Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2025 14:01 Bílastæðin umræddu fyrir framan Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði þar sem lögreglustöðin er nú til húsa. Já.is Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur hafnað beiðni lögreglustjórans á Vestfjörðum um tímabundin einkastæði í Hafnarstræti fyrir lögregluna sem neyddist til að flytja starfstöð sína vegna myglu. Forgangsakstur lögreglu fari illa saman við götulokun fyrir gangandi vegfarendur. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, sendi nefndinni tölvupóst þann 11. júní síðastliðinn með ósk um tímabundin afnot af fimm bílastæðum við Hafnarstræti sem liggur í gegnum miðbæ Ísafjarðar. Stæðin eru fyrir utan Stjórnsýsluhúsið svokallaða við Hafnarstræti 1. Helgi vísar til þess í bréfi sínu að mygla hafi komið upp á lögreglustöðinni í næsta nágrenni og lögreglan þurft að flytja alla starfsemi sína yfir í Stjórnsýsluhúsið. Þeim flutningum sé að mestu lokið. Inngangurinn á lögreglustöðinni áður en flytja þurfti hana vegna myglu.Vísir/Anton Brink Vegna flutninganna verði inngangur á lögreglustöðina nú Hafnarstrætismegin en þar séu fimm skammtímastæði sem sem virðist notuð sem langtímastæði fyrir fólk sem starfi í nágrenninu og virði alls ekki tilmæli um skammtímalagningu. Lögregla óski eftir því að fá þessi stæði sem einkastæði lögreglu og verði merkt sem slík. Lögregla lætur þess getið að hún geti ekki sektað fyrir brot gegn umræddri skammtímalagningu. Auk þess séu stæðin svo illa merkt að ökumenn komist upp með að leggja tveimur bílum á svæði sem virðist ekki ætlað til að lagt sé á. Helgi segir nauðsynlegt að merkja stæðin betur en sjötta stæði, ætlað fólki sem glímir við fötlun, geti haldið sér. Helgi segir að næstu misserin verði tuttugu til þrjátíu manns starfandi í Stjórnsýsluhúsinu en til frambúðar um tíu manns. Hafnarstrætið verði eftir breytingarnar aðalinngangur á lögreglustöðina og móttaka. Skemmtiferðaskip í höfn á Ísafirði.Vísir/ArnarHalldórs „Ég sé fyrir mér að þetta yrði tímabundið, þar til aðstæður breytast hjá okkur, en í framhaldi af bráðabirgðalagfæringum á „nýju“ löggustöðinni, mun verða farið í umfangsmiklar breytingar á „gamla“ hlutanum og á meðan á þeim lagfæringum stendur, þ.m.t. byggingu á tengibyggingu á milli gamla og nýja hlutans, mun portið fyrir framan bílskúrinn okkar ekki nýtast okkur vegna umferðar iðnaðarmanna og búnaðar þeirra. Meðan á þessu stendur munum við alfarið þurfa að nota aðalinnganginn í Hafnarstrætinu,“ segir Helgi. Þá bætir hann við að það geti stytt útkallstíma lögreglu séu bílastæðin ekki langt í burtu. „Og að lögreglumenn þurfi ekki að byrja á því að leita að lögreglubílum í bílastæðum í nágrenninu, þegar útkall kemur. Ég tel því að rök um öryggissjónarmið eigi við um þessa beiðni mína.“ Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti ekki tímabundin afnot lögreglu á bílastæðunum til að stytta útkallstíma. Nefndin sagði götulokun fyrir gangandi vegfarendur og forgangsakstur fara illa saman. Þar vísar nefndin til þess að Hafnarstrætinu er að stórum hluta lokað þegar fjölmennt er í bænum sem gerist reglulega yfir sumarið þegar stór skemmtiferðaskip eru í höfn. Fréttastofa ræddi við ferðamenn í bænum sumarið 2023. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að finna betri lausn að tímabundnum stæðum með lögreglustjóra. Ísafjarðarbær Lögreglan Bílastæði Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, sendi nefndinni tölvupóst þann 11. júní síðastliðinn með ósk um tímabundin afnot af fimm bílastæðum við Hafnarstræti sem liggur í gegnum miðbæ Ísafjarðar. Stæðin eru fyrir utan Stjórnsýsluhúsið svokallaða við Hafnarstræti 1. Helgi vísar til þess í bréfi sínu að mygla hafi komið upp á lögreglustöðinni í næsta nágrenni og lögreglan þurft að flytja alla starfsemi sína yfir í Stjórnsýsluhúsið. Þeim flutningum sé að mestu lokið. Inngangurinn á lögreglustöðinni áður en flytja þurfti hana vegna myglu.Vísir/Anton Brink Vegna flutninganna verði inngangur á lögreglustöðina nú Hafnarstrætismegin en þar séu fimm skammtímastæði sem sem virðist notuð sem langtímastæði fyrir fólk sem starfi í nágrenninu og virði alls ekki tilmæli um skammtímalagningu. Lögregla óski eftir því að fá þessi stæði sem einkastæði lögreglu og verði merkt sem slík. Lögregla lætur þess getið að hún geti ekki sektað fyrir brot gegn umræddri skammtímalagningu. Auk þess séu stæðin svo illa merkt að ökumenn komist upp með að leggja tveimur bílum á svæði sem virðist ekki ætlað til að lagt sé á. Helgi segir nauðsynlegt að merkja stæðin betur en sjötta stæði, ætlað fólki sem glímir við fötlun, geti haldið sér. Helgi segir að næstu misserin verði tuttugu til þrjátíu manns starfandi í Stjórnsýsluhúsinu en til frambúðar um tíu manns. Hafnarstrætið verði eftir breytingarnar aðalinngangur á lögreglustöðina og móttaka. Skemmtiferðaskip í höfn á Ísafirði.Vísir/ArnarHalldórs „Ég sé fyrir mér að þetta yrði tímabundið, þar til aðstæður breytast hjá okkur, en í framhaldi af bráðabirgðalagfæringum á „nýju“ löggustöðinni, mun verða farið í umfangsmiklar breytingar á „gamla“ hlutanum og á meðan á þeim lagfæringum stendur, þ.m.t. byggingu á tengibyggingu á milli gamla og nýja hlutans, mun portið fyrir framan bílskúrinn okkar ekki nýtast okkur vegna umferðar iðnaðarmanna og búnaðar þeirra. Meðan á þessu stendur munum við alfarið þurfa að nota aðalinnganginn í Hafnarstrætinu,“ segir Helgi. Þá bætir hann við að það geti stytt útkallstíma lögreglu séu bílastæðin ekki langt í burtu. „Og að lögreglumenn þurfi ekki að byrja á því að leita að lögreglubílum í bílastæðum í nágrenninu, þegar útkall kemur. Ég tel því að rök um öryggissjónarmið eigi við um þessa beiðni mína.“ Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti ekki tímabundin afnot lögreglu á bílastæðunum til að stytta útkallstíma. Nefndin sagði götulokun fyrir gangandi vegfarendur og forgangsakstur fara illa saman. Þar vísar nefndin til þess að Hafnarstrætinu er að stórum hluta lokað þegar fjölmennt er í bænum sem gerist reglulega yfir sumarið þegar stór skemmtiferðaskip eru í höfn. Fréttastofa ræddi við ferðamenn í bænum sumarið 2023. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að finna betri lausn að tímabundnum stæðum með lögreglustjóra.
Ísafjarðarbær Lögreglan Bílastæði Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira