Hvar er fyrirsjáanleikinn, forsætisráðherra? Monika Margrét Stefánsdóttir skrifar 24. júní 2025 13:31 Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins, 23. júní 2025, sit ég hugsi yfir því hvernig forsætisráðherra landsins leyfir sér að mæta í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins, fjölmiðils allra landsmanna, og halda því fram að minnihlutinn á Alþingi gangi erinda fjögurra til fimm fjölskyldna í landinu með því að samþykkja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Fyrirsjánaleiki – Aðdragandi – Hvernig hlutir eru gerðir Þetta voru meðal þeirra orða sem Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, notaði í tengslum við nauðsyn hækkunar veiðigjalda í aðdraganda síðustu kosninga. Hún ferðaðist milli staða og talaði skýrt um mikilvægi þess að auka arðsemi sjávarauðlindarinnar fyrir samfélagið í heild. Það var bæði réttmætt og skiljanlegt sjónarmið. En jafnframt lagði hún ríka áherslu á að slíkar breytingar þyrftu að eiga sér stað í áföngum, með langtímasýn og í samstarfi við greinina. Sérstaklega kom fram að breytingarnar ættu að taka allt að tíu ár og að óvissa milli kjörtímabila væri ekki ásættanleg fyrir greinina. Það hljómaði skynsamlega. En hvað varð um þessi fyrirheit? Hvar er fyrirsjánaleikinn sem lofað var? Hvar var aðdragandinn að þeirri ákvörðun sem nú blasir við? Og hvernig stendur á því að frumvarp, sem hefur víðtæk áhrif á heilu byggðirnar, er kynnt með þessum hætti , með litlu sem engu samráði, í flýti og ásamt pólitískum árásum á þá sem leyfa sér að spyrja gagnrýninna spurninga? Við sem búum í Dalvíkurbyggð þekkjum vel mikilvægi sjávarútvegsins, ekki einungis fyrir atvinnulífið heldur fyrir samfélagið í heild. Þegar stjórnendur fyrirtækja, sjómenn, fólk í vinnslum ásamt fólki sem starfar í tengdum atvinnurekstri vita ekki hvaða breytingar eru í vændum og þær eru kynntar með skömmum fyrirvara, án samráðs, þá er það ekki fyrirsjáanleiki. Það er óvissa sem grefur undan trausti og stöðugleika. Enginn er að andmæla því að sjávarútvegurinn eigi að skila réttlátum arði til samfélagsins. En aðferðin skiptir máli. Þegar breytingar eru kynntar með þeim hætti sem nú hefur verið gert, í flýti og án raunverulegrar samræðu við hagsmunaaðila, þá er ekki lengur um fyrirsjánaleika að ræða, heldur pólitíska skyndiákvörðun. Það er heldur ekki í anda lýðræðislegrar umræðu að saka minnihlutann á Alþingi um að ganga erinda „fárra fjölskyldna“. Slíkt orðalag er ekki aðeins villandi, heldur einnig óvirðing í garð þeirra sem hafa aðra sýn á málin og gegna lögbundnu eftirlitshlutverki. Þeir eiga að geta spurt gagnrýninna spurninga án þess að vera úthrópaðir sem sérhagsmunaseggir. Enn alvarlegra er þegar sambærilegar ásakanir beinast einnig að sveitarstjórnum, líkt og þeim sé gert upp að þær vinni fyrir þessar „fjórar til fimm fjölskyldur“. Það verður enn ótrúlegra í ljósi þess að málið snertir sjávarútvegssveitarfélög sérstaklega, þar sem ljóst er að þetta hefur um langt skeið verið eitt stærsta hagsmunamál minni og meðalstórra útgerða, sérstaklega á landsbyggðinni, þegar horft er til útsvarstekna og atvinnuuppbyggingar, bæði beinnar og óbeinnar Við í sjávarbyggðunum viljum leggja okkar af mörkum til uppbyggingar samfélagsins. Við viljum sjá réttláta og sanngjarna gjaldtöku en við eigum einnig rétt á því að taka þátt í umræðunni áður en ákvarðanir eru teknar. Ekki bara horfa á þær kynntar í sjónvarpi eftir á. Traust á milli stjórnvalda og atvinnulífs byggist á samtali, gagnsæi og raunverulegum aðdraganda. Ekki á hvatvísum ákvarðanatökum né niðrandi ummælum í fjölmiðlum. Það er ekki of mikil krafa að biðja um fyrirsjáanleika, skýrleika og virðingu. Ef ætlunin er að byggja upp réttlátt og sjálfbært kerfi þá verður það að gerast með okkur, ekki án okkar. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi og formaður Framsóknarfélags Dalvíkurbyggðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins, 23. júní 2025, sit ég hugsi yfir því hvernig forsætisráðherra landsins leyfir sér að mæta í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins, fjölmiðils allra landsmanna, og halda því fram að minnihlutinn á Alþingi gangi erinda fjögurra til fimm fjölskyldna í landinu með því að samþykkja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Fyrirsjánaleiki – Aðdragandi – Hvernig hlutir eru gerðir Þetta voru meðal þeirra orða sem Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, notaði í tengslum við nauðsyn hækkunar veiðigjalda í aðdraganda síðustu kosninga. Hún ferðaðist milli staða og talaði skýrt um mikilvægi þess að auka arðsemi sjávarauðlindarinnar fyrir samfélagið í heild. Það var bæði réttmætt og skiljanlegt sjónarmið. En jafnframt lagði hún ríka áherslu á að slíkar breytingar þyrftu að eiga sér stað í áföngum, með langtímasýn og í samstarfi við greinina. Sérstaklega kom fram að breytingarnar ættu að taka allt að tíu ár og að óvissa milli kjörtímabila væri ekki ásættanleg fyrir greinina. Það hljómaði skynsamlega. En hvað varð um þessi fyrirheit? Hvar er fyrirsjánaleikinn sem lofað var? Hvar var aðdragandinn að þeirri ákvörðun sem nú blasir við? Og hvernig stendur á því að frumvarp, sem hefur víðtæk áhrif á heilu byggðirnar, er kynnt með þessum hætti , með litlu sem engu samráði, í flýti og ásamt pólitískum árásum á þá sem leyfa sér að spyrja gagnrýninna spurninga? Við sem búum í Dalvíkurbyggð þekkjum vel mikilvægi sjávarútvegsins, ekki einungis fyrir atvinnulífið heldur fyrir samfélagið í heild. Þegar stjórnendur fyrirtækja, sjómenn, fólk í vinnslum ásamt fólki sem starfar í tengdum atvinnurekstri vita ekki hvaða breytingar eru í vændum og þær eru kynntar með skömmum fyrirvara, án samráðs, þá er það ekki fyrirsjáanleiki. Það er óvissa sem grefur undan trausti og stöðugleika. Enginn er að andmæla því að sjávarútvegurinn eigi að skila réttlátum arði til samfélagsins. En aðferðin skiptir máli. Þegar breytingar eru kynntar með þeim hætti sem nú hefur verið gert, í flýti og án raunverulegrar samræðu við hagsmunaaðila, þá er ekki lengur um fyrirsjánaleika að ræða, heldur pólitíska skyndiákvörðun. Það er heldur ekki í anda lýðræðislegrar umræðu að saka minnihlutann á Alþingi um að ganga erinda „fárra fjölskyldna“. Slíkt orðalag er ekki aðeins villandi, heldur einnig óvirðing í garð þeirra sem hafa aðra sýn á málin og gegna lögbundnu eftirlitshlutverki. Þeir eiga að geta spurt gagnrýninna spurninga án þess að vera úthrópaðir sem sérhagsmunaseggir. Enn alvarlegra er þegar sambærilegar ásakanir beinast einnig að sveitarstjórnum, líkt og þeim sé gert upp að þær vinni fyrir þessar „fjórar til fimm fjölskyldur“. Það verður enn ótrúlegra í ljósi þess að málið snertir sjávarútvegssveitarfélög sérstaklega, þar sem ljóst er að þetta hefur um langt skeið verið eitt stærsta hagsmunamál minni og meðalstórra útgerða, sérstaklega á landsbyggðinni, þegar horft er til útsvarstekna og atvinnuuppbyggingar, bæði beinnar og óbeinnar Við í sjávarbyggðunum viljum leggja okkar af mörkum til uppbyggingar samfélagsins. Við viljum sjá réttláta og sanngjarna gjaldtöku en við eigum einnig rétt á því að taka þátt í umræðunni áður en ákvarðanir eru teknar. Ekki bara horfa á þær kynntar í sjónvarpi eftir á. Traust á milli stjórnvalda og atvinnulífs byggist á samtali, gagnsæi og raunverulegum aðdraganda. Ekki á hvatvísum ákvarðanatökum né niðrandi ummælum í fjölmiðlum. Það er ekki of mikil krafa að biðja um fyrirsjáanleika, skýrleika og virðingu. Ef ætlunin er að byggja upp réttlátt og sjálfbært kerfi þá verður það að gerast með okkur, ekki án okkar. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi og formaður Framsóknarfélags Dalvíkurbyggðar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun