Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. júlí 2025 14:08 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hefur verið harðorður í garð stjórnvalda undanfarin ár vegna þess hve illa gengu að semja við flugmenn. Vísir/Vilhelm Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir Landhelgisgæsluna þrýsta á flugmenn sína að standa vaktir þó þeir séu búnir með hámarksvakttíma, séu í veikindum eða orlofi. Slíkt gangi gegn öllum reglum varðandi flugöryggi og réttindi flugmanna. Viðræður um nýjan kjarasamning flugmanna gæslunnar hafa staðið yfir í fimm ár. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna stöðu flugmanna Landhelgisgæslunnar. Flugmenn Landhelgisgæslunnar bíða enn eftir nýjum kjarasamningi en viðræður um hann hafi staðið yfir í fimm ár. „Á sama tíma hafa flugmenn LHG lagt allt sitt undir til að halda uppi háu þjónustustigi þrátt fyrir undirmönnun og hægan samningsvilja af hálfu ríkisins,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt segir þar að Landhelgisgæslan þrýsti á flugmenn að standa vaktina þrátt fyrir að hámarki vakttíma hafi verið náð eða þeir séu í orlofi eða veikindum. Slíkt gangi gegn öllum reglum varðandi flugöryggi og réttindi flugmanna. Félagið lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðunni þar sem við blasi háannatími útkalla yfir sumartímann. Hættu skyndilega við rétt fyrir vöfflukaffi FÍA segir viðræður um nýjan kjarasamning fyrst og fremst hafa tafist að tilstuðlan samninganefndar ríkisins (SNR). „Unnið hefur verið að nýjum heildstæðum samningi í hartnær tvö ár þar sem unnið hefur verið að lausn á þeim deilumálum sem út af stóðu og boðað hafi verið til vöfflukaffis hjá ríkissáttasemjara í lok júní. Á þeim tímapunkti hafi SNR þó skyndilega dregið alla vinnuna til baka og ekki hefur verið boðað til fundar af hálfu ríkissáttasemjara síðan þá,“ segir í tilkynningunni. Fjármálaráðuneytið ráðist með þessu á verkfallsréttalausa starfsstétt en enn alvarlegra sé að flugöryggi Landhelgisgæslunnar sé stefnt í hættu með grafalvarlegum afleiðingum. „Virðingarleysi stjórnvalda gagnvart þessari mikilvægu framvarðasveit landsins er með öllu óásættanlegt að mati FÍA,“ segir í tilkynningunni. Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár. 8. maí 2022 19:55 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna stöðu flugmanna Landhelgisgæslunnar. Flugmenn Landhelgisgæslunnar bíða enn eftir nýjum kjarasamningi en viðræður um hann hafi staðið yfir í fimm ár. „Á sama tíma hafa flugmenn LHG lagt allt sitt undir til að halda uppi háu þjónustustigi þrátt fyrir undirmönnun og hægan samningsvilja af hálfu ríkisins,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt segir þar að Landhelgisgæslan þrýsti á flugmenn að standa vaktina þrátt fyrir að hámarki vakttíma hafi verið náð eða þeir séu í orlofi eða veikindum. Slíkt gangi gegn öllum reglum varðandi flugöryggi og réttindi flugmanna. Félagið lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðunni þar sem við blasi háannatími útkalla yfir sumartímann. Hættu skyndilega við rétt fyrir vöfflukaffi FÍA segir viðræður um nýjan kjarasamning fyrst og fremst hafa tafist að tilstuðlan samninganefndar ríkisins (SNR). „Unnið hefur verið að nýjum heildstæðum samningi í hartnær tvö ár þar sem unnið hefur verið að lausn á þeim deilumálum sem út af stóðu og boðað hafi verið til vöfflukaffis hjá ríkissáttasemjara í lok júní. Á þeim tímapunkti hafi SNR þó skyndilega dregið alla vinnuna til baka og ekki hefur verið boðað til fundar af hálfu ríkissáttasemjara síðan þá,“ segir í tilkynningunni. Fjármálaráðuneytið ráðist með þessu á verkfallsréttalausa starfsstétt en enn alvarlegra sé að flugöryggi Landhelgisgæslunnar sé stefnt í hættu með grafalvarlegum afleiðingum. „Virðingarleysi stjórnvalda gagnvart þessari mikilvægu framvarðasveit landsins er með öllu óásættanlegt að mati FÍA,“ segir í tilkynningunni.
Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár. 8. maí 2022 19:55 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár. 8. maí 2022 19:55
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent