Gátu loks yfirheyrt konuna Árni Sæberg skrifar 19. júní 2025 15:03 Lögreglumaður fyrir utan herbergi á 4. hæð á Edition hóteli. Herbergið er enn innsiglað. Vísir Franska konan sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á hóteli síðustu helgi var loks yfirheyrð í gær. Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segist ekkert geta gefið upp um það sem kom fram í yfirheyrslunni, hvorki hvort konan hefði játað verknaðinn eða hvernig ástand hennar hefði verið í yfirheyrslunni. Hann segir að ástand hennar sé stöðugt en hún hefur legið á sjúkrahúsi með stunguáverka síðan á laugardagsmorgun, þegar eiginmaður hennar og dóttir fundust látin á hótelherbergi á Edition-hótelinu í Reykjavík. Konan og maður hennar voru á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Rannsókn miðar vel Ævar Pálmi segir að rannsókn málsins miði vel en henni sé hvergi nærri lokið. Vettvangsrannsókn standi enn yfir og hótelherbergið sé enn innsiglað. Ekki hafi verið talin þörf á víðtækari lokunum á hótelinu. Hann kveðst ekki vita hvort gist sé í nærliggjandi herbergjum eða ekki. Það sé alfarið undir stjórnendum hótelsins komið. Í vikunni var greint frá því lögreglumenn hefðu sett sig í samband við kollega sína í Frakklandi. Ævar Pálmi sagði það hafa verið gert með fulltingi franska sendiráðsins á Íslandi. Franska lögreglan hefði aðstoðað þá íslensku við að komast í samband við aðstandendur þeirra látnu. Hin látnu og konan sem grunuð er um að hafa ráðið þeim bana, hefðu þó verið búsett á Írlandi og komið þaðan til landsins. Ævar segir að lögreglan sé enn í virki samtali og samstarfi við erlend löggæsluyfirvöld, bæði frönsk og írsk. Ekki hafi komið til tals að erlendir lögreglumenn komi til landsins. Lögregla búi ekki yfir upplýsingum um að fólkið hafi áður komið við sögu hjá þessum löggæsluyfirvöldum. Ekki ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á laugardag en úrskurður sá rennur að óbreyttu út á morgun. Ævar Pálmi segir ákvörðun verða tekna á morgun um það hvort farið verði fram á áfranhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni. Hann telji það þó ekki ólíklegt og það yrði gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Manndráp á Reykjavík Edition Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segist ekkert geta gefið upp um það sem kom fram í yfirheyrslunni, hvorki hvort konan hefði játað verknaðinn eða hvernig ástand hennar hefði verið í yfirheyrslunni. Hann segir að ástand hennar sé stöðugt en hún hefur legið á sjúkrahúsi með stunguáverka síðan á laugardagsmorgun, þegar eiginmaður hennar og dóttir fundust látin á hótelherbergi á Edition-hótelinu í Reykjavík. Konan og maður hennar voru á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Rannsókn miðar vel Ævar Pálmi segir að rannsókn málsins miði vel en henni sé hvergi nærri lokið. Vettvangsrannsókn standi enn yfir og hótelherbergið sé enn innsiglað. Ekki hafi verið talin þörf á víðtækari lokunum á hótelinu. Hann kveðst ekki vita hvort gist sé í nærliggjandi herbergjum eða ekki. Það sé alfarið undir stjórnendum hótelsins komið. Í vikunni var greint frá því lögreglumenn hefðu sett sig í samband við kollega sína í Frakklandi. Ævar Pálmi sagði það hafa verið gert með fulltingi franska sendiráðsins á Íslandi. Franska lögreglan hefði aðstoðað þá íslensku við að komast í samband við aðstandendur þeirra látnu. Hin látnu og konan sem grunuð er um að hafa ráðið þeim bana, hefðu þó verið búsett á Írlandi og komið þaðan til landsins. Ævar segir að lögreglan sé enn í virki samtali og samstarfi við erlend löggæsluyfirvöld, bæði frönsk og írsk. Ekki hafi komið til tals að erlendir lögreglumenn komi til landsins. Lögregla búi ekki yfir upplýsingum um að fólkið hafi áður komið við sögu hjá þessum löggæsluyfirvöldum. Ekki ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á laugardag en úrskurður sá rennur að óbreyttu út á morgun. Ævar Pálmi segir ákvörðun verða tekna á morgun um það hvort farið verði fram á áfranhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni. Hann telji það þó ekki ólíklegt og það yrði gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Manndráp á Reykjavík Edition Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira