Tókst að leysa alla hvalina úr fjörunni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júní 2025 22:07 Hvalirnir reyndust vera á sjöunda tug. Arna Björk Valgeirsdóttir Öllum grindhvölunum sem festust í fjörunni í Ólafsfirði í dag hefur verið komið aftur á flot og út í fjörðinn. Svæðisstjóri fyrir björgunarsveitina Tind segist aldrei hafa búist við að tækist að bjarga þeim öllum. Greint var frá því fyrr í kvöld að vaða sem taldi um fjörutíu grindhvalir hefði strandað við Ólafsfjarðarhöfn en fjöldi þeirra reyndist á sjöunda tug. Aldrei hefur svo stóra vöðu rekið á fjöruna í Ólafsfirði svo lengi sem elstu menn muna. Um leið og tilkynning barst um að hvalirnir væru komnir upp á sand voru ræstar út björgunarsveitir frá Ólafsfirði, Siglufirði, Dalvík og Akureyri en ásamt þeim komu að björguninni lögreglumenn, slökkviliðsmenn íbúar Ólafsfjarðar og jafnvel ferðamenn. Lára Stefánsdóttir situr í svæðisstjórn fyrir hönd björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði og hún segist hafa staðið í forundran þegar henni varð ljóst að þeim hefði tekist að koma hverjum einasta hval á flot. „Það kom mér á óvart hvað þetta gekk vel. Við áttum ekki von á að ná öllum í burtu. Við stóðum í forundran þegar þetta kláraðist og vöktuðum svo með drónum að sjá hvort þeir færu inn aftur. Þeir voru byrjaðir að reyna en við gátum rekið þá þaðan aftur,“ segir hún. Á meðan björgunarstarfinu stóð flæddi að sem Lára segir hafa auðveldað verkið. Það hafi þó tekið á enda eru grindhvalir ekki léttir. Hún segir fólk hafa streymt að fjörunni til að aðstoða og að fengnar hefðu verið leiðbeiningar um hvernig best væri að bera sig við svona björgunarverkefni. „Ég dáist að þessum mannskap og hvað allir fóru bara í verkefnið. Þetta var heilmikill hellingur samantekinn að halda þeim blautum þeim sem fóru efst. Ég átti aldrei von á að þeir myndu allir synda í burtu,“ segir hún. Hvalir Dýr Björgunarsveitir Fjallabyggð Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Greint var frá því fyrr í kvöld að vaða sem taldi um fjörutíu grindhvalir hefði strandað við Ólafsfjarðarhöfn en fjöldi þeirra reyndist á sjöunda tug. Aldrei hefur svo stóra vöðu rekið á fjöruna í Ólafsfirði svo lengi sem elstu menn muna. Um leið og tilkynning barst um að hvalirnir væru komnir upp á sand voru ræstar út björgunarsveitir frá Ólafsfirði, Siglufirði, Dalvík og Akureyri en ásamt þeim komu að björguninni lögreglumenn, slökkviliðsmenn íbúar Ólafsfjarðar og jafnvel ferðamenn. Lára Stefánsdóttir situr í svæðisstjórn fyrir hönd björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði og hún segist hafa staðið í forundran þegar henni varð ljóst að þeim hefði tekist að koma hverjum einasta hval á flot. „Það kom mér á óvart hvað þetta gekk vel. Við áttum ekki von á að ná öllum í burtu. Við stóðum í forundran þegar þetta kláraðist og vöktuðum svo með drónum að sjá hvort þeir færu inn aftur. Þeir voru byrjaðir að reyna en við gátum rekið þá þaðan aftur,“ segir hún. Á meðan björgunarstarfinu stóð flæddi að sem Lára segir hafa auðveldað verkið. Það hafi þó tekið á enda eru grindhvalir ekki léttir. Hún segir fólk hafa streymt að fjörunni til að aðstoða og að fengnar hefðu verið leiðbeiningar um hvernig best væri að bera sig við svona björgunarverkefni. „Ég dáist að þessum mannskap og hvað allir fóru bara í verkefnið. Þetta var heilmikill hellingur samantekinn að halda þeim blautum þeim sem fóru efst. Ég átti aldrei von á að þeir myndu allir synda í burtu,“ segir hún.
Hvalir Dýr Björgunarsveitir Fjallabyggð Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir