Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2025 14:51 Kristín skilur ekki af hverju styrkjum sem ætlaðir eru til að styðja við samfélagið í Grindavík er ekki úthlutað til verkefna innan bæjarins. Vísir Íbúi í Grindavík skilur ekki af hverju styrkir Rauða Krossins til Grindvíkinga vegna náttúruhamfara renna aðeins til verkefna utan bæjarins. Styrkurinn kemur frá Rio tinto og var honum ætlað að styðja við samfélagið í Grindavík í kjölfar eldsumbrota síðustu ára. Rio Tinto veitti Rauða krossinum á Íslandi 208 milljóna króna styrk í fyrra til stuðnings samfélagsins sem hefur orðið fyrir áhrifum jarðskjálfta og eldgosa í og við Grindavík. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. Styrkurinn kom úr hamfarasjóði Rio Tinto en sjóðnum er sérstaklega ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. „Hér kemur kaldhæðnin“ Kristín María Birgisdóttir, íbúi í Grindavík, segir það sæta furðu að öll verkefnin sem sjóðurinn styrkir séu utan bæjarins. Hún kveðst vita af mörgum verkefnum innan Grindavíkur sem sóttu um styrkinn en fengu hann ekki. Hins vegar hafi ýmis önnur verkefni verið styrkt eins og Dale Carnegie námskeið í Reykjavík, sumarbúðir úti á landi fyrir ungmenni, en ekkert verkefni innan bæjarins hafi hlotið styrk. „En hér kemur kaldhæðnin – verkefni sem eiga að styðja við íbúa Grindavíkur mega ekki fara fram í Grindavík. Já, þú last rétt,“ skrifaði Kristín í færslu á samfélagsmiðlum. Kristín segir það skjóta skökku við að Grindvíkingar megi halda leirnámskeið í Garðabæ og fá fyrir það styrk, en umsókn um styrkveitingu fyrir sama námskeið í Grindavík sé hafnað. „Ég myndi alveg skilja þetta ef það væri hættustig í Grindavík, og ef það væri farið að líða ða næsta eldgosi. En hjólin eru farin að snúast í Grindavík, hér er mikil umferð ferðamanna og Íslendinga, það er mikið líf í bænum og margir gista hér í gegnum hollvinasamningana og atvinnulífið er farið á skrið. “ „Ég vona að Rauði krossinn endurskoði sína afstöðu eða stigi fram og útskýri af hverju þetta er svona. Mér finnst hljóð og mynd bara ekki fara saman í þessum styrkveitingum,“ segir Kristín. Kristín segir Rauði krossinn hafi reynst Grindvíkingum mjög vel undanfarin ár, og hafi alltaf verið í hennar huga flott hjálparstofnun. „En mér finnst þetta mál mjög sérstakt,“ segir Kristín. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Rio Tinto veitti Rauða krossinum á Íslandi 208 milljóna króna styrk í fyrra til stuðnings samfélagsins sem hefur orðið fyrir áhrifum jarðskjálfta og eldgosa í og við Grindavík. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. Styrkurinn kom úr hamfarasjóði Rio Tinto en sjóðnum er sérstaklega ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. „Hér kemur kaldhæðnin“ Kristín María Birgisdóttir, íbúi í Grindavík, segir það sæta furðu að öll verkefnin sem sjóðurinn styrkir séu utan bæjarins. Hún kveðst vita af mörgum verkefnum innan Grindavíkur sem sóttu um styrkinn en fengu hann ekki. Hins vegar hafi ýmis önnur verkefni verið styrkt eins og Dale Carnegie námskeið í Reykjavík, sumarbúðir úti á landi fyrir ungmenni, en ekkert verkefni innan bæjarins hafi hlotið styrk. „En hér kemur kaldhæðnin – verkefni sem eiga að styðja við íbúa Grindavíkur mega ekki fara fram í Grindavík. Já, þú last rétt,“ skrifaði Kristín í færslu á samfélagsmiðlum. Kristín segir það skjóta skökku við að Grindvíkingar megi halda leirnámskeið í Garðabæ og fá fyrir það styrk, en umsókn um styrkveitingu fyrir sama námskeið í Grindavík sé hafnað. „Ég myndi alveg skilja þetta ef það væri hættustig í Grindavík, og ef það væri farið að líða ða næsta eldgosi. En hjólin eru farin að snúast í Grindavík, hér er mikil umferð ferðamanna og Íslendinga, það er mikið líf í bænum og margir gista hér í gegnum hollvinasamningana og atvinnulífið er farið á skrið. “ „Ég vona að Rauði krossinn endurskoði sína afstöðu eða stigi fram og útskýri af hverju þetta er svona. Mér finnst hljóð og mynd bara ekki fara saman í þessum styrkveitingum,“ segir Kristín. Kristín segir Rauði krossinn hafi reynst Grindvíkingum mjög vel undanfarin ár, og hafi alltaf verið í hennar huga flott hjálparstofnun. „En mér finnst þetta mál mjög sérstakt,“ segir Kristín.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira