Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar 30. júní 2025 16:02 Staða lesblindra á Íslandi er almennt nokkuð góð miðað við mörg önnur lönd. Þar skiptir mestu að íslenskt samfélag og menntakerfi leggi áherslu á að styðja einstaklinga með lesblindu (dyslexíu) með markvissum úrræðum, löggjöf og aukinni vitund um stöðu lesblindra. Íslensk lög, svo sem lög um grunnskóla og framhaldsskóla, tryggja rétt nemenda með sérþarfir, þar á meðal lesblindu, til viðeigandi stuðnings í námi. Þetta felur í sér rétt til sérúrræða, svo sem lengri próftíma, notkun hjálpartækja og sérsniðinnar kennslu. Lög um málefni fatlaðra og síðar þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir styðja einnig réttindi lesblindra til aðgengis og jafnræðis í samfélaginu. Félag lesblindra á Íslandi (FÍL) berst fyrir hagsmunum lesblindra á Íslandi. Félagið vinnur að fræðslu, stuðningi og réttindabaráttu, auk þess að bjóða upp á námskeið og ráðgjöf og reynir að standa fyrir samfélagslegri vitundarvakningu um stöðu lesblindra, meðal annars með því að styðja við og ýta undir rannsóknir. Félagið er einnig hluti af Samtökum lesblindra á Norðurlöndum og hefur þannig aðgang að reynslu og þekkingu kollega sinna þar. Greining og stuðningur í skólum Vitund um lesblindu á Íslandi hefur aukist verulega undanfarna áratugi, að hluta til þökk sé starfi Félags lesblindra og fræðslu í skólum. Greining á lesblindu fer oft fram í grunnskólum, annaðhvort í gegnum skólaþjónustu sveitarfélaga, skólasálfræðinga eða sérfræðinga á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Með snemmgreiningu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir námsörðugleika. Lesblindir nemendur fá oft aðgang að sérkennslu, hljóðbókum, talgervlum, lengri tíma í prófum og öðrum tæknilausnum. Íslenska hljóðbókasafnið (HBS) veitir lesblindum ókeypis aðgang að hljóðbókum og námsefni á aðgengilegu formi. Skólar á Íslandi nota oft forrit til að þjálfa lestrarfærni hjá lesblindum nemendum. Félag lesblindra hefur unnið að því að auka skilning á lesblindu og draga úr fordómum. Betur má ef duga skal því á öllum stigum skólakerfisins er hægt að gera betur þegar kemur að þeim sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Mikilvægt er að fá yfirsýn yfir stöðuna og skilja þannig hvað gera skal. Lesblinda er útbreitt vandamál Það er mikilvægt að hafa hugfast að einn af hverjum 10 nemendum í efri bekkjum íslenskra grunnskóla segir að lesblinda hafi mikil eða mjög mikil áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Þetta er niðurstaða viðamikillar könnunar meðal ungmenna í 8., 9. eða 10. bekk grunnskóla sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Félag lesblindra á Íslandi árið 2023. Niðurstöður könnunar ættu að opna augu fólks fyrir þeim vanda sem við er að glíma. Alls hafði 21% svarenda á aldrinum 18 til 24 ára, sem tóku þátt í könnun rannsóknarinnar, verið greind með lesblindu. Nokkuð fleiri karlar en konur höfðu greinst með lesblindu og algengast var að svarendur hefðu fengið greininguna á aldrinum 10 til 15 ára eða 21,9%. Næstflestir voru greindir fyrir 10 ára aldur eða 14,9% og fæstir þátttakenda með lesblindu höfðu greinst eftir 15 ára aldur eða 4,6%. Víða er því pottur brotinn. Þrátt fyrir góðan stuðning getur aðgangur að sérfræðingum og úrræðum verið takmarkaður á landsbyggðinni miðað við höfuðborgarsvæðið. Sumir lesblindir upplifa skort á nægilegri fræðslu um réttindi sín eða tæknilausnir og félagslegir fordómar geta enn verið til staðar, þótt þeir hafi minnkað. Kennarar og skólar þurfa stöðuga þjálfun til að mæta þörfum lesblindra nemenda á sem bestan hátt. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Staða lesblindra á Íslandi er almennt nokkuð góð miðað við mörg önnur lönd. Þar skiptir mestu að íslenskt samfélag og menntakerfi leggi áherslu á að styðja einstaklinga með lesblindu (dyslexíu) með markvissum úrræðum, löggjöf og aukinni vitund um stöðu lesblindra. Íslensk lög, svo sem lög um grunnskóla og framhaldsskóla, tryggja rétt nemenda með sérþarfir, þar á meðal lesblindu, til viðeigandi stuðnings í námi. Þetta felur í sér rétt til sérúrræða, svo sem lengri próftíma, notkun hjálpartækja og sérsniðinnar kennslu. Lög um málefni fatlaðra og síðar þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir styðja einnig réttindi lesblindra til aðgengis og jafnræðis í samfélaginu. Félag lesblindra á Íslandi (FÍL) berst fyrir hagsmunum lesblindra á Íslandi. Félagið vinnur að fræðslu, stuðningi og réttindabaráttu, auk þess að bjóða upp á námskeið og ráðgjöf og reynir að standa fyrir samfélagslegri vitundarvakningu um stöðu lesblindra, meðal annars með því að styðja við og ýta undir rannsóknir. Félagið er einnig hluti af Samtökum lesblindra á Norðurlöndum og hefur þannig aðgang að reynslu og þekkingu kollega sinna þar. Greining og stuðningur í skólum Vitund um lesblindu á Íslandi hefur aukist verulega undanfarna áratugi, að hluta til þökk sé starfi Félags lesblindra og fræðslu í skólum. Greining á lesblindu fer oft fram í grunnskólum, annaðhvort í gegnum skólaþjónustu sveitarfélaga, skólasálfræðinga eða sérfræðinga á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Með snemmgreiningu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir námsörðugleika. Lesblindir nemendur fá oft aðgang að sérkennslu, hljóðbókum, talgervlum, lengri tíma í prófum og öðrum tæknilausnum. Íslenska hljóðbókasafnið (HBS) veitir lesblindum ókeypis aðgang að hljóðbókum og námsefni á aðgengilegu formi. Skólar á Íslandi nota oft forrit til að þjálfa lestrarfærni hjá lesblindum nemendum. Félag lesblindra hefur unnið að því að auka skilning á lesblindu og draga úr fordómum. Betur má ef duga skal því á öllum stigum skólakerfisins er hægt að gera betur þegar kemur að þeim sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Mikilvægt er að fá yfirsýn yfir stöðuna og skilja þannig hvað gera skal. Lesblinda er útbreitt vandamál Það er mikilvægt að hafa hugfast að einn af hverjum 10 nemendum í efri bekkjum íslenskra grunnskóla segir að lesblinda hafi mikil eða mjög mikil áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Þetta er niðurstaða viðamikillar könnunar meðal ungmenna í 8., 9. eða 10. bekk grunnskóla sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Félag lesblindra á Íslandi árið 2023. Niðurstöður könnunar ættu að opna augu fólks fyrir þeim vanda sem við er að glíma. Alls hafði 21% svarenda á aldrinum 18 til 24 ára, sem tóku þátt í könnun rannsóknarinnar, verið greind með lesblindu. Nokkuð fleiri karlar en konur höfðu greinst með lesblindu og algengast var að svarendur hefðu fengið greininguna á aldrinum 10 til 15 ára eða 21,9%. Næstflestir voru greindir fyrir 10 ára aldur eða 14,9% og fæstir þátttakenda með lesblindu höfðu greinst eftir 15 ára aldur eða 4,6%. Víða er því pottur brotinn. Þrátt fyrir góðan stuðning getur aðgangur að sérfræðingum og úrræðum verið takmarkaður á landsbyggðinni miðað við höfuðborgarsvæðið. Sumir lesblindir upplifa skort á nægilegri fræðslu um réttindi sín eða tæknilausnir og félagslegir fordómar geta enn verið til staðar, þótt þeir hafi minnkað. Kennarar og skólar þurfa stöðuga þjálfun til að mæta þörfum lesblindra nemenda á sem bestan hátt. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun