Tókst að leysa alla hvalina úr fjörunni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júní 2025 22:07 Hvalirnir reyndust vera á sjöunda tug. Arna Björk Valgeirsdóttir Öllum grindhvölunum sem festust í fjörunni í Ólafsfirði í dag hefur verið komið aftur á flot og út í fjörðinn. Svæðisstjóri fyrir björgunarsveitina Tind segist aldrei hafa búist við að tækist að bjarga þeim öllum. Greint var frá því fyrr í kvöld að vaða sem taldi um fjörutíu grindhvalir hefði strandað við Ólafsfjarðarhöfn en fjöldi þeirra reyndist á sjöunda tug. Aldrei hefur svo stóra vöðu rekið á fjöruna í Ólafsfirði svo lengi sem elstu menn muna. Um leið og tilkynning barst um að hvalirnir væru komnir upp á sand voru ræstar út björgunarsveitir frá Ólafsfirði, Siglufirði, Dalvík og Akureyri en ásamt þeim komu að björguninni lögreglumenn, slökkviliðsmenn íbúar Ólafsfjarðar og jafnvel ferðamenn. Lára Stefánsdóttir situr í svæðisstjórn fyrir hönd björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði og hún segist hafa staðið í forundran þegar henni varð ljóst að þeim hefði tekist að koma hverjum einasta hval á flot. „Það kom mér á óvart hvað þetta gekk vel. Við áttum ekki von á að ná öllum í burtu. Við stóðum í forundran þegar þetta kláraðist og vöktuðum svo með drónum að sjá hvort þeir færu inn aftur. Þeir voru byrjaðir að reyna en við gátum rekið þá þaðan aftur,“ segir hún. Á meðan björgunarstarfinu stóð flæddi að sem Lára segir hafa auðveldað verkið. Það hafi þó tekið á enda eru grindhvalir ekki léttir. Hún segir fólk hafa streymt að fjörunni til að aðstoða og að fengnar hefðu verið leiðbeiningar um hvernig best væri að bera sig við svona björgunarverkefni. „Ég dáist að þessum mannskap og hvað allir fóru bara í verkefnið. Þetta var heilmikill hellingur samantekinn að halda þeim blautum þeim sem fóru efst. Ég átti aldrei von á að þeir myndu allir synda í burtu,“ segir hún. Hvalir Dýr Björgunarsveitir Fjallabyggð Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Greint var frá því fyrr í kvöld að vaða sem taldi um fjörutíu grindhvalir hefði strandað við Ólafsfjarðarhöfn en fjöldi þeirra reyndist á sjöunda tug. Aldrei hefur svo stóra vöðu rekið á fjöruna í Ólafsfirði svo lengi sem elstu menn muna. Um leið og tilkynning barst um að hvalirnir væru komnir upp á sand voru ræstar út björgunarsveitir frá Ólafsfirði, Siglufirði, Dalvík og Akureyri en ásamt þeim komu að björguninni lögreglumenn, slökkviliðsmenn íbúar Ólafsfjarðar og jafnvel ferðamenn. Lára Stefánsdóttir situr í svæðisstjórn fyrir hönd björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði og hún segist hafa staðið í forundran þegar henni varð ljóst að þeim hefði tekist að koma hverjum einasta hval á flot. „Það kom mér á óvart hvað þetta gekk vel. Við áttum ekki von á að ná öllum í burtu. Við stóðum í forundran þegar þetta kláraðist og vöktuðum svo með drónum að sjá hvort þeir færu inn aftur. Þeir voru byrjaðir að reyna en við gátum rekið þá þaðan aftur,“ segir hún. Á meðan björgunarstarfinu stóð flæddi að sem Lára segir hafa auðveldað verkið. Það hafi þó tekið á enda eru grindhvalir ekki léttir. Hún segir fólk hafa streymt að fjörunni til að aðstoða og að fengnar hefðu verið leiðbeiningar um hvernig best væri að bera sig við svona björgunarverkefni. „Ég dáist að þessum mannskap og hvað allir fóru bara í verkefnið. Þetta var heilmikill hellingur samantekinn að halda þeim blautum þeim sem fóru efst. Ég átti aldrei von á að þeir myndu allir synda í burtu,“ segir hún.
Hvalir Dýr Björgunarsveitir Fjallabyggð Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira