Jón Daði þakkar fyrir sig og flytur heim til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 18. júní 2025 11:35 Jón Daði Böðvarsson virðist hafa spilað sinn síðasta leik í enska boltanum. Getty/James Baylis Fótboltamaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur nú tekið endanlega ákvörðun um það að flytja með fjölskyldu sinni heim til Íslands eftir hartnær áratug í enska boltanum. Jón Daði virðist því hafa lokið sínum atvinnumannaferli erlendis en það gerði hann með liði Burton Albion sem hann spilaði með síðasta hálfa árið. Í kveðju til stuðningsmanna Burton kveðst Selfyssingurinn hafa viljað ljúka tíma sínum á Englandi á góðum nótum og það tókst því Jón Daði skoraði fimm mörk og átti eina stoðsendingu fyrir Burton. Ekkert annað en fall virtist blasa við liðinu þegar Jón Daði kom en á endanum hélt Burton sér í ensku C-deildinni, stigi frá fallsæti. Jón Daði lék áður með Wrexham, Bolton, Millwall, Reading og Wolves á Englandi, eftir að hafa spilað með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi en hann hóf meistaraflokksferil sinn heima á Selfossi. Ljóst er að Jón Daði, sem er 33 ára og á að baki 64 A-landsleiki, ætlar að halda áfram að spila fótbolta en nú á Íslandi. Í kveðju sinni skrifar hann: „Takk Burton Albion fyrir stuttan en samt eftirminnilegan tíma. Það var alltaf sú hugsun í höfðinu á mér að áður en ég flytti endanlega heim þá myndi ég geta kvatt með jákvæðum hætti hvað fótboltann varðar, og ég vona að mér hafi tekist það á einhvern hátt. Þótt ég hefði viljað vera áfram þá tel ég að þetta sé rétti tíminn fyrir mig og fjölskyldu mína að flytja heim til Íslands, eftir að hafa búið í næstum 10 ár í Englandi og alls 13 ár erlendis. Ég vona að þið skiljið ákvörðun mína. Ferðalag mitt mun halda áfram, bara ekki lengur erlendis.“ Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Jón Daði virðist því hafa lokið sínum atvinnumannaferli erlendis en það gerði hann með liði Burton Albion sem hann spilaði með síðasta hálfa árið. Í kveðju til stuðningsmanna Burton kveðst Selfyssingurinn hafa viljað ljúka tíma sínum á Englandi á góðum nótum og það tókst því Jón Daði skoraði fimm mörk og átti eina stoðsendingu fyrir Burton. Ekkert annað en fall virtist blasa við liðinu þegar Jón Daði kom en á endanum hélt Burton sér í ensku C-deildinni, stigi frá fallsæti. Jón Daði lék áður með Wrexham, Bolton, Millwall, Reading og Wolves á Englandi, eftir að hafa spilað með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi en hann hóf meistaraflokksferil sinn heima á Selfossi. Ljóst er að Jón Daði, sem er 33 ára og á að baki 64 A-landsleiki, ætlar að halda áfram að spila fótbolta en nú á Íslandi. Í kveðju sinni skrifar hann: „Takk Burton Albion fyrir stuttan en samt eftirminnilegan tíma. Það var alltaf sú hugsun í höfðinu á mér að áður en ég flytti endanlega heim þá myndi ég geta kvatt með jákvæðum hætti hvað fótboltann varðar, og ég vona að mér hafi tekist það á einhvern hátt. Þótt ég hefði viljað vera áfram þá tel ég að þetta sé rétti tíminn fyrir mig og fjölskyldu mína að flytja heim til Íslands, eftir að hafa búið í næstum 10 ár í Englandi og alls 13 ár erlendis. Ég vona að þið skiljið ákvörðun mína. Ferðalag mitt mun halda áfram, bara ekki lengur erlendis.“
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira