Setja 150 milljónir aukalega í að aðstoða Palestínumenn Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2025 13:34 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, ákvað að bæta í framlag Íslands til UNRWA. Vísir/Anton Brink Íslensk stjórnvöld ætla að veita 150 milljónum króna aukalega til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrri ríkisstjórn stöðvaði framlög Íslands til stofnunarinnar tímabundið vegna ásakana Ísraela um tengsl hennar við Hamas-samtökin. Utanríkisráðherra tók ákvörðum um viðbótarkjarnaframlagið að því er kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytis hans. Tilkynnt var um framlagið á ársfundi ráðgjafaráðs UNRWA í gær. Ísland hefur ekki átt sæti í því en fékk sérstakt boð að þessu sinni í ljósi aðstæðna í Miðausturlöndum og þess að Ísland hefur verið stuðningsríki stofnunarinnar um árabil. Kjarnaframlög Íslands til UNRWA hafa numið yfir 250 milljónum króna á ári frá 2023 en í ár eru þau þegar orðin 260 milljónir króna samkvæmt tilkynningunni. Til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að veita þrjátíu milljónum króna aukalega til svæðissjóðs samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum fyrir Palestínu. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, tók ákvörðun um að fresta greiðslum á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA í janúar í fyrra. Það gerði hann í kjölfar ásakana Ísraelsmanna um að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu átt aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023. Greiðslunum var haldið áfram í mars árið 2024. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna leiddi í ljós að níu starfsmenn UNRWA kynnu að hafa tekið þátt í árásinni á einhvern hátt. Þeir voru allir reknir. Ísraelsk stjórnvöld banna starfsemi UNRWA á Gasaströndinni. Íslands hefur mótmælt því banni ásamt flestum aðildarríkjum stofnunarinnar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga. 29. október 2024 17:51 Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Utanríkisráðherra tók ákvörðum um viðbótarkjarnaframlagið að því er kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytis hans. Tilkynnt var um framlagið á ársfundi ráðgjafaráðs UNRWA í gær. Ísland hefur ekki átt sæti í því en fékk sérstakt boð að þessu sinni í ljósi aðstæðna í Miðausturlöndum og þess að Ísland hefur verið stuðningsríki stofnunarinnar um árabil. Kjarnaframlög Íslands til UNRWA hafa numið yfir 250 milljónum króna á ári frá 2023 en í ár eru þau þegar orðin 260 milljónir króna samkvæmt tilkynningunni. Til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að veita þrjátíu milljónum króna aukalega til svæðissjóðs samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum fyrir Palestínu. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, tók ákvörðun um að fresta greiðslum á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA í janúar í fyrra. Það gerði hann í kjölfar ásakana Ísraelsmanna um að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu átt aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023. Greiðslunum var haldið áfram í mars árið 2024. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna leiddi í ljós að níu starfsmenn UNRWA kynnu að hafa tekið þátt í árásinni á einhvern hátt. Þeir voru allir reknir. Ísraelsk stjórnvöld banna starfsemi UNRWA á Gasaströndinni. Íslands hefur mótmælt því banni ásamt flestum aðildarríkjum stofnunarinnar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga. 29. október 2024 17:51 Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga. 29. október 2024 17:51
Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51