er ekki mikil umferð gangandi og hjólandi um þessi gatnamót, enda eru hér fimmtíu metrum neðar undirgöng undir Höfðabakkann sem fólk nýtir sér. Sérstaklega íbúar í Árbæ og Ártúnsholti. Það skiptir sköpum,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu undirganganna. Björn hefur rætt við fjölda íbúa í hverfinu sem hafa áhyggjur af breytingunni. „Þeir hafa áhyggjur af þessu. Þeir komast á fleiri stöðum út úr hverfinu, en þessi leið er mikið farin af Árbæingum. En ég held að það breytist eitthvað núna, menn eru farnir að skoða aðrar leiðir héðan út úr hverfinu,“ segir Björn. Reykjavík Vegagerð Samgöngur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Nýlega hófust framkvæmdir við gatnamótin en á næstunni verður farið framkvæmdir við fimm gatnamót Höfðabakka til að bæta umferðaröryggi og aðgengi vegfarenda. Hingað til hafa verið þrjú framhjáhlaup á gatnamótunum. Brátt hverfa tvö þeirra á brott og í stað verða hægri beygjurnar ljósastýrðar. Ártúnsmegin hverfur fráreinin alveg, en Árbæjarmegin verður umferðarljósum komið fyrir við núverandi frárein. Borgin áætlar að afköst og þjónustustig gatnamótanna breytist ekki mikið, en því er Björn Gíslason, borgarfulltrúi og Árbæingur, ekki sammála. „Það gefur auga leið, þetta verður mjög þungt. Það eru mjög mörg fyrirtæki og stofnanir í Hálsahverfi og margir sem eru á leið í Breiðholt, Kópavog og Hafnarfjörð. Það segir sig sjálft að það verður algjör umferðarstappa hérna á Bæjarhálsinum. Áhyggjur Árbæinga eru líka, og mínar sérstaklega sem fyrrverandi slökkviliðsmaður, vegna þess að hér er slökkvistöð í Tunguhálsi. Það verður mjög erfitt fyrir þá að komast leiðar sinnar á þessum álagstímum,“ segir Björn. Fráreinin fremst á myndinni til hægri verður ljósastýrð eftir breytinguna, en fráreinin efst til hægri verður fjarlægð. Vísir/Sigurjón Hann fagnar því að það eigi að uppfæra ljósastýringabúnað við gatnamótin, en bendir á að það sé nú þegar til mun öruggari leið fyrir gangandi og hjólandi. „Það er ekki mikil umferð gangandi og hjólandi um þessi gatnamót, enda eru hér fimmtíu metrum neðar undirgöng undir Höfðabakkann sem fólk nýtir sér. Sérstaklega íbúar í Árbæ og Ártúnsholti. Það skiptir sköpum,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu undirganganna. Björn hefur rætt við fjölda íbúa í hverfinu sem hafa áhyggjur af breytingunni. „Þeir hafa áhyggjur af þessu. Þeir komast á fleiri stöðum út úr hverfinu, en þessi leið er mikið farin af Árbæingum. En ég held að það breytist eitthvað núna, menn eru farnir að skoða aðrar leiðir héðan út úr hverfinu,“ segir Björn.
Reykjavík Vegagerð Samgöngur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira