Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. júlí 2025 14:08 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hefur verið harðorður í garð stjórnvalda undanfarin ár vegna þess hve illa gengu að semja við flugmenn. Vísir/Vilhelm Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir Landhelgisgæsluna þrýsta á flugmenn sína að standa vaktir þó þeir séu búnir með hámarksvakttíma, séu í veikindum eða orlofi. Slíkt gangi gegn öllum reglum varðandi flugöryggi og réttindi flugmanna. Viðræður um nýjan kjarasamning flugmanna gæslunnar hafa staðið yfir í fimm ár. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna stöðu flugmanna Landhelgisgæslunnar. Flugmenn Landhelgisgæslunnar bíða enn eftir nýjum kjarasamningi en viðræður um hann hafi staðið yfir í fimm ár. „Á sama tíma hafa flugmenn LHG lagt allt sitt undir til að halda uppi háu þjónustustigi þrátt fyrir undirmönnun og hægan samningsvilja af hálfu ríkisins,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt segir þar að Landhelgisgæslan þrýsti á flugmenn að standa vaktina þrátt fyrir að hámarki vakttíma hafi verið náð eða þeir séu í orlofi eða veikindum. Slíkt gangi gegn öllum reglum varðandi flugöryggi og réttindi flugmanna. Félagið lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðunni þar sem við blasi háannatími útkalla yfir sumartímann. Hættu skyndilega við rétt fyrir vöfflukaffi FÍA segir viðræður um nýjan kjarasamning fyrst og fremst hafa tafist að tilstuðlan samninganefndar ríkisins (SNR). „Unnið hefur verið að nýjum heildstæðum samningi í hartnær tvö ár þar sem unnið hefur verið að lausn á þeim deilumálum sem út af stóðu og boðað hafi verið til vöfflukaffis hjá ríkissáttasemjara í lok júní. Á þeim tímapunkti hafi SNR þó skyndilega dregið alla vinnuna til baka og ekki hefur verið boðað til fundar af hálfu ríkissáttasemjara síðan þá,“ segir í tilkynningunni. Fjármálaráðuneytið ráðist með þessu á verkfallsréttalausa starfsstétt en enn alvarlegra sé að flugöryggi Landhelgisgæslunnar sé stefnt í hættu með grafalvarlegum afleiðingum. „Virðingarleysi stjórnvalda gagnvart þessari mikilvægu framvarðasveit landsins er með öllu óásættanlegt að mati FÍA,“ segir í tilkynningunni. Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár. 8. maí 2022 19:55 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna stöðu flugmanna Landhelgisgæslunnar. Flugmenn Landhelgisgæslunnar bíða enn eftir nýjum kjarasamningi en viðræður um hann hafi staðið yfir í fimm ár. „Á sama tíma hafa flugmenn LHG lagt allt sitt undir til að halda uppi háu þjónustustigi þrátt fyrir undirmönnun og hægan samningsvilja af hálfu ríkisins,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt segir þar að Landhelgisgæslan þrýsti á flugmenn að standa vaktina þrátt fyrir að hámarki vakttíma hafi verið náð eða þeir séu í orlofi eða veikindum. Slíkt gangi gegn öllum reglum varðandi flugöryggi og réttindi flugmanna. Félagið lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðunni þar sem við blasi háannatími útkalla yfir sumartímann. Hættu skyndilega við rétt fyrir vöfflukaffi FÍA segir viðræður um nýjan kjarasamning fyrst og fremst hafa tafist að tilstuðlan samninganefndar ríkisins (SNR). „Unnið hefur verið að nýjum heildstæðum samningi í hartnær tvö ár þar sem unnið hefur verið að lausn á þeim deilumálum sem út af stóðu og boðað hafi verið til vöfflukaffis hjá ríkissáttasemjara í lok júní. Á þeim tímapunkti hafi SNR þó skyndilega dregið alla vinnuna til baka og ekki hefur verið boðað til fundar af hálfu ríkissáttasemjara síðan þá,“ segir í tilkynningunni. Fjármálaráðuneytið ráðist með þessu á verkfallsréttalausa starfsstétt en enn alvarlegra sé að flugöryggi Landhelgisgæslunnar sé stefnt í hættu með grafalvarlegum afleiðingum. „Virðingarleysi stjórnvalda gagnvart þessari mikilvægu framvarðasveit landsins er með öllu óásættanlegt að mati FÍA,“ segir í tilkynningunni.
Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár. 8. maí 2022 19:55 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár. 8. maí 2022 19:55