Heyr, heyr-ið í þingsal veldur Snorra hugarangri Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2025 11:24 Snorri Másson taldi sig hafa greint ákveðið mynstur í þeirri hefði að hrópa heyr, heyr! í þingsal; þar réði ekki fölskvalaus aðdáun á ræðumanni heldur stundaði meirihlutinn þetta þegar hann væri hvað minnstur í sér. vísir/vilhelm Snorri Másson Miðflokki velti fyrir sér þeirri hefð sem myndast hefur í þingsal, þegar heyrist „Heyr, heyr!“ Hann taldi það misvísandi, þar lægi fiskur undir steini. Snorri var meðal þeirra þingmanna sem kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störf þingsins sem var á dagskrá nú fyrir hádegi. Snorri var síðastur á mælendaskrá og kom fólki nokkuð á óvart þegar hann vildi gera þetta Heyr, heyr! að umtalsefni. Áður höfðu stjórnarliðar gert málþóf minnihlutans að umtalsefni, að það væri lítilsvirðandi og þingmenn minnihlutans sagt að þar væri verklagi ríkisstjórnar um að ræða. Halla Hrund Logadóttir Framsókn hafði opinberað að þingkonan Melissa Hortmann sem myrt var í Minnesota í Bandaríkjunum á dögunum, hafi verið með henni í skóla og Eydís Ásbjörnsdóttir Samfylkingu hafði þakkað heilbrigðisráðherra fyrir að vilja loks gera eitthvað í málefnum þeirra kvenna sem þjáðust af endómedríósu – sjálf væri hún meðal þeirra sem þjáðst hefði í fjóra áratugi af slíku. Halla Hrund Logadóttir greindi frá því að hún hafi verið með Melissu Hortmann, sem myrt var af manni sem var henni ósammála, í skóla. Hún taldi þennan voveiflega atburð til marks um pólaríseringu og væri brýning um að menn tækjust á en í vinsemd.vísir/vilhelm En Snorri fór í óvænta átt í ræðu sinni, eins og áður sagði. Hann taldi að þetta „Heyr, heyr!“ gæfi ekki rétta mynd af því sem í gangi væri í þinginu. Þetta gæti verið ruglandi fyrir þá sem fylgdust með Alþingisrásinni. Snorri hafði greint mynstur í „heyr, heyr-inu“, sem sagt því að þetta væri að mestu bundið við vinstri flokkana. „Við þingmenn vitum hvernig landið liggur. Og er þetta vegna þess að þau eru svona ánægð með sig? Nei, þau gera þetta þegar þau eru hvað minnst í sér. Þetta er ekki flöskvalaus aðdáun á ræðumanni sem ræður,“ sagði Snorri. Og uppskar hraustlegt „heyr, heyr!“ úr þingsal í lok ræðu sinnar. Þetta var þrátt fyrir að hann hafi farið sérstaklega fram á að það yrði ekki gert. Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Snorri var meðal þeirra þingmanna sem kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störf þingsins sem var á dagskrá nú fyrir hádegi. Snorri var síðastur á mælendaskrá og kom fólki nokkuð á óvart þegar hann vildi gera þetta Heyr, heyr! að umtalsefni. Áður höfðu stjórnarliðar gert málþóf minnihlutans að umtalsefni, að það væri lítilsvirðandi og þingmenn minnihlutans sagt að þar væri verklagi ríkisstjórnar um að ræða. Halla Hrund Logadóttir Framsókn hafði opinberað að þingkonan Melissa Hortmann sem myrt var í Minnesota í Bandaríkjunum á dögunum, hafi verið með henni í skóla og Eydís Ásbjörnsdóttir Samfylkingu hafði þakkað heilbrigðisráðherra fyrir að vilja loks gera eitthvað í málefnum þeirra kvenna sem þjáðust af endómedríósu – sjálf væri hún meðal þeirra sem þjáðst hefði í fjóra áratugi af slíku. Halla Hrund Logadóttir greindi frá því að hún hafi verið með Melissu Hortmann, sem myrt var af manni sem var henni ósammála, í skóla. Hún taldi þennan voveiflega atburð til marks um pólaríseringu og væri brýning um að menn tækjust á en í vinsemd.vísir/vilhelm En Snorri fór í óvænta átt í ræðu sinni, eins og áður sagði. Hann taldi að þetta „Heyr, heyr!“ gæfi ekki rétta mynd af því sem í gangi væri í þinginu. Þetta gæti verið ruglandi fyrir þá sem fylgdust með Alþingisrásinni. Snorri hafði greint mynstur í „heyr, heyr-inu“, sem sagt því að þetta væri að mestu bundið við vinstri flokkana. „Við þingmenn vitum hvernig landið liggur. Og er þetta vegna þess að þau eru svona ánægð með sig? Nei, þau gera þetta þegar þau eru hvað minnst í sér. Þetta er ekki flöskvalaus aðdáun á ræðumanni sem ræður,“ sagði Snorri. Og uppskar hraustlegt „heyr, heyr!“ úr þingsal í lok ræðu sinnar. Þetta var þrátt fyrir að hann hafi farið sérstaklega fram á að það yrði ekki gert.
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira