Mikil réttarbót fyrir fatlað fólk mætir hindrunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 20. júní 2025 08:02 Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um lögleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna sem nú bíður afgreiðslu á Alþingi felur í sér gríðarlega réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi. Það vekur hins vegar athygli að frumvarpið mætir töluverðri andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins og annarra þingmanna í stjórnarandstöðu. Vegurinn að lögleiðingu samningsins hefur verið langur eða 18 ár frá því hann var staðfestur hjá SÞ. Það var hins vegar eitt af fyrstu verkum formanns Flokks fólksins í embætti ráðherra að leggja frumvarp um lögleiðinguna fram á Alþingi. Lagagreinar frumvarpsins eru ekki margar, einungis þrjár: 1. gr. Markmið þessara laga er að styrkja mannréttindi fatlaðs fólks og tryggja að fatlað fólk njóti til fulls allra mannréttinda og geti tekið virkan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. 2. gr. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur lagagildi hér á landi. Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með lögum þessum. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Treystir lagalega stöðu fatlaðs fólks Þótt greinar frumvarpsins séu ekki margar er mikilvægast að verði frumvarpið að lögum hljóta allar fimmtíu greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra lagagildi á Íslandi. Þeir sem andmæla frumvarpinu finna því til foráttu að það leggi ófyrirséðan kostnað á herðar ríkisins meðal annars vegna mögulegra málaferla sem byggja muni á greinum samningsins í framtíðinni. Það hvarflar ekki að sömu aðilum að nákvæmlega þessi sömu réttindi geta kallað á málaferli hjá ófötluðum Íslendingum virði stjórnvöld ekki lög sem almennt tryggja þessi sömu réttindi. Þá ætti lögleiðing samningsins að verða einni af ríkustu þjóðum heims hvatning til að tryggja að öll ákvæði samnings verði uppfyllt eða á fatlað fólk að bíða fram í hið óendanlega eftir því? Átján ára bið Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hinn 13. desember 2006. Ísland undirritaði samninginn í mars 2007, eða fyrir átján árum, og fullgilti hann í september 2016. Níu árum síðar hefur samningurinn hins vegar ekki enn verið færður í íslensk lög eins og markmiðið er með frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra. Með því að færa allar 50. greinar samnings SÞ í íslensk lög hefur samningurinn gildi fyrir íslenskum dómstólum. Samningurinn setur ýmsar skyldur á stjórnvöld og færir fötluðu fólki fjölbreytt réttindi sem of langt mál er að fara út í með stuttri grein. Samninginn í heild sinni á íslensku má finna í frumvarpinu: https://www.althingi.is/altext/156/s/0204.html Sjálfsögð réttindi Stjórnvöld hafa allt frá því samningur SÞ var undirritaður árið 2007 sem betur fer brugðist við ýmsu sem kveðið er á um í samningnum og því ber að fagna. Það er aftur á móti mjög mikilvægt að fatlað fólk geti sótt rétt sinn samkvæmt samningnum og löggilding hans hvetur opinbera aðila til dáða við innleiðingu þeirra þátta sem upp á vantar. Það er erfitt að trúa því fyrr en á því er tekið að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að koma í veg fyrir að frumvarpið nái fram að ganga. Hverjum af meginreglum samningsins væru sömu þingmenn reiðubúnir að fórna gagnvart þeim sjálfum og öllum öðrum í samfélaginu? Meginreglur samningsins eru átta og fela í sér að: Að virðing sé borin fyrir eðlislægri reisn, sjálfræði einstaklinga, þar með talið frelsi til að taka eigin ákvarðanir og sjálfstæði einstaklinga. Bann við mismunun. Fulla og árangursríka þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar. Að virðing sé borin fyrir fjölbreytni og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Að fatlaðir njóti jafnra tækifæra. Að aðgengi sé tryggt. Jafnrétti á milli karla og kvenna og borin sé virðing fyrir stigvaxandi getu fatlaðra barna og virðing fyrir rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Allt eru þetta réttindi sem þykja sjálfsögð til handa ófötluðu fólki og ættu að vera sjálfsögð á Íslandi, sem hefur verið í hópi tíu ríkustu þjóða heims um langt skeið. Með samþykkt frumvarpsins yrði stigið eitt stærsta framfaraspor í réttindum fatlaðs fólks á Íslandi frá upphafi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um lögleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna sem nú bíður afgreiðslu á Alþingi felur í sér gríðarlega réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi. Það vekur hins vegar athygli að frumvarpið mætir töluverðri andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins og annarra þingmanna í stjórnarandstöðu. Vegurinn að lögleiðingu samningsins hefur verið langur eða 18 ár frá því hann var staðfestur hjá SÞ. Það var hins vegar eitt af fyrstu verkum formanns Flokks fólksins í embætti ráðherra að leggja frumvarp um lögleiðinguna fram á Alþingi. Lagagreinar frumvarpsins eru ekki margar, einungis þrjár: 1. gr. Markmið þessara laga er að styrkja mannréttindi fatlaðs fólks og tryggja að fatlað fólk njóti til fulls allra mannréttinda og geti tekið virkan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. 2. gr. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur lagagildi hér á landi. Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með lögum þessum. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Treystir lagalega stöðu fatlaðs fólks Þótt greinar frumvarpsins séu ekki margar er mikilvægast að verði frumvarpið að lögum hljóta allar fimmtíu greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra lagagildi á Íslandi. Þeir sem andmæla frumvarpinu finna því til foráttu að það leggi ófyrirséðan kostnað á herðar ríkisins meðal annars vegna mögulegra málaferla sem byggja muni á greinum samningsins í framtíðinni. Það hvarflar ekki að sömu aðilum að nákvæmlega þessi sömu réttindi geta kallað á málaferli hjá ófötluðum Íslendingum virði stjórnvöld ekki lög sem almennt tryggja þessi sömu réttindi. Þá ætti lögleiðing samningsins að verða einni af ríkustu þjóðum heims hvatning til að tryggja að öll ákvæði samnings verði uppfyllt eða á fatlað fólk að bíða fram í hið óendanlega eftir því? Átján ára bið Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hinn 13. desember 2006. Ísland undirritaði samninginn í mars 2007, eða fyrir átján árum, og fullgilti hann í september 2016. Níu árum síðar hefur samningurinn hins vegar ekki enn verið færður í íslensk lög eins og markmiðið er með frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra. Með því að færa allar 50. greinar samnings SÞ í íslensk lög hefur samningurinn gildi fyrir íslenskum dómstólum. Samningurinn setur ýmsar skyldur á stjórnvöld og færir fötluðu fólki fjölbreytt réttindi sem of langt mál er að fara út í með stuttri grein. Samninginn í heild sinni á íslensku má finna í frumvarpinu: https://www.althingi.is/altext/156/s/0204.html Sjálfsögð réttindi Stjórnvöld hafa allt frá því samningur SÞ var undirritaður árið 2007 sem betur fer brugðist við ýmsu sem kveðið er á um í samningnum og því ber að fagna. Það er aftur á móti mjög mikilvægt að fatlað fólk geti sótt rétt sinn samkvæmt samningnum og löggilding hans hvetur opinbera aðila til dáða við innleiðingu þeirra þátta sem upp á vantar. Það er erfitt að trúa því fyrr en á því er tekið að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að koma í veg fyrir að frumvarpið nái fram að ganga. Hverjum af meginreglum samningsins væru sömu þingmenn reiðubúnir að fórna gagnvart þeim sjálfum og öllum öðrum í samfélaginu? Meginreglur samningsins eru átta og fela í sér að: Að virðing sé borin fyrir eðlislægri reisn, sjálfræði einstaklinga, þar með talið frelsi til að taka eigin ákvarðanir og sjálfstæði einstaklinga. Bann við mismunun. Fulla og árangursríka þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar. Að virðing sé borin fyrir fjölbreytni og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Að fatlaðir njóti jafnra tækifæra. Að aðgengi sé tryggt. Jafnrétti á milli karla og kvenna og borin sé virðing fyrir stigvaxandi getu fatlaðra barna og virðing fyrir rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Allt eru þetta réttindi sem þykja sjálfsögð til handa ófötluðu fólki og ættu að vera sjálfsögð á Íslandi, sem hefur verið í hópi tíu ríkustu þjóða heims um langt skeið. Með samþykkt frumvarpsins yrði stigið eitt stærsta framfaraspor í réttindum fatlaðs fólks á Íslandi frá upphafi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun