Gaslýsing Guðlaugs Þórs Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 18. júní 2025 10:31 Það vakti athygli mína að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lét í það skína í viðtali á Vísi þann 17. júní að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) mistúlkaði regluverk sem umhverfisráðuneytið hans stóð fyrir að innleiða síðasta sumar. Regluverk sem hefur leitt til aukins flækjustigs í umsóknarferli nýrra veitingastaða. Í regluverkinu er skýrt kveðið á um að nýir veitingastaðir þurfi að fara í gegnum fjögurra vikna umsagnar- og auglýsingarferli áður en starfsleyfi er veitt. Þetta hefur gert opnun nýrra veitingastaða erfiðara og tímafrekari. Sem fyrrverandi formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ), staðfesti ég að bæði HER og SHÍ gerðu ítarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á sínum tíma og bentu á mögulegar afleiðingar þessarar nýju nálgunar. Þær ábendingar voru skýrar og rökstuddar, en engu að síður var regluverkið innleitt óbreytt. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að umræða eigi sér stað um hvernig megi einfalda og bæta starfsleyfisferlið og hefur umræða um umsóknarferlið verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Sjálfur er ég þeirra skoðunar að margt er hægt að bæta til að gera starfsleyfis umsóknarferlið skilvirkara fyrir fyrirtæki t.d. með þvi að sameina heilbrigðiseftirlitssvæðin á höfuðborgarsvæðinu undir eitt eftirlitsvæði. Hins vegar tel ég það ekki réttlátt að varpa ábyrgð á túlkun eða framkvæmd niður á fagfólk eftirlitsaðila, sérstaklega þegar skýrar reglur voru settar af hálfu stjórnvalda sjálfra. Slík framsetning dregur úr trausti á kerfinu og þeim sem sinna mikilvægu eftirlitshlutverki í þágu almennings. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík, formaður SHÍ og fyrrum formaður Heilbrigðisnefndar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Haukur Sverrisson Framsóknarflokkurinn Heilbrigðiseftirlit Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Það vakti athygli mína að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lét í það skína í viðtali á Vísi þann 17. júní að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) mistúlkaði regluverk sem umhverfisráðuneytið hans stóð fyrir að innleiða síðasta sumar. Regluverk sem hefur leitt til aukins flækjustigs í umsóknarferli nýrra veitingastaða. Í regluverkinu er skýrt kveðið á um að nýir veitingastaðir þurfi að fara í gegnum fjögurra vikna umsagnar- og auglýsingarferli áður en starfsleyfi er veitt. Þetta hefur gert opnun nýrra veitingastaða erfiðara og tímafrekari. Sem fyrrverandi formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ), staðfesti ég að bæði HER og SHÍ gerðu ítarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á sínum tíma og bentu á mögulegar afleiðingar þessarar nýju nálgunar. Þær ábendingar voru skýrar og rökstuddar, en engu að síður var regluverkið innleitt óbreytt. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að umræða eigi sér stað um hvernig megi einfalda og bæta starfsleyfisferlið og hefur umræða um umsóknarferlið verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Sjálfur er ég þeirra skoðunar að margt er hægt að bæta til að gera starfsleyfis umsóknarferlið skilvirkara fyrir fyrirtæki t.d. með þvi að sameina heilbrigðiseftirlitssvæðin á höfuðborgarsvæðinu undir eitt eftirlitsvæði. Hins vegar tel ég það ekki réttlátt að varpa ábyrgð á túlkun eða framkvæmd niður á fagfólk eftirlitsaðila, sérstaklega þegar skýrar reglur voru settar af hálfu stjórnvalda sjálfra. Slík framsetning dregur úr trausti á kerfinu og þeim sem sinna mikilvægu eftirlitshlutverki í þágu almennings. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík, formaður SHÍ og fyrrum formaður Heilbrigðisnefndar í Reykjavík.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun