Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2025 09:58 Þingmenn stjórnarandstöðunnar í þingsal í vor. Málþóf um veiðigjöld og bókun 35 hafa sett svip sinn á þingveturinn. Vísir/Anton Samfylkingin og Viðreisn eru einu flokkarnir sem fleiri telja hafa staðið sig vel en illa á síðasta þingvetri í skoðanakönnun Maskínu. Mikill minnihluti svarenda telur stjórnarandstöðuflokkanna þrjá hafa staðið sig vel og innan við fimmtungur að Flokkur fólksins hafi gert það. Spurt var hversu vel eða illa fólki fyndist flokkarnir hefðu staðið sig á þingvetrinum sem er að ljúka í könnun Maskínu sem var gerð dagana 20. til 24. júní. Tveir ríkisstjórnarflokkanna komu áberandi best út úr könnuninni. Þannig sögðust 47 prósent svarenda telja Samfylkinguna hafa staðið sig vel en 27 prósent illa. Rúmur fjórðungur taldi frammistöðuna í meðallagi. Viðreisn töldu 43 prósent hafa staðið sig vel en þrjátíu prósent illa. Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.Vísir/Anton Mun fleiri sögðu alla hina flokkana á þingi hafa staðið sig illa en vel, þar á meðal þriðja ríkisstjórnarflokkinn, Flokk fólksins. Aðeins átján prósent sögðu Flokk fólksins hafa staðið sig vel en 52 prósent illa. Tæpur þriðjungur taldi hann hafa staðið sig í meðallagi. Flokkurinn hefur glímt við ýmis konar vandræðamál í vetur og sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir meðal annars af sér sem menntamálaráðherra eftir að upplýst var um kynferðislegt samband hennar við ungan pilt fyrir nokkrum áratugum. Yfir sextíu prósent óánægð með frammistöðu stjórnarandstöðunnar Útreið stjórnarandstöðuflokkanna þriggja var enn verri en Flokks fólksins. Mun fleiri sögðu þá hafa staðið sig illa en vel. Sautján prósent sögðu Miðflokkinn hafa staðið sig vel en 64 prósent illa. Fimmtán prósent töldu Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið sig í stykkinu en 63 prósent illa. Framsóknarflokkurinn kom verst út. Aðeins níu prósent töldu hann hafa staðið sig vel en 62 prósent illa. Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Flokkur hans hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið.Vísir/Vilhelm Ekki var spurt nánar út í hvers vegna svarendur teldu flokkana hafa staðið sig vel eða illa. Maskína birti hins vegar í síðustu viku könnun sem benti til þess að svarendum mislíkaði málþóf á Alþingi. Þingveturinn hefur einkennst af málþófi stjórnarandstöðunnar, bæði um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og um svonefnda bókun 35. Enn sér ekki fyrir endann á þingvetrinum vegna þeirra tafa sem hafa orðið á dagskrá þingsins. Minnst ánægja á meðal sjálfstæðismanna með sinn flokk Þegar aðeins er litið til stuðningsmanna flokkanna sjálfra þarf ef til vill ekki að koma á óvart að kjósendur ríkisstjórnarflokkanna þriggja eru ánægðastir með frammistöðu síns flokks. Tæp 94 prósent þeirra sem sögðust kjósa Samfylkinguna voru þannig ánægð með frammistöðu flokksins og tæp 82 kjósenda Viðreisnar töldu sinn flokk hafa staðið sig vel. Tæplega þrír af hverjum fjórum kjósendum Flokks fólksins voru ánægðir með hann. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Hlutföllin voru lægri hjá stjórnarandstöðuflokkunum. Um og yfir 65 prósent kjósenda Miðflokksins og Framsóknarflokksins sögðu sína flokka hafa staðið sig vel. Rétt undir sextíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins töldu frammistöðu hans góða í vetur. Ólík sýn á frammistöðu samstarfsflokkanna Mun fleiri kjósendur Flokks fólksins eru ánægðir með frammistöðu samstarfsflokkanna í ríkisstjórn en hinna flokkanna tveggja með Flokk fólksins. Rúm 48 prósent kjósenda Flokks fólksins lýstu ánægju með Samfylkinguna og rúm 45 prósent með Viðreisn. Á móti taldi aðeins fjórðungur samfylkingarfólks í könnuninni Flokk fólksins hafa staðið sig vel og innan við fimmtungur viðreisnarfólks. Skoðanakannanir Alþingi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Spurt var hversu vel eða illa fólki fyndist flokkarnir hefðu staðið sig á þingvetrinum sem er að ljúka í könnun Maskínu sem var gerð dagana 20. til 24. júní. Tveir ríkisstjórnarflokkanna komu áberandi best út úr könnuninni. Þannig sögðust 47 prósent svarenda telja Samfylkinguna hafa staðið sig vel en 27 prósent illa. Rúmur fjórðungur taldi frammistöðuna í meðallagi. Viðreisn töldu 43 prósent hafa staðið sig vel en þrjátíu prósent illa. Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.Vísir/Anton Mun fleiri sögðu alla hina flokkana á þingi hafa staðið sig illa en vel, þar á meðal þriðja ríkisstjórnarflokkinn, Flokk fólksins. Aðeins átján prósent sögðu Flokk fólksins hafa staðið sig vel en 52 prósent illa. Tæpur þriðjungur taldi hann hafa staðið sig í meðallagi. Flokkurinn hefur glímt við ýmis konar vandræðamál í vetur og sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir meðal annars af sér sem menntamálaráðherra eftir að upplýst var um kynferðislegt samband hennar við ungan pilt fyrir nokkrum áratugum. Yfir sextíu prósent óánægð með frammistöðu stjórnarandstöðunnar Útreið stjórnarandstöðuflokkanna þriggja var enn verri en Flokks fólksins. Mun fleiri sögðu þá hafa staðið sig illa en vel. Sautján prósent sögðu Miðflokkinn hafa staðið sig vel en 64 prósent illa. Fimmtán prósent töldu Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið sig í stykkinu en 63 prósent illa. Framsóknarflokkurinn kom verst út. Aðeins níu prósent töldu hann hafa staðið sig vel en 62 prósent illa. Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Flokkur hans hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið.Vísir/Vilhelm Ekki var spurt nánar út í hvers vegna svarendur teldu flokkana hafa staðið sig vel eða illa. Maskína birti hins vegar í síðustu viku könnun sem benti til þess að svarendum mislíkaði málþóf á Alþingi. Þingveturinn hefur einkennst af málþófi stjórnarandstöðunnar, bæði um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og um svonefnda bókun 35. Enn sér ekki fyrir endann á þingvetrinum vegna þeirra tafa sem hafa orðið á dagskrá þingsins. Minnst ánægja á meðal sjálfstæðismanna með sinn flokk Þegar aðeins er litið til stuðningsmanna flokkanna sjálfra þarf ef til vill ekki að koma á óvart að kjósendur ríkisstjórnarflokkanna þriggja eru ánægðastir með frammistöðu síns flokks. Tæp 94 prósent þeirra sem sögðust kjósa Samfylkinguna voru þannig ánægð með frammistöðu flokksins og tæp 82 kjósenda Viðreisnar töldu sinn flokk hafa staðið sig vel. Tæplega þrír af hverjum fjórum kjósendum Flokks fólksins voru ánægðir með hann. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Hlutföllin voru lægri hjá stjórnarandstöðuflokkunum. Um og yfir 65 prósent kjósenda Miðflokksins og Framsóknarflokksins sögðu sína flokka hafa staðið sig vel. Rétt undir sextíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins töldu frammistöðu hans góða í vetur. Ólík sýn á frammistöðu samstarfsflokkanna Mun fleiri kjósendur Flokks fólksins eru ánægðir með frammistöðu samstarfsflokkanna í ríkisstjórn en hinna flokkanna tveggja með Flokk fólksins. Rúm 48 prósent kjósenda Flokks fólksins lýstu ánægju með Samfylkinguna og rúm 45 prósent með Viðreisn. Á móti taldi aðeins fjórðungur samfylkingarfólks í könnuninni Flokk fólksins hafa staðið sig vel og innan við fimmtungur viðreisnarfólks.
Skoðanakannanir Alþingi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira