Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Árni Sæberg skrifar 3. júlí 2025 15:58 Silja Bára Ómarsdóttir, nýsleginn rektor HÍ, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir Félag atvinnurekenda hefur sent nýjum rektor Háskóla Íslands, Silju Báru Ómarsdóttur, erindi og farið fram á að rektor sjái til þess að HÍ uppfylli ákvæði samkeppnislaga og tilmæli stjórnvalda með því að rekstur Endurmenntunar HÍ verði bókhalds- og stjórnunarlega aðskilinn öðrum rekstri skólans. Í umfjöllun á vef Félags atvinnurekenda, sem hefur um árabil krafið háskólann um það sama, segir að Endurmenntun ástundi harða samkeppni við einkarekin fyrirtæki á sviði endur- og símenntunar. Í erindi FA komi fram að vegna skorts á fjárhagslegum aðskilnaði hafi einkareknir keppinautar Endurmenntunar enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fjárframlögum skattgreiðenda til HÍ. Einu viðbrögðin að segjast fara að lögum Í erindi FA til rektors sé vitnað til samkeppnislaga, sem kveði á um að Samkeppniseftirlitið geti mælt fyrir um að samkeppnisrekstur opinberra stofnana sé aðgreindur frá öðrum rekstri og ekki niðurgreiddur af starfsemi sem njóti einkaleyfis eða verndar. Jafnframt sé vitnað til bréfs eftirlitsins til þáverandi mennta- og menningarmálaráðuneytis árið 2021, en eftirlitið hefði þá mælst til þess við ráðuneytið að það færi þess á leit við opinberu háskólana að þeir birtu opinberlega upplýsingar um hvernig fjárhagslegum aðskilnaði er háttað á milli annars vegar þess rekstrar sem rekinn er að hluta til eða öllu leyti af opinberu fé og hins vegar þeirrar starfsemi sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila. „Að mati Samkeppniseftirlitsins er eðlilegt að fagráðuneyti málaflokksins geri kröfu um þetta í samhengi við fjárveitingar til viðkomandi skóla,“ hefði sagt í erindi Samkeppniseftirlitsins. Í erindi FA sé því jafnframt lýst að einu viðbrögð HÍ hefðu verið þau, eftir áralangan eftirrekstur FA, að birta eftirfarandi klausu á vef háskólans: „Rekstur Endurmenntunar HÍ byggir eingöngu á eigin tekjum, þ.e. námskeiðsgjöldum. Endurmenntun HÍ nýtur engra opinberra fjárframlaga.“ Ófullnægjandi viðbrögð „Að mati FA eru þetta allsendis ófullnægjandi viðbrögð af hálfu HÍ. Endurmenntun er rekin á sömu kennitölu og HÍ, engin grein er gerð fyrir rekstri hennar sérstaklega í ársreikningi HÍ og ekkert sérstakt rekstraryfirlit er birt. Þegar sagt er að Endurmenntun njóti engra opinberra fjárveitinga vantar alveg að gerð sé grein fyrir því í rekstraryfirliti, sem er aðgengilegt fyrir keppinauta Endurmenntunar, hvernig t.d. aðgangur hennar að húsnæði, yfirstjórn, markaðssetningu og vörumerki Háskóla Íslands er verðlagður. Einkarekin fræðslufyrirtæki, sem Endurmenntun keppir grimmt við, hafa þannig enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fjárframlögum skattgreiðenda til HÍ,“ segi í erindi FA. FA veki einnig athygli rektors á stefnu og leiðbeiningum fjármálaráðuneytins um fjárhags- og stjórnunarlegan aðskilnað samkeppnisrekstrar opinberra aðila. Í stefnunni, sem gefin var út 1997, segi: „Ef tekjur stofnunar af samkeppnisrekstri eru hærri en 50 m.kr. eða markaðshlutdeild hans er meiri en 15% af skilgreindum markaði, skal eiga sér stað fjárhagslegur og stjórnunarlegur aðskilnaður milli samkeppnisrekstrarins og annarrar starfsemi stofnunarinnar.“ Sé 50 milljóna króna talan framreiknuð til dagsins í dag séu það um 180 milljónir króna. Í ársreikningi HÍ árið 2013 hafi verið sagt frá því í skýringum að tekjur HÍ af endurmenntun það ár hefðu numið 470 milljónum, en engar slíkar upplýsingar hafi verið birtar undanfarin ár þannig að ekki liggur fyrir hvert umfang rekstrarins er. „FA dregur þó í efa að tekjurnar hafi dregist saman.“ Enginn frambjóðandi brást við opnum bréfum Loks segir að í erindinu hafi FA rifjað upp að engin svör hafi borist frá rektor eða öðrum frambjóðendum til rektorsembættisins þegar framkvæmdastjóri FA skrifaði þeim tvö opin bréf í febrúar og mars síðastliðnum, þegar rektorskjör stóð yfir, og óskaði eftir afstöðu þeirra til samkeppnishátta HÍ. „FA leyfir sér engu að síður að trúa því ekki að óreyndu að rektor vilji hunza samkeppnislöggjöfina, tilmæli Samkeppniseftirlitsins og stefnu og leiðbeiningar stjórnvalda um fjárhagslegan og stjórnunarlegan aðskilnað samkeppnisrekstrar frá öðrum rekstri. FA fer þess eindregið á leit við rektor að hún beiti sér fyrir því að greinargóðar og sannreynanlegar upplýsingar um rekstrar- og stjórnunarlegan aðskilnað Endurmenntunar HÍ frá annarri starfsemi skólans verði birtar opinberlega.“ Háskólar Atvinnurekendur Skóla- og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Í umfjöllun á vef Félags atvinnurekenda, sem hefur um árabil krafið háskólann um það sama, segir að Endurmenntun ástundi harða samkeppni við einkarekin fyrirtæki á sviði endur- og símenntunar. Í erindi FA komi fram að vegna skorts á fjárhagslegum aðskilnaði hafi einkareknir keppinautar Endurmenntunar enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fjárframlögum skattgreiðenda til HÍ. Einu viðbrögðin að segjast fara að lögum Í erindi FA til rektors sé vitnað til samkeppnislaga, sem kveði á um að Samkeppniseftirlitið geti mælt fyrir um að samkeppnisrekstur opinberra stofnana sé aðgreindur frá öðrum rekstri og ekki niðurgreiddur af starfsemi sem njóti einkaleyfis eða verndar. Jafnframt sé vitnað til bréfs eftirlitsins til þáverandi mennta- og menningarmálaráðuneytis árið 2021, en eftirlitið hefði þá mælst til þess við ráðuneytið að það færi þess á leit við opinberu háskólana að þeir birtu opinberlega upplýsingar um hvernig fjárhagslegum aðskilnaði er háttað á milli annars vegar þess rekstrar sem rekinn er að hluta til eða öllu leyti af opinberu fé og hins vegar þeirrar starfsemi sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila. „Að mati Samkeppniseftirlitsins er eðlilegt að fagráðuneyti málaflokksins geri kröfu um þetta í samhengi við fjárveitingar til viðkomandi skóla,“ hefði sagt í erindi Samkeppniseftirlitsins. Í erindi FA sé því jafnframt lýst að einu viðbrögð HÍ hefðu verið þau, eftir áralangan eftirrekstur FA, að birta eftirfarandi klausu á vef háskólans: „Rekstur Endurmenntunar HÍ byggir eingöngu á eigin tekjum, þ.e. námskeiðsgjöldum. Endurmenntun HÍ nýtur engra opinberra fjárframlaga.“ Ófullnægjandi viðbrögð „Að mati FA eru þetta allsendis ófullnægjandi viðbrögð af hálfu HÍ. Endurmenntun er rekin á sömu kennitölu og HÍ, engin grein er gerð fyrir rekstri hennar sérstaklega í ársreikningi HÍ og ekkert sérstakt rekstraryfirlit er birt. Þegar sagt er að Endurmenntun njóti engra opinberra fjárveitinga vantar alveg að gerð sé grein fyrir því í rekstraryfirliti, sem er aðgengilegt fyrir keppinauta Endurmenntunar, hvernig t.d. aðgangur hennar að húsnæði, yfirstjórn, markaðssetningu og vörumerki Háskóla Íslands er verðlagður. Einkarekin fræðslufyrirtæki, sem Endurmenntun keppir grimmt við, hafa þannig enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fjárframlögum skattgreiðenda til HÍ,“ segi í erindi FA. FA veki einnig athygli rektors á stefnu og leiðbeiningum fjármálaráðuneytins um fjárhags- og stjórnunarlegan aðskilnað samkeppnisrekstrar opinberra aðila. Í stefnunni, sem gefin var út 1997, segi: „Ef tekjur stofnunar af samkeppnisrekstri eru hærri en 50 m.kr. eða markaðshlutdeild hans er meiri en 15% af skilgreindum markaði, skal eiga sér stað fjárhagslegur og stjórnunarlegur aðskilnaður milli samkeppnisrekstrarins og annarrar starfsemi stofnunarinnar.“ Sé 50 milljóna króna talan framreiknuð til dagsins í dag séu það um 180 milljónir króna. Í ársreikningi HÍ árið 2013 hafi verið sagt frá því í skýringum að tekjur HÍ af endurmenntun það ár hefðu numið 470 milljónum, en engar slíkar upplýsingar hafi verið birtar undanfarin ár þannig að ekki liggur fyrir hvert umfang rekstrarins er. „FA dregur þó í efa að tekjurnar hafi dregist saman.“ Enginn frambjóðandi brást við opnum bréfum Loks segir að í erindinu hafi FA rifjað upp að engin svör hafi borist frá rektor eða öðrum frambjóðendum til rektorsembættisins þegar framkvæmdastjóri FA skrifaði þeim tvö opin bréf í febrúar og mars síðastliðnum, þegar rektorskjör stóð yfir, og óskaði eftir afstöðu þeirra til samkeppnishátta HÍ. „FA leyfir sér engu að síður að trúa því ekki að óreyndu að rektor vilji hunza samkeppnislöggjöfina, tilmæli Samkeppniseftirlitsins og stefnu og leiðbeiningar stjórnvalda um fjárhagslegan og stjórnunarlegan aðskilnað samkeppnisrekstrar frá öðrum rekstri. FA fer þess eindregið á leit við rektor að hún beiti sér fyrir því að greinargóðar og sannreynanlegar upplýsingar um rekstrar- og stjórnunarlegan aðskilnað Endurmenntunar HÍ frá annarri starfsemi skólans verði birtar opinberlega.“
Háskólar Atvinnurekendur Skóla- og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira