Risa skandall þar sem sænskur maður hagræðir fótboltaleikjum Haraldur Örn Haraldsson skrifar 24. júní 2025 10:32 Lögreglan í Svíþjóð er að rannsaka fjármálsbrot þar sem hagræðing úrslita í fótbolta er meðal brotanna. Getty/Vísir Sænski fjölmiðillinn Fotbollskanalen greindi nú í morgun frá skandal í fótboltaheiminum þar sem um hagræðingu úrslita var að ræða, bæði í Svíþjóð og víðar. Fyrir nokkrum árum gerði lögreglan í Svíþjóð, farsíma upptækan sem innihélt mikið af upplýsingum varðandi hagræðingu úrslita í Svíþjóð. Í símanum voru upplýsingar um svindl í fótboltanum, bæði í Svíðþjóð og alþjóðlega. Þrátt fyrir mikið af sönnunargögnum hefur sænska lögreglan enn ekki ákært neinn í málinu, og fram til dagsins í dag hefur það ekki verið opinbert hvaða upplýsingar má finna í símanum. Fotbollskanalen hefur komist í hluta af þessum upplýsingum og hefur greint frá því í dag. Þetta er mest megnis skilaboð á smáforritinu Telegram, þar sem Svíar hafa ýmist planað eða tekið þátt í hagræðingu úrslita. Einn maður er grunaður um stóra glæpi í málinu, meðal annars skattsvik, bókhaldssvik, peninga þvott og íbúaskráningarbrot. Þessi maður hefur áður verið yfirmaður í stórum félagsliðum í Svíþjóð. Maðurinn neitar sök, þrátt fyrir sterk sönnunargögn gegn honum. Í þeim skjölum sem Fotbollskanalen hefur fengið, hafa þeir fundið skilaboð sem vísa til minnsta kosti sjö leikja í sænskum fótbolta, þar sem plön um hagræðingu úrslita er að ræða. Auk þess má finna í þessum skilaboðum upplýsingar um leiki í Evrópudeild félagsliða, aðrar erlendar deildir og Þjóðadeildinni. Þá má einnig finna skilaboð hjá fólki sem segist hafa unnið veðmál út frá leikjum í Ensku Úrvalsdeildinni sem hafa verið hagrædd. Samtölin í símanum sýna fram á hvernig maðurinn byggði upp stórt netverk, sem leyfði honum að græða stórar summur af peningum. Í greininni má sjá mikið af samskiptunum sem áttu sér stað, en þau eru sláandi. Hér fyrir neðan má sjá þýðingu á einu slíku þar sem maðurinn, sem er grunaður talar um liðið sem hann stýrði sjálfur. „Ég á mitt eigið lið sem ég keypti, svo er ég að fara taka yfir annað lið. Best að bíða þar til þau spila (áður en hans tengiliðir veðja). Ómögulegt að tapa þar, ég er með alla ellefu leikmennina, þetta eru starfsmennirnir mínir,“ segir maðurinn við sína tengiliði. Hann gefur mönnum ráð um hvaða leikir eru hagræddir og hvað á að veðja á. „Ég hef fulla stjórn á mínu liði. Stjórnin er bara nöfn. Þau eru öll ég. Í allri Svíþjóð er ég líkast til eini sem stýrir liði svona algjörlega í þessari deild.“ Maðurinn er enn starfandi hjá félaginu sem hann greinir frá. Þrátt fyrir að þessi skilaboð sé hluti af rannsókninni í hann, hefur hann ekki verið yfirheyrður um hagræðingu úrslita, og hann segist ekki kannast við þessi skilaboð. Þessi maður er aðeins hluti af stærri rannsókn hjá sænsku lögreglunni í fjárhagsglæpi. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira
Fyrir nokkrum árum gerði lögreglan í Svíþjóð, farsíma upptækan sem innihélt mikið af upplýsingum varðandi hagræðingu úrslita í Svíþjóð. Í símanum voru upplýsingar um svindl í fótboltanum, bæði í Svíðþjóð og alþjóðlega. Þrátt fyrir mikið af sönnunargögnum hefur sænska lögreglan enn ekki ákært neinn í málinu, og fram til dagsins í dag hefur það ekki verið opinbert hvaða upplýsingar má finna í símanum. Fotbollskanalen hefur komist í hluta af þessum upplýsingum og hefur greint frá því í dag. Þetta er mest megnis skilaboð á smáforritinu Telegram, þar sem Svíar hafa ýmist planað eða tekið þátt í hagræðingu úrslita. Einn maður er grunaður um stóra glæpi í málinu, meðal annars skattsvik, bókhaldssvik, peninga þvott og íbúaskráningarbrot. Þessi maður hefur áður verið yfirmaður í stórum félagsliðum í Svíþjóð. Maðurinn neitar sök, þrátt fyrir sterk sönnunargögn gegn honum. Í þeim skjölum sem Fotbollskanalen hefur fengið, hafa þeir fundið skilaboð sem vísa til minnsta kosti sjö leikja í sænskum fótbolta, þar sem plön um hagræðingu úrslita er að ræða. Auk þess má finna í þessum skilaboðum upplýsingar um leiki í Evrópudeild félagsliða, aðrar erlendar deildir og Þjóðadeildinni. Þá má einnig finna skilaboð hjá fólki sem segist hafa unnið veðmál út frá leikjum í Ensku Úrvalsdeildinni sem hafa verið hagrædd. Samtölin í símanum sýna fram á hvernig maðurinn byggði upp stórt netverk, sem leyfði honum að græða stórar summur af peningum. Í greininni má sjá mikið af samskiptunum sem áttu sér stað, en þau eru sláandi. Hér fyrir neðan má sjá þýðingu á einu slíku þar sem maðurinn, sem er grunaður talar um liðið sem hann stýrði sjálfur. „Ég á mitt eigið lið sem ég keypti, svo er ég að fara taka yfir annað lið. Best að bíða þar til þau spila (áður en hans tengiliðir veðja). Ómögulegt að tapa þar, ég er með alla ellefu leikmennina, þetta eru starfsmennirnir mínir,“ segir maðurinn við sína tengiliði. Hann gefur mönnum ráð um hvaða leikir eru hagræddir og hvað á að veðja á. „Ég hef fulla stjórn á mínu liði. Stjórnin er bara nöfn. Þau eru öll ég. Í allri Svíþjóð er ég líkast til eini sem stýrir liði svona algjörlega í þessari deild.“ Maðurinn er enn starfandi hjá félaginu sem hann greinir frá. Þrátt fyrir að þessi skilaboð sé hluti af rannsókninni í hann, hefur hann ekki verið yfirheyrður um hagræðingu úrslita, og hann segist ekki kannast við þessi skilaboð. Þessi maður er aðeins hluti af stærri rannsókn hjá sænsku lögreglunni í fjárhagsglæpi.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira