Jón Daði þakkar fyrir sig og flytur heim til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 18. júní 2025 11:35 Jón Daði Böðvarsson virðist hafa spilað sinn síðasta leik í enska boltanum. Getty/James Baylis Fótboltamaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur nú tekið endanlega ákvörðun um það að flytja með fjölskyldu sinni heim til Íslands eftir hartnær áratug í enska boltanum. Jón Daði virðist því hafa lokið sínum atvinnumannaferli erlendis en það gerði hann með liði Burton Albion sem hann spilaði með síðasta hálfa árið. Í kveðju til stuðningsmanna Burton kveðst Selfyssingurinn hafa viljað ljúka tíma sínum á Englandi á góðum nótum og það tókst því Jón Daði skoraði fimm mörk og átti eina stoðsendingu fyrir Burton. Ekkert annað en fall virtist blasa við liðinu þegar Jón Daði kom en á endanum hélt Burton sér í ensku C-deildinni, stigi frá fallsæti. Jón Daði lék áður með Wrexham, Bolton, Millwall, Reading og Wolves á Englandi, eftir að hafa spilað með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi en hann hóf meistaraflokksferil sinn heima á Selfossi. Ljóst er að Jón Daði, sem er 33 ára og á að baki 64 A-landsleiki, ætlar að halda áfram að spila fótbolta en nú á Íslandi. Í kveðju sinni skrifar hann: „Takk Burton Albion fyrir stuttan en samt eftirminnilegan tíma. Það var alltaf sú hugsun í höfðinu á mér að áður en ég flytti endanlega heim þá myndi ég geta kvatt með jákvæðum hætti hvað fótboltann varðar, og ég vona að mér hafi tekist það á einhvern hátt. Þótt ég hefði viljað vera áfram þá tel ég að þetta sé rétti tíminn fyrir mig og fjölskyldu mína að flytja heim til Íslands, eftir að hafa búið í næstum 10 ár í Englandi og alls 13 ár erlendis. Ég vona að þið skiljið ákvörðun mína. Ferðalag mitt mun halda áfram, bara ekki lengur erlendis.“ Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Sjá meira
Jón Daði virðist því hafa lokið sínum atvinnumannaferli erlendis en það gerði hann með liði Burton Albion sem hann spilaði með síðasta hálfa árið. Í kveðju til stuðningsmanna Burton kveðst Selfyssingurinn hafa viljað ljúka tíma sínum á Englandi á góðum nótum og það tókst því Jón Daði skoraði fimm mörk og átti eina stoðsendingu fyrir Burton. Ekkert annað en fall virtist blasa við liðinu þegar Jón Daði kom en á endanum hélt Burton sér í ensku C-deildinni, stigi frá fallsæti. Jón Daði lék áður með Wrexham, Bolton, Millwall, Reading og Wolves á Englandi, eftir að hafa spilað með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi en hann hóf meistaraflokksferil sinn heima á Selfossi. Ljóst er að Jón Daði, sem er 33 ára og á að baki 64 A-landsleiki, ætlar að halda áfram að spila fótbolta en nú á Íslandi. Í kveðju sinni skrifar hann: „Takk Burton Albion fyrir stuttan en samt eftirminnilegan tíma. Það var alltaf sú hugsun í höfðinu á mér að áður en ég flytti endanlega heim þá myndi ég geta kvatt með jákvæðum hætti hvað fótboltann varðar, og ég vona að mér hafi tekist það á einhvern hátt. Þótt ég hefði viljað vera áfram þá tel ég að þetta sé rétti tíminn fyrir mig og fjölskyldu mína að flytja heim til Íslands, eftir að hafa búið í næstum 10 ár í Englandi og alls 13 ár erlendis. Ég vona að þið skiljið ákvörðun mína. Ferðalag mitt mun halda áfram, bara ekki lengur erlendis.“
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Sjá meira