Innlent

Gæsluvarðhald frönsku konunnar fram­lengt

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Tilkynnt var um andlát fólksins á Edition-hótelinu á laugardagsmorgun.
Tilkynnt var um andlát fólksins á Edition-hótelinu á laugardagsmorgun. Vísir/Vilhelm

Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hún sætir gæsluvarðhaldi til 31. júlí á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Konan var handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald þann 15. júní síðastliðinn en starfsmaður Edition-hótelsins í miðborg Reykjavíkur kom að eiginmanni hennar og dóttur látnum og henni særðri. Hjónin voru á sextugsaldri og dóttirin var á þrítugsaldri.

Þetta segir í fréttatilkyninngu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún dvaldi lengi á sjúkrahúsi eftir að komið var að henni. Hún var með stungusár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×