Krefst aðkomu Vinstri grænna að endurmótun varnarmálastefnu Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 29. júní 2025 15:02 Svandís Svavarsdóttir og Dagur B. Eggertsson ræddu varnarmál á Sprengisandi í morgun ásamt Erlingi Erlingssyni hernaðarsagnfræðingi. Vísir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri Grænna, segir orðræðu kalda stríðsins einkenna umræðuna um öryggis- og varnarmál, og lýsir efasemdum um áform íslenskra stjórnvalda um að verja einu og hálfu prósenti þjóðarframleiðslu í öryggis- og varnartengd verkefni. Dagur B. Eggertsson segir að framlög Íslands muni fara meðal annars í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Aðildarríki Atlandshafsbandalagsins samþykktu á leiðtogafundi í síðustu viku að stórauka fjárveitingar til varnarmála, en Svandís segir Ísland með þátttöku sinni sýna algjöra fylgispekt við stór skref í vígvæðingu í heiminum. Stefnubreyting án lýðræðislegrar umræðu „Þetta stóra skref sem að NATO tekur á fundinum, sem að felur í raun og veru í sér ekki bara aukningu heldur í raun stefnubreytingu, og fyrir Ísland, að færa sig úr 13,6 milljörðum upp í 70, í framlögum til svokallaðra varnarmála, án opinberrar umræðu, og án í raun og veru tillöguflutnings í þinginu, er í hæsta máta varhugavert myndi ég segja bara út frá lýðræðislegum sjónarmiðum,“ sagði Svandís Svavars á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þá sagði Svandís að nauðsynlegt væri að eiga opið lýðræðislegt samtal um stefnubreytingu í varnarmálum og mikilvægt væri að rödd Vinstri grænna væri við borðið. „Það er mikilvægt að sá hluti kjósenda sem eru yfir tíu prósent, milli tíu og fimmtán prósent kjósenda sem eiga ekki rödd á þinginu í dag, finni sér farveg inn í þá umræðu sem framundan er. Ég vonast til þess að það gefist einhvers staðar smuga í þinglokaumræðum að koma því sjónarmiði að, að það sé gott og mikilvægt að rödd Vinstri grænna sé við borðið,“ sagði Svandís. Framlög fari í innviðauppbyggingu Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO þingsins bendir á að framlög Íslands muni meðal annars fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Öryggisumhverfið í Evrópu hafi gjörbreyst í kjölfar allsherjarinnrásar Rússlands inn í Úkraínu. Til að mynda hafi Svíar og Finnar breytt áratugalangri stefnu sinni með því að ganga í Atlantshafsbandalagið. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi ef við tölum bara mannamál, að mjög mörg nánustu vina- og bandalagsríki okkar í Evrópu eru að búa sig undir mögulegt stríð, með auknum útgjöldum, með því að kalla fleiri í heri sinna landa.“ „Inn í þetta blandast svo gríðarlega mikil óvissa sem tengist stefnu Bandaríkjanna sem hefur verið hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu,“ sagði Dagur. Engum finnist skemmtilegt að eyða stórfé í öryggis- og varnarmál Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur bendir á að þrátt fyrir áætlanir um stóraukin útgjöld Íslands til varnartengdra verkefna á næstu tíu árum, sé Ísland að fjárfesta mun minna en önnur ríki. „Það finnst engum skemmtilegt að eyða stórfé í hermál, öryggis- og varnarmál, en það er mat allra þessara Evrópuríkja, okkar grannríkja og frændþjóða á Norðurlöndunum að það sé rík ástæða til þess á meðan við ákveðum að vera í NATO og að NATO tryggi öryggi okkar á Íslandi.“ „Nota bene verður að fylgja sögunni að þegar við erum að tala um þessi 1,5 prósent framlög okkar, þá ætlum við okkur ennþá að hafa öryggi okkar tryggt af bandalagsríkjum með miklu meiri kostnaði hlutfallslega heldur en við ætlum að leggja til,“ segir Erlingur. Vinstri græn Sprengisandur Bylgjan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira
Aðildarríki Atlandshafsbandalagsins samþykktu á leiðtogafundi í síðustu viku að stórauka fjárveitingar til varnarmála, en Svandís segir Ísland með þátttöku sinni sýna algjöra fylgispekt við stór skref í vígvæðingu í heiminum. Stefnubreyting án lýðræðislegrar umræðu „Þetta stóra skref sem að NATO tekur á fundinum, sem að felur í raun og veru í sér ekki bara aukningu heldur í raun stefnubreytingu, og fyrir Ísland, að færa sig úr 13,6 milljörðum upp í 70, í framlögum til svokallaðra varnarmála, án opinberrar umræðu, og án í raun og veru tillöguflutnings í þinginu, er í hæsta máta varhugavert myndi ég segja bara út frá lýðræðislegum sjónarmiðum,“ sagði Svandís Svavars á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þá sagði Svandís að nauðsynlegt væri að eiga opið lýðræðislegt samtal um stefnubreytingu í varnarmálum og mikilvægt væri að rödd Vinstri grænna væri við borðið. „Það er mikilvægt að sá hluti kjósenda sem eru yfir tíu prósent, milli tíu og fimmtán prósent kjósenda sem eiga ekki rödd á þinginu í dag, finni sér farveg inn í þá umræðu sem framundan er. Ég vonast til þess að það gefist einhvers staðar smuga í þinglokaumræðum að koma því sjónarmiði að, að það sé gott og mikilvægt að rödd Vinstri grænna sé við borðið,“ sagði Svandís. Framlög fari í innviðauppbyggingu Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO þingsins bendir á að framlög Íslands muni meðal annars fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Öryggisumhverfið í Evrópu hafi gjörbreyst í kjölfar allsherjarinnrásar Rússlands inn í Úkraínu. Til að mynda hafi Svíar og Finnar breytt áratugalangri stefnu sinni með því að ganga í Atlantshafsbandalagið. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi ef við tölum bara mannamál, að mjög mörg nánustu vina- og bandalagsríki okkar í Evrópu eru að búa sig undir mögulegt stríð, með auknum útgjöldum, með því að kalla fleiri í heri sinna landa.“ „Inn í þetta blandast svo gríðarlega mikil óvissa sem tengist stefnu Bandaríkjanna sem hefur verið hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu,“ sagði Dagur. Engum finnist skemmtilegt að eyða stórfé í öryggis- og varnarmál Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur bendir á að þrátt fyrir áætlanir um stóraukin útgjöld Íslands til varnartengdra verkefna á næstu tíu árum, sé Ísland að fjárfesta mun minna en önnur ríki. „Það finnst engum skemmtilegt að eyða stórfé í hermál, öryggis- og varnarmál, en það er mat allra þessara Evrópuríkja, okkar grannríkja og frændþjóða á Norðurlöndunum að það sé rík ástæða til þess á meðan við ákveðum að vera í NATO og að NATO tryggi öryggi okkar á Íslandi.“ „Nota bene verður að fylgja sögunni að þegar við erum að tala um þessi 1,5 prósent framlög okkar, þá ætlum við okkur ennþá að hafa öryggi okkar tryggt af bandalagsríkjum með miklu meiri kostnaði hlutfallslega heldur en við ætlum að leggja til,“ segir Erlingur.
Vinstri græn Sprengisandur Bylgjan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira