„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2025 10:44 Helgi í Góu hefur rekið KFC á Íslandi frá árinu 1980. Vísir/GVA Veitingastaðir KFC í Danmörku opnuðu á nýjan leik í dag þrátt fyrir leyfissviptingu höfuðstöðva KFC í Vestur-Evrópu. Helgi í Góu, eigandi KFC á Íslandi, harmar málið og segir eftirlit með veitingastöðum af allt öðrum toga hér á landi. Vísir fjallaði í gær um málið, en athygli vekur að leyfishafi KFC í Danmörku er fyrirtæki stýrt af Íslendingi. Isken ApS heitir það og forstjóri þess er hinn 52 ára Bjartmar Þrastarson. Faðir hans stofnaði KFC í Danmörku árið 1986. Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins er ljósi varpað á óábyrgt verklag danska arms skyndibitakeðjunnar, en þar viðgekkst að nýir merkimiðar væru prentaðir þegar ferskur, þíddur kjúklingur hafði ekki verið eldaður fyrir síðasta notkunardag. Í úttekt matvælastofnunar Danmerkur fengu tveir staðir neikvæða umsögn og allir hinir hlutlausa umsögn. Enginn fékk jákvæða umsögn. Nýjustu vendingar í málinu eru þær að staðirnir virðast þrátt fyrir allt opnir í dag, samkvæmt DR. Höfuðstöðvar KFC í Vestur-Evrópu segja við miðilinn að þær leiti nú lagalegra leiða til að fá staðnum lokað. Þá segir að höfuðstöðvarnar hafi opnað rannsókn á meintum brotum Isken ApS gegn heilbrigðisstöðlum. Ekki liggur fyrir hvort allir ellefu staðir landsins séu opnir þrátt fyrir að hafa verið sviptir leyfinu. Eftirlit meira hérlendis Fréttastofa hafði samband við Helga Vilhjálmsson, Helga í Góu, eiganda KFC á Íslandi til tæplega 45 ára. Hann segist fylgjast með framvindu málsins líkt og aðrir, og þekkir til eigendanna úti sem hann segist standa með. „Það er alltaf leiðindamál að lenda í svona löguðu, það er einfalt mál. Maður getur ekki gert að því hvernig fólk vinnur á vinnustöðum. Það er djobbið manns að passa þetta, þess vegna er ég yfirkóngurinn að passa þetta,“ segir Helgi. Hann segir reginmun á heilbrigðiseftirliti hér á landi og í Danmörku. „Við erum í allt öðrum pakka. Eftirlitið er svo mikið hérna heima, þetta eru tveir ólíkir hlutir.“ Danmörk Kjúklingur Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Veitingastaðir Matur Íslendingar erlendis Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Vísir fjallaði í gær um málið, en athygli vekur að leyfishafi KFC í Danmörku er fyrirtæki stýrt af Íslendingi. Isken ApS heitir það og forstjóri þess er hinn 52 ára Bjartmar Þrastarson. Faðir hans stofnaði KFC í Danmörku árið 1986. Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins er ljósi varpað á óábyrgt verklag danska arms skyndibitakeðjunnar, en þar viðgekkst að nýir merkimiðar væru prentaðir þegar ferskur, þíddur kjúklingur hafði ekki verið eldaður fyrir síðasta notkunardag. Í úttekt matvælastofnunar Danmerkur fengu tveir staðir neikvæða umsögn og allir hinir hlutlausa umsögn. Enginn fékk jákvæða umsögn. Nýjustu vendingar í málinu eru þær að staðirnir virðast þrátt fyrir allt opnir í dag, samkvæmt DR. Höfuðstöðvar KFC í Vestur-Evrópu segja við miðilinn að þær leiti nú lagalegra leiða til að fá staðnum lokað. Þá segir að höfuðstöðvarnar hafi opnað rannsókn á meintum brotum Isken ApS gegn heilbrigðisstöðlum. Ekki liggur fyrir hvort allir ellefu staðir landsins séu opnir þrátt fyrir að hafa verið sviptir leyfinu. Eftirlit meira hérlendis Fréttastofa hafði samband við Helga Vilhjálmsson, Helga í Góu, eiganda KFC á Íslandi til tæplega 45 ára. Hann segist fylgjast með framvindu málsins líkt og aðrir, og þekkir til eigendanna úti sem hann segist standa með. „Það er alltaf leiðindamál að lenda í svona löguðu, það er einfalt mál. Maður getur ekki gert að því hvernig fólk vinnur á vinnustöðum. Það er djobbið manns að passa þetta, þess vegna er ég yfirkóngurinn að passa þetta,“ segir Helgi. Hann segir reginmun á heilbrigðiseftirliti hér á landi og í Danmörku. „Við erum í allt öðrum pakka. Eftirlitið er svo mikið hérna heima, þetta eru tveir ólíkir hlutir.“
Danmörk Kjúklingur Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Veitingastaðir Matur Íslendingar erlendis Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent