Við getum gert betur Einar Bárðarson skrifar 25. júní 2025 14:00 Félagar í samtökum veitingamanna lýsa verulegri óánægju með störf heilbrigðiseftirlitsins og benda á ósamræmi í regluverki og framkvæmd þess. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem lögð var fyrir stjórnendur aðildarfélaga í síðustu viku. Þar segja 87% svarenda að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki, en um leið lýsa 63% þeirra óánægju eða mikilli óánægju með samskiptin við þau. Þá segjast 60% svarenda bera lítið eða mjög lítið traust til heilbrigðiseftirlitsins á sínu svæði. Aðspurðir um hvað mætti bæta nefna yfir helmingur svarenda aukna samvinnu, aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og betra viðmót — allt atriði sem lúta að mannlegum þáttum frekar en regluverkinu sjálfu. Kalla eftir betri samskiptum Í opnum svörum segja margir að mismunandi staðlar gildi eftir stöðum; sumir fái fyrirvara um eftirlit en aðrir ekki. Þá virðist túlkun einstakra starfsmanna ráða niðurstöðum í stað skýrt skilgreindra reglna. Regluverkið er talið óskýrt, samskiptin lítil sem engin og skortur sé á faglegum stuðningi og leiðbeiningum, meðal annars í leyfisferlum. Gagnrýnt er að kröfur breytist ár frá ári án skýringa, og að reglur séu settar án tillits til fagþekkingar matreiðslumanna. Félagar kalla eftir aukinni fagmennsku, betri mannlegum samskiptum og skýrum, skriflegum stöðlum sem tryggi jafnræði og gagnsæi í meðferð mála. Ráðherra stígur vasklega fram Í grein sem birtist í síðustu viku beindi Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, orðum sínum til veitingamanna og sagði hafa verið rutt úr vegi hindrunum í nýrri reglugerð. Sérstaklega vísaði hann til svonefndrar fjögurra vikna reglu, sem kveður á um að hver sem er geti sent inn athugasemd við leyfisveitingu, og að eftirlitið hafi þá fjórar vikur til að bregðast við. Að þeim tíma liðnum geti veitingamaður þurft að bíða í allt að fjórar vikur í viðbót eftir endanlegri ákvörðun. Grein ráðherrans var fagnað hjá okkur í SVEIT. Fjórar vikur í fjórar vikur Kaldhæðni örlaganna hagaði því þó þannig að þegar sótt var um breytingu á rekstraraðila í þekktu veitingarými í starfandi mathöll, var umsækjanda tjáð að breytingarnar hefðu ekki tekið gildi. Aðspurður um hvenær þær tækju gildi fékk hann það svar frá fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins: „Þær taka gildi eftir fjórar vikur.“ Það var þó viku eftir yfirlýsingar ráðherrans. Tökum höndum saman Sveit, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði kalla eftir uppbyggilegri samtali um hvernig bæta má aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og bæta viðmót án þess að það komi niður á gæðum eða hollustuháttum. Því eins og kemur skýrt fram hjá félagsmönnum þá segja 87% þeirra að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki. Slík skoðun mun örugglega spara verulegar fjárhæðir og verðmætan tíma hjá hinu opinbera og fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Bárðarson Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Félagar í samtökum veitingamanna lýsa verulegri óánægju með störf heilbrigðiseftirlitsins og benda á ósamræmi í regluverki og framkvæmd þess. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem lögð var fyrir stjórnendur aðildarfélaga í síðustu viku. Þar segja 87% svarenda að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki, en um leið lýsa 63% þeirra óánægju eða mikilli óánægju með samskiptin við þau. Þá segjast 60% svarenda bera lítið eða mjög lítið traust til heilbrigðiseftirlitsins á sínu svæði. Aðspurðir um hvað mætti bæta nefna yfir helmingur svarenda aukna samvinnu, aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og betra viðmót — allt atriði sem lúta að mannlegum þáttum frekar en regluverkinu sjálfu. Kalla eftir betri samskiptum Í opnum svörum segja margir að mismunandi staðlar gildi eftir stöðum; sumir fái fyrirvara um eftirlit en aðrir ekki. Þá virðist túlkun einstakra starfsmanna ráða niðurstöðum í stað skýrt skilgreindra reglna. Regluverkið er talið óskýrt, samskiptin lítil sem engin og skortur sé á faglegum stuðningi og leiðbeiningum, meðal annars í leyfisferlum. Gagnrýnt er að kröfur breytist ár frá ári án skýringa, og að reglur séu settar án tillits til fagþekkingar matreiðslumanna. Félagar kalla eftir aukinni fagmennsku, betri mannlegum samskiptum og skýrum, skriflegum stöðlum sem tryggi jafnræði og gagnsæi í meðferð mála. Ráðherra stígur vasklega fram Í grein sem birtist í síðustu viku beindi Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, orðum sínum til veitingamanna og sagði hafa verið rutt úr vegi hindrunum í nýrri reglugerð. Sérstaklega vísaði hann til svonefndrar fjögurra vikna reglu, sem kveður á um að hver sem er geti sent inn athugasemd við leyfisveitingu, og að eftirlitið hafi þá fjórar vikur til að bregðast við. Að þeim tíma liðnum geti veitingamaður þurft að bíða í allt að fjórar vikur í viðbót eftir endanlegri ákvörðun. Grein ráðherrans var fagnað hjá okkur í SVEIT. Fjórar vikur í fjórar vikur Kaldhæðni örlaganna hagaði því þó þannig að þegar sótt var um breytingu á rekstraraðila í þekktu veitingarými í starfandi mathöll, var umsækjanda tjáð að breytingarnar hefðu ekki tekið gildi. Aðspurður um hvenær þær tækju gildi fékk hann það svar frá fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins: „Þær taka gildi eftir fjórar vikur.“ Það var þó viku eftir yfirlýsingar ráðherrans. Tökum höndum saman Sveit, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði kalla eftir uppbyggilegri samtali um hvernig bæta má aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og bæta viðmót án þess að það komi niður á gæðum eða hollustuháttum. Því eins og kemur skýrt fram hjá félagsmönnum þá segja 87% þeirra að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki. Slík skoðun mun örugglega spara verulegar fjárhæðir og verðmætan tíma hjá hinu opinbera og fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun