Áhrifavaldur sakaður um að bera ábyrgð á dauða dóttur sinnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2025 07:19 Kate Shemirani á útifundi gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum sem hún skipulagði í London árið 2020. Hún var svipt starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur fyrir að dreifa lygum um faraldurinn árið síðar. Vísir/EPA Synir breskrar konu sem er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um bóluefni og heilsu á samfélagsmiðlum saka hana um að bera ábyrgð á dauða systur þeirra. Hún lést af völdum krabbameins sem læknar töldu góðar líkur á að lækna með lyfjameðferð eftir að hún hafnaði meðferðinni. Kate Shemirani starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur innan breska opinbera heilbrigðiskerfisins en sneri sér síðan að því að auglýsa ýmis konar kukl og fæðubótarefni á samfélagsmiðlum. Þá hefur hún selt ráðgjöf, meðal annars til krabbameinssjúklinga. Eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst árið 2020 dreifði Shemirani alls kyns stoðlausum samsæriskenningum um hann og bóluefnin sem voru þróuð við veirunni. Þar á meðal voru fullyrðingar um að faraldurinn væri gabb, bólusetningar væru skipulögð herferð yfirvalda til þess að drepa fólk og fleira af slíkum toga. Samsæriskenningaflaumurinn varð til þess að hjúkrunarfræðiráð Bretlands samþykkti að svipta Shemirani starfsleyfi árið 2021. Þá var henni úthýst af samfélagsmiðlum en aðeins tímabundið. Fylgjendahópur hennar hefur vaxið eftir að bæði Facebook og X gáfu upplýsingafalsi lausan tauminn og fylgjast milljónir manna með efni hennar þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á samfélagsmiðlunum segir Shemirani fylgjendum sínum að lyfjameðferð við krabbameini sé eins og að dæla „sinnepsgasi“ í æðarnar. Bein afleiðing samsæriskenninga móðurinnar Þegar 23 ára gömul dóttir Shemirani var greind með krabbamein fyrir nokkrum árum segja tveir synir hennar að samsæriskenningar hennar um lyf og læknavísindi hafi valdið dauða systur þeirra. Þær hafi orðið til þess að Palmon Shemirani hafnaði því að gangast undir lyfjameðferðina sem læknar sögðu bjarga lífi hennar. „Systir mín lést sem bein afleiðing af gjörðum mömmu minnar og skoðunum og ég vil ekki að nokkur annar þurfi að ganga í gegnum sama sársauka og missi og ég hef þurft að gera,“ segir Sebastian Shemirani, eldri bróður Palomu við BBC. Fjöldi stoðlausra samsæriskenninga spratt upp í kórónuveirufaraldrinum um allt frá bóluefnum til sóttvarnagríma.Vísir/EPA Bræðurnir telja að samfélagsmiðlafyrirtæki ættu að taka upplýsingafalsi eins og því sem móðir þeirra dreifir fastari tökum. Shemirani svaraði ekki ásökunum sona sinna. Hún og fyrrverandi eignmaður hennar saka bresku heilbrigðisþjónustunni NHS um að hafa drepið dóttur þeirra og hylma yfir það. BBC segist ekki hafa séð nein gögn sem styðji fullyrðingar þeirra. Alin upp við Inforwars og kukl Bræðurnir segja að þau systkinin hafi verið alin upp við samsæriskenningar móður þeirra. Þannig hafi þau hlustað á Alex Jones, alræmdan bandarískan samsæriskenningasmið, ljúga um hvernig fjöldamorð á ungum börnum í Sandy Hook-skólanum í Bandaríkjunum hefði verið sviðsett þegar þau voru á leiðinni í skólann. Andúð móður þeirra á læknavísindum hafi aðeins eflst eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2012. Meinið hafi verið fjarlægt með skurðaðgerð en Shemirani haldi því fram að hún hafi losnað við það með söfum og kaffistólpípum. Alex Jones, fjarhægrisinnaði samsæriskenningasmiðurinn, sem stýrði Infowars. Hann var dæmdur til að greiða aðstandendum barna sem voru myrt í Sandy Hook-skólanum árið 2012 milljarða í bætur fyrir lygar sínar. Hlustað var á hann heima hjá Kate Shemirani þegar börnin hennar ólust upp.AP/Tyler Sizemore Paloma er sögð hafa tileinkað sér sumar ranghugmyndir móður sinnar um heilbrigðisvísindi. Hún hafi neitað að láta bólusetja sig gegn Covid-19. Tókst á við meinið með söfum og stólpípum Eftir að hún greindist með krabbamein árið 2023 virðist móðir hennar hafa þrýst á hana að samþykkja ekki geislameðferðina. Í textaskilaboðum frá Shemirani sem fyrrverandi kærasti Palomu sýndi BBC sagði hún honum að leyfa dóttur sinni ekki að samþykkja neitt um lyfjameðferðina eða aðra meðferð á sjúkrahúsi. Í kjölfarið ákvað Paloma að gangast ekki undir lyfjameðferð. Þess í stað hóf hún svonefnda Gerson-meðferð, hjávísindameðferð sem gengur út á safakúra og stólpípur, að ráðum fyrrverandi félaga móður sinnar. Eftir það fór henni aðeins hrakandi. Vinkona Palomu sem var í sambandi við hana á þessum tíma segir BBC að þegar hún fékk nýjan hnúð í handakrikanum hafi móðir hennar sagt henni að það væri krabbameinið á leið út úr líkamanum. Paloma lést eftir að hún fékk hjartaáfall af völdum krabbameins í júlí í fyrra. Opinber rannsókn á dauða hennar á að hefjast í næsta mánuði. Bretland Krabbamein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Kate Shemirani starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur innan breska opinbera heilbrigðiskerfisins en sneri sér síðan að því að auglýsa ýmis konar kukl og fæðubótarefni á samfélagsmiðlum. Þá hefur hún selt ráðgjöf, meðal annars til krabbameinssjúklinga. Eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst árið 2020 dreifði Shemirani alls kyns stoðlausum samsæriskenningum um hann og bóluefnin sem voru þróuð við veirunni. Þar á meðal voru fullyrðingar um að faraldurinn væri gabb, bólusetningar væru skipulögð herferð yfirvalda til þess að drepa fólk og fleira af slíkum toga. Samsæriskenningaflaumurinn varð til þess að hjúkrunarfræðiráð Bretlands samþykkti að svipta Shemirani starfsleyfi árið 2021. Þá var henni úthýst af samfélagsmiðlum en aðeins tímabundið. Fylgjendahópur hennar hefur vaxið eftir að bæði Facebook og X gáfu upplýsingafalsi lausan tauminn og fylgjast milljónir manna með efni hennar þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á samfélagsmiðlunum segir Shemirani fylgjendum sínum að lyfjameðferð við krabbameini sé eins og að dæla „sinnepsgasi“ í æðarnar. Bein afleiðing samsæriskenninga móðurinnar Þegar 23 ára gömul dóttir Shemirani var greind með krabbamein fyrir nokkrum árum segja tveir synir hennar að samsæriskenningar hennar um lyf og læknavísindi hafi valdið dauða systur þeirra. Þær hafi orðið til þess að Palmon Shemirani hafnaði því að gangast undir lyfjameðferðina sem læknar sögðu bjarga lífi hennar. „Systir mín lést sem bein afleiðing af gjörðum mömmu minnar og skoðunum og ég vil ekki að nokkur annar þurfi að ganga í gegnum sama sársauka og missi og ég hef þurft að gera,“ segir Sebastian Shemirani, eldri bróður Palomu við BBC. Fjöldi stoðlausra samsæriskenninga spratt upp í kórónuveirufaraldrinum um allt frá bóluefnum til sóttvarnagríma.Vísir/EPA Bræðurnir telja að samfélagsmiðlafyrirtæki ættu að taka upplýsingafalsi eins og því sem móðir þeirra dreifir fastari tökum. Shemirani svaraði ekki ásökunum sona sinna. Hún og fyrrverandi eignmaður hennar saka bresku heilbrigðisþjónustunni NHS um að hafa drepið dóttur þeirra og hylma yfir það. BBC segist ekki hafa séð nein gögn sem styðji fullyrðingar þeirra. Alin upp við Inforwars og kukl Bræðurnir segja að þau systkinin hafi verið alin upp við samsæriskenningar móður þeirra. Þannig hafi þau hlustað á Alex Jones, alræmdan bandarískan samsæriskenningasmið, ljúga um hvernig fjöldamorð á ungum börnum í Sandy Hook-skólanum í Bandaríkjunum hefði verið sviðsett þegar þau voru á leiðinni í skólann. Andúð móður þeirra á læknavísindum hafi aðeins eflst eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2012. Meinið hafi verið fjarlægt með skurðaðgerð en Shemirani haldi því fram að hún hafi losnað við það með söfum og kaffistólpípum. Alex Jones, fjarhægrisinnaði samsæriskenningasmiðurinn, sem stýrði Infowars. Hann var dæmdur til að greiða aðstandendum barna sem voru myrt í Sandy Hook-skólanum árið 2012 milljarða í bætur fyrir lygar sínar. Hlustað var á hann heima hjá Kate Shemirani þegar börnin hennar ólust upp.AP/Tyler Sizemore Paloma er sögð hafa tileinkað sér sumar ranghugmyndir móður sinnar um heilbrigðisvísindi. Hún hafi neitað að láta bólusetja sig gegn Covid-19. Tókst á við meinið með söfum og stólpípum Eftir að hún greindist með krabbamein árið 2023 virðist móðir hennar hafa þrýst á hana að samþykkja ekki geislameðferðina. Í textaskilaboðum frá Shemirani sem fyrrverandi kærasti Palomu sýndi BBC sagði hún honum að leyfa dóttur sinni ekki að samþykkja neitt um lyfjameðferðina eða aðra meðferð á sjúkrahúsi. Í kjölfarið ákvað Paloma að gangast ekki undir lyfjameðferð. Þess í stað hóf hún svonefnda Gerson-meðferð, hjávísindameðferð sem gengur út á safakúra og stólpípur, að ráðum fyrrverandi félaga móður sinnar. Eftir það fór henni aðeins hrakandi. Vinkona Palomu sem var í sambandi við hana á þessum tíma segir BBC að þegar hún fékk nýjan hnúð í handakrikanum hafi móðir hennar sagt henni að það væri krabbameinið á leið út úr líkamanum. Paloma lést eftir að hún fékk hjartaáfall af völdum krabbameins í júlí í fyrra. Opinber rannsókn á dauða hennar á að hefjast í næsta mánuði.
Bretland Krabbamein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira