Tími til að staldra við Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 24. júní 2025 14:02 Þegar lögum er breytt sem hafa mikil áhrif á afkomu þúsunda landsmanna má ætla það sanngjarna kröfu í lýðræðisþjóðfélagi að reynt sé að vega og meta áhrif breytinganna. Ekki eftir á heldur fyrir fram. Þegar skortir á þetta er hættan sú að teknar séu ákvarðanir sem hafi neikvæðar og óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Það er því hlutverk Alþingis að gæta að því í hvívetna að vandað sé til þessara verka. Frumvarp atvinnuvegaráðherra um verulega og fyrirvaralausa hækkun á veiðigjaldi er því miður þessu marki brennt. Það er ekki unnið með fullnægjandi hætti, finna má í því rangar forsendur og útreikninga, sem enn hafa ekki verið leiðréttir, og hvorki fagleg greining né heildstætt áhrifamat hafa verið unnin. Á þetta hafa margir bent; fyrirtæki í sjávarútvegi, tækni og nýsköpun, fiskmarkaðir, sveitarfélög og stéttarfélög, svo einhverjir séu nefndir. Þrátt fyrir þessa augljósu annmarka og ábendingar verður ekki betur séð en að knýja eigi málið í gegnum þingið og sjá svo til með afleiðingarnar. Það er umhugsunarvert. Ráðherra segir eitt – tölurnar annað Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í ræðustól Alþingis á föstudag í fyrri viku: „Staðreyndin er sú, við erum innan þeirra marka sem talað var um frá upphafi, innan 7 til 8 milljarða sem miðar við tekjur útgerðarinnar árið 2023“. Af orðum ráðherra má vera ljóst að viðmiðunarárið er 2023 og að markmið hennar sé að hækka fjárhæð veiðigjaldsins um sjö til átta milljarða króna. Það er því vert að skoða hver heildarfjárhæð veiðigjaldsins væri á árinu 2025, miðað við mat Skattsins á veiðigjaldi (krónur á hvert kíló) fyrir hverja fisktegund samkvæmt fyrirhuguðum breytingum miðað við álit meirihluta atvinnuveganefndar, ef aflinn væri nákvæmlega sá sami og hann var árið 2023. Miða verður við sama grunn, enda er það aflinn sem á endanum ræður heildarfjárhæð veiðigjalds á hverju ári. Miðað við þessar forsendur yrði heildarfjárhæð veiðigjalds 27,8 milljarðar króna á árinu 2025. Að teknu tilliti til þess umtalsverða afsláttar sem nú á að veita aðilum af veiðigjaldi, lækkar fjárhæðin í 24,4 milljarða króna. Um 93% afsláttarins kemur til lækkunar á veiðigjaldi af þorski og ýsu, einungis 7% vegna allra annarra tegunda. Raunverulegur munur er því rúmir 14 til 17 milljarðarkróna miðað við fjárhæð veiðigjalds árið 2023, eftir því hvort miðað er við upphæðina með eða án afsláttar. Það er því ljóst að sú „staðreynd“ sem ráðherra vitnar til er hreint ekki nein staðreynd – þvert á móti. Ef tekið væri mið af niðurstöðu Skattsins miðað við þær forsendur sem lágu fyrir í frumvarpi ráðherra sem lagt var fyrir þing, yrði heildarfjárhæð veiðigjaldsins 32 milljarðar króna án afsláttar, en um 29,5 milljarðar að teknu tilliti til afsláttar. Skoðum nú hver heildarfjárhæð veiðigjaldsins yrði í ár, aftur miðað við sama afla og árið 2023, en að þessu sinni út frá því gjaldi sem sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að greiða samkvæmt gildandi lögum. Niðurstaðan er 16,1 milljarður króna, en 15,5 milljarðar með afslætti. Það er 5,4 til 5,5 milljörðum meira en fyrirtækin greiddu árið 2023, þar sem 3,3 milljarða má rekja til hækkunar á veiðigjaldi af uppsjávartegundum. Munurinn á þessari fjárhæð og fyrrgreindu markmiði ráðherra er því einungis 1,5 til 3 milljarðar króna. Af ofangreindu má vera ljóst að það skiptir sköpum að horft sé á aflamagn þegar heildarfjárhæð veiðigjalds er til umræðu. Miklar sveiflur eru í úthlutuðu aflamarki einstakra fisktegunda milli ára, og þar með í veiddum afla. Sveiflurnar eru sérstaklega miklar í uppsjávartegundum. Þá eru einnig miklar sveiflur í afkomu einstakra tegunda sem ráðast af fjölmörgum þáttum, meðal annars markaðsaðstæðum, nýtingu, gengi og framboði einstakra tegunda á heimsvísu. Vanmat á áhrifum blasir við Auðsýnt er að fjárhæð boðaðs veiðigjalds er komin langt umfram það sem ráðherra lagði upp með. Það endurspeglast ágætlega í töflu 15 sem birt var í frumvarpsdrögum sem sýnir áætlun atvinnuráðuneytisins á fjárhæð veiðigjaldsins næstu fimm árin. Þar var áætlað að heildarfjárhæð veiðigjalds án afsláttar yrði á bilinu 18 til 20 milljarðar króna á tímabilinu, en um 17 til 19 milljarðar með afslætti. Vanmat ráðuneytisins endurspeglast jafnframt vel í hringlinu með frítekjumark og afslátt. Í frumvarpsdrögum var lagt til að aðilar fengju 50% afslátt af fyrstu 10 milljónunum sem þeir greiddu í veiðigjald og svo 30% af næstu 10 milljónum. Hámarksafsláttur var því 8 milljónir króna. Þegar frumvarpið var lagt fyrir þing áttu aðilar að fá 40% afslátt af fyrstu 50 milljónunum sem þeir greiddu í veiðigjald af þorski og ýsu og 40% afslátt af fyrstu 9 milljónum sem þeir greiddu fyrir aðrar tegundir. Hámarksafsláttur var því 23,6 milljónir króna. Nú leggur meirihluti atvinnuveganefndar til að aðilar fái 65% afslátt af fyrstu 15 milljónunum sem þeir greiða í veiðigjald af þorski og ýsu og 45% af næstu 55 milljónum sem þeir greiða fyrir sömu tegundir. Áfram er 40% afsláttur af fyrstu 9 milljónunum sem aðilar greiða fyrir aðrar tegundir. Hámarksafsláttur er því kominn upp í 38,1 milljón króna. Hvað segir það okkur? Við þekkjum það öll sem neytendur, að þegar okkur er boðinn verulegur afsláttur af verði vöru eða þjónustu, þá læðist sú hugsun að okkur, líklega með réttu, að ásett verð sé einfaldlega of hátt – jafnvel okurverð. Og þetta er einmitt sú hugsun sem hlýtur að læðast að skynsömu fólki þegar það sér þessar miklu hækkanir afslátta af boðuðu veiðigjaldi. Hvernig má það vera að meirihluti atvinnuveganefndar telur að 92% rúmlega 900 aðila sem greiða veiðigjald, þurfi að minnsta kosti 50% afslátt af fjárhæðinni? Og að um 75% þessara aðila geti ekki greitt nema 35% af fjárhæð hækkaðs veiðigjalds? Ef veita þarf þetta mikinn afslátt, er þá ekki nokkuð augljóst að gjaldið er einfaldlega orðið allt of hátt? Ábyrg stjórnvöld bregðast við Það er engum greiði gerður með því að halda áfram á þeirri braut sem nú er fetuð, án þess að þingmenn hafi raunhæfan grundvöll til að meta áhrif breytinganna. Hlutverk hvers þingmanns hlýtur að vera að koma því til leiðar að ákvarðanir sem teknar eru á Alþingi byggist á réttum forsendum, traustum gögnum, faglegri greiningu og áhrifamati. Það er engin skömm að viðurkenna að frumvarp þarfnist endurskoðunar. Þvert á móti sýnir það styrk, ábyrgð og virðingu fyrir lýðræðinu þegar stjórnvöld bregðast við rökum og umbæta eigið verk. Er ekki rétt að staldra við og rýna aðeins í tölulegar staðreyndir? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Þegar lögum er breytt sem hafa mikil áhrif á afkomu þúsunda landsmanna má ætla það sanngjarna kröfu í lýðræðisþjóðfélagi að reynt sé að vega og meta áhrif breytinganna. Ekki eftir á heldur fyrir fram. Þegar skortir á þetta er hættan sú að teknar séu ákvarðanir sem hafi neikvæðar og óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Það er því hlutverk Alþingis að gæta að því í hvívetna að vandað sé til þessara verka. Frumvarp atvinnuvegaráðherra um verulega og fyrirvaralausa hækkun á veiðigjaldi er því miður þessu marki brennt. Það er ekki unnið með fullnægjandi hætti, finna má í því rangar forsendur og útreikninga, sem enn hafa ekki verið leiðréttir, og hvorki fagleg greining né heildstætt áhrifamat hafa verið unnin. Á þetta hafa margir bent; fyrirtæki í sjávarútvegi, tækni og nýsköpun, fiskmarkaðir, sveitarfélög og stéttarfélög, svo einhverjir séu nefndir. Þrátt fyrir þessa augljósu annmarka og ábendingar verður ekki betur séð en að knýja eigi málið í gegnum þingið og sjá svo til með afleiðingarnar. Það er umhugsunarvert. Ráðherra segir eitt – tölurnar annað Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í ræðustól Alþingis á föstudag í fyrri viku: „Staðreyndin er sú, við erum innan þeirra marka sem talað var um frá upphafi, innan 7 til 8 milljarða sem miðar við tekjur útgerðarinnar árið 2023“. Af orðum ráðherra má vera ljóst að viðmiðunarárið er 2023 og að markmið hennar sé að hækka fjárhæð veiðigjaldsins um sjö til átta milljarða króna. Það er því vert að skoða hver heildarfjárhæð veiðigjaldsins væri á árinu 2025, miðað við mat Skattsins á veiðigjaldi (krónur á hvert kíló) fyrir hverja fisktegund samkvæmt fyrirhuguðum breytingum miðað við álit meirihluta atvinnuveganefndar, ef aflinn væri nákvæmlega sá sami og hann var árið 2023. Miða verður við sama grunn, enda er það aflinn sem á endanum ræður heildarfjárhæð veiðigjalds á hverju ári. Miðað við þessar forsendur yrði heildarfjárhæð veiðigjalds 27,8 milljarðar króna á árinu 2025. Að teknu tilliti til þess umtalsverða afsláttar sem nú á að veita aðilum af veiðigjaldi, lækkar fjárhæðin í 24,4 milljarða króna. Um 93% afsláttarins kemur til lækkunar á veiðigjaldi af þorski og ýsu, einungis 7% vegna allra annarra tegunda. Raunverulegur munur er því rúmir 14 til 17 milljarðarkróna miðað við fjárhæð veiðigjalds árið 2023, eftir því hvort miðað er við upphæðina með eða án afsláttar. Það er því ljóst að sú „staðreynd“ sem ráðherra vitnar til er hreint ekki nein staðreynd – þvert á móti. Ef tekið væri mið af niðurstöðu Skattsins miðað við þær forsendur sem lágu fyrir í frumvarpi ráðherra sem lagt var fyrir þing, yrði heildarfjárhæð veiðigjaldsins 32 milljarðar króna án afsláttar, en um 29,5 milljarðar að teknu tilliti til afsláttar. Skoðum nú hver heildarfjárhæð veiðigjaldsins yrði í ár, aftur miðað við sama afla og árið 2023, en að þessu sinni út frá því gjaldi sem sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að greiða samkvæmt gildandi lögum. Niðurstaðan er 16,1 milljarður króna, en 15,5 milljarðar með afslætti. Það er 5,4 til 5,5 milljörðum meira en fyrirtækin greiddu árið 2023, þar sem 3,3 milljarða má rekja til hækkunar á veiðigjaldi af uppsjávartegundum. Munurinn á þessari fjárhæð og fyrrgreindu markmiði ráðherra er því einungis 1,5 til 3 milljarðar króna. Af ofangreindu má vera ljóst að það skiptir sköpum að horft sé á aflamagn þegar heildarfjárhæð veiðigjalds er til umræðu. Miklar sveiflur eru í úthlutuðu aflamarki einstakra fisktegunda milli ára, og þar með í veiddum afla. Sveiflurnar eru sérstaklega miklar í uppsjávartegundum. Þá eru einnig miklar sveiflur í afkomu einstakra tegunda sem ráðast af fjölmörgum þáttum, meðal annars markaðsaðstæðum, nýtingu, gengi og framboði einstakra tegunda á heimsvísu. Vanmat á áhrifum blasir við Auðsýnt er að fjárhæð boðaðs veiðigjalds er komin langt umfram það sem ráðherra lagði upp með. Það endurspeglast ágætlega í töflu 15 sem birt var í frumvarpsdrögum sem sýnir áætlun atvinnuráðuneytisins á fjárhæð veiðigjaldsins næstu fimm árin. Þar var áætlað að heildarfjárhæð veiðigjalds án afsláttar yrði á bilinu 18 til 20 milljarðar króna á tímabilinu, en um 17 til 19 milljarðar með afslætti. Vanmat ráðuneytisins endurspeglast jafnframt vel í hringlinu með frítekjumark og afslátt. Í frumvarpsdrögum var lagt til að aðilar fengju 50% afslátt af fyrstu 10 milljónunum sem þeir greiddu í veiðigjald og svo 30% af næstu 10 milljónum. Hámarksafsláttur var því 8 milljónir króna. Þegar frumvarpið var lagt fyrir þing áttu aðilar að fá 40% afslátt af fyrstu 50 milljónunum sem þeir greiddu í veiðigjald af þorski og ýsu og 40% afslátt af fyrstu 9 milljónum sem þeir greiddu fyrir aðrar tegundir. Hámarksafsláttur var því 23,6 milljónir króna. Nú leggur meirihluti atvinnuveganefndar til að aðilar fái 65% afslátt af fyrstu 15 milljónunum sem þeir greiða í veiðigjald af þorski og ýsu og 45% af næstu 55 milljónum sem þeir greiða fyrir sömu tegundir. Áfram er 40% afsláttur af fyrstu 9 milljónunum sem aðilar greiða fyrir aðrar tegundir. Hámarksafsláttur er því kominn upp í 38,1 milljón króna. Hvað segir það okkur? Við þekkjum það öll sem neytendur, að þegar okkur er boðinn verulegur afsláttur af verði vöru eða þjónustu, þá læðist sú hugsun að okkur, líklega með réttu, að ásett verð sé einfaldlega of hátt – jafnvel okurverð. Og þetta er einmitt sú hugsun sem hlýtur að læðast að skynsömu fólki þegar það sér þessar miklu hækkanir afslátta af boðuðu veiðigjaldi. Hvernig má það vera að meirihluti atvinnuveganefndar telur að 92% rúmlega 900 aðila sem greiða veiðigjald, þurfi að minnsta kosti 50% afslátt af fjárhæðinni? Og að um 75% þessara aðila geti ekki greitt nema 35% af fjárhæð hækkaðs veiðigjalds? Ef veita þarf þetta mikinn afslátt, er þá ekki nokkuð augljóst að gjaldið er einfaldlega orðið allt of hátt? Ábyrg stjórnvöld bregðast við Það er engum greiði gerður með því að halda áfram á þeirri braut sem nú er fetuð, án þess að þingmenn hafi raunhæfan grundvöll til að meta áhrif breytinganna. Hlutverk hvers þingmanns hlýtur að vera að koma því til leiðar að ákvarðanir sem teknar eru á Alþingi byggist á réttum forsendum, traustum gögnum, faglegri greiningu og áhrifamati. Það er engin skömm að viðurkenna að frumvarp þarfnist endurskoðunar. Þvert á móti sýnir það styrk, ábyrgð og virðingu fyrir lýðræðinu þegar stjórnvöld bregðast við rökum og umbæta eigið verk. Er ekki rétt að staldra við og rýna aðeins í tölulegar staðreyndir? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar