Heyr, heyr-ið í þingsal veldur Snorra hugarangri Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2025 11:24 Snorri Másson taldi sig hafa greint ákveðið mynstur í þeirri hefði að hrópa heyr, heyr! í þingsal; þar réði ekki fölskvalaus aðdáun á ræðumanni heldur stundaði meirihlutinn þetta þegar hann væri hvað minnstur í sér. vísir/vilhelm Snorri Másson Miðflokki velti fyrir sér þeirri hefð sem myndast hefur í þingsal, þegar heyrist „Heyr, heyr!“ Hann taldi það misvísandi, þar lægi fiskur undir steini. Snorri var meðal þeirra þingmanna sem kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störf þingsins sem var á dagskrá nú fyrir hádegi. Snorri var síðastur á mælendaskrá og kom fólki nokkuð á óvart þegar hann vildi gera þetta Heyr, heyr! að umtalsefni. Áður höfðu stjórnarliðar gert málþóf minnihlutans að umtalsefni, að það væri lítilsvirðandi og þingmenn minnihlutans sagt að þar væri verklagi ríkisstjórnar um að ræða. Halla Hrund Logadóttir Framsókn hafði opinberað að þingkonan Melissa Hortmann sem myrt var í Minnesota í Bandaríkjunum á dögunum, hafi verið með henni í skóla og Eydís Ásbjörnsdóttir Samfylkingu hafði þakkað heilbrigðisráðherra fyrir að vilja loks gera eitthvað í málefnum þeirra kvenna sem þjáðust af endómedríósu – sjálf væri hún meðal þeirra sem þjáðst hefði í fjóra áratugi af slíku. Halla Hrund Logadóttir greindi frá því að hún hafi verið með Melissu Hortmann, sem myrt var af manni sem var henni ósammála, í skóla. Hún taldi þennan voveiflega atburð til marks um pólaríseringu og væri brýning um að menn tækjust á en í vinsemd.vísir/vilhelm En Snorri fór í óvænta átt í ræðu sinni, eins og áður sagði. Hann taldi að þetta „Heyr, heyr!“ gæfi ekki rétta mynd af því sem í gangi væri í þinginu. Þetta gæti verið ruglandi fyrir þá sem fylgdust með Alþingisrásinni. Snorri hafði greint mynstur í „heyr, heyr-inu“, sem sagt því að þetta væri að mestu bundið við vinstri flokkana. „Við þingmenn vitum hvernig landið liggur. Og er þetta vegna þess að þau eru svona ánægð með sig? Nei, þau gera þetta þegar þau eru hvað minnst í sér. Þetta er ekki flöskvalaus aðdáun á ræðumanni sem ræður,“ sagði Snorri. Og uppskar hraustlegt „heyr, heyr!“ úr þingsal í lok ræðu sinnar. Þetta var þrátt fyrir að hann hafi farið sérstaklega fram á að það yrði ekki gert. Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Snorri var meðal þeirra þingmanna sem kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störf þingsins sem var á dagskrá nú fyrir hádegi. Snorri var síðastur á mælendaskrá og kom fólki nokkuð á óvart þegar hann vildi gera þetta Heyr, heyr! að umtalsefni. Áður höfðu stjórnarliðar gert málþóf minnihlutans að umtalsefni, að það væri lítilsvirðandi og þingmenn minnihlutans sagt að þar væri verklagi ríkisstjórnar um að ræða. Halla Hrund Logadóttir Framsókn hafði opinberað að þingkonan Melissa Hortmann sem myrt var í Minnesota í Bandaríkjunum á dögunum, hafi verið með henni í skóla og Eydís Ásbjörnsdóttir Samfylkingu hafði þakkað heilbrigðisráðherra fyrir að vilja loks gera eitthvað í málefnum þeirra kvenna sem þjáðust af endómedríósu – sjálf væri hún meðal þeirra sem þjáðst hefði í fjóra áratugi af slíku. Halla Hrund Logadóttir greindi frá því að hún hafi verið með Melissu Hortmann, sem myrt var af manni sem var henni ósammála, í skóla. Hún taldi þennan voveiflega atburð til marks um pólaríseringu og væri brýning um að menn tækjust á en í vinsemd.vísir/vilhelm En Snorri fór í óvænta átt í ræðu sinni, eins og áður sagði. Hann taldi að þetta „Heyr, heyr!“ gæfi ekki rétta mynd af því sem í gangi væri í þinginu. Þetta gæti verið ruglandi fyrir þá sem fylgdust með Alþingisrásinni. Snorri hafði greint mynstur í „heyr, heyr-inu“, sem sagt því að þetta væri að mestu bundið við vinstri flokkana. „Við þingmenn vitum hvernig landið liggur. Og er þetta vegna þess að þau eru svona ánægð með sig? Nei, þau gera þetta þegar þau eru hvað minnst í sér. Þetta er ekki flöskvalaus aðdáun á ræðumanni sem ræður,“ sagði Snorri. Og uppskar hraustlegt „heyr, heyr!“ úr þingsal í lok ræðu sinnar. Þetta var þrátt fyrir að hann hafi farið sérstaklega fram á að það yrði ekki gert.
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira