Ný og glæsileg heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2025 21:03 Nýja heilsugæslustöðin er staðsett í Sandgerði, sem er hluti af Suðurnesjabæ en alls eru íbúar bæjarfélagsins um 4.700. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar Suðurnesjabæjar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því það var verið að opna nýja og glæsilega heilsugæslustöð í Sandgerði en þar munu heilbrigðisstarfsmenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinna skjólstæðingum nýju stöðvarinnar. Að sjálfsögðu var klippt á borð við opnun nýju heilsugæslustöðvarinnar nýlega og nokkrar ræður voru líka fluttar og svo gafst gestum kostur á að skoða nýju stöðina. Íbúar Suðurnesjabæjar hafa hingað til þurft að sækja heilbrigðisþjónustu til Keflavíkur en eiga nú ekki að þurfa þess lengur. Nýja heilsugæslustöðin er í húsi, sem heitir Varðan en þar eru bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar meðal annars líka til húsa. „Hér hefur ekki verið heilbrigðisþjónusta en full þörf á því miðað við fjölda íbúa. Þannig að þetta er frábær áfangi og bara virkilega vona að íbúar nýti sér þjónustuna þeir, sem þurfa á henni að halda,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og bætir við. „Við ætlum að byrja að því núna í sumar að hafa opið tvo daga vikunnar og síðan opnum við bara eftir því sem eftirspurnin eykst.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar ræður sér vart yfir kæti vegna nýju heilsugæslustöðvarinnar. „Já, þetta er sko stór áfangi fyrir íbúana hér í sveitarfélaginu. Við erum búin að vera að vinna í því í mörg ár að fá þessa þjónustu til okkar, þetta var mikill gleðidagur þegar stöðin var opnuð“. Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur? „Þetta náttúrulega bætir aðgengi íbúanna að heilsugæslu í heimabyggð og ég vona svo sannarlega að fólk nýti sér það,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson, Alma D. Möller og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir fengu það hlutverk að klippa á borða þegar nýja heilsugæslustöðin var opnuð í Sandgerði á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sveitarfélagið hafa séð um að gera húsnæði nýju heilsugæslustöðvarinnar klárt og það hafi kostað á bilinu 50 til 60 milljónir króna en svo greiði Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leigu fyrir notkun húsnæðisins. Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra er mjög ánægð með nýju heilsugæslustöðina. „Mér líst gríðarlega vel á þetta. Við erum hér að opna nýja heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ fyrir 4.700 íbúa og færa þjónustuna nær fólkinu,” segir Alma. Og Alma leggur áherslu á starfsemi heilsugæslustöðva út um allt land. „Já þær eru auðvitað grunnstoð heilbrigðisþjónustu og eiga að vera fyrsti viðkomustaður, sem flestra þannig að það er mikilvægt að aðgengi að heilsugæslu sé gott,” segir Alma. Varðan heitir húsnæðið þar sem nýja heilsugæslan er ,en þar eru meðal annars líka bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Suðurnesjabæjar Suðurnesjabær Heilsugæsla Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Að sjálfsögðu var klippt á borð við opnun nýju heilsugæslustöðvarinnar nýlega og nokkrar ræður voru líka fluttar og svo gafst gestum kostur á að skoða nýju stöðina. Íbúar Suðurnesjabæjar hafa hingað til þurft að sækja heilbrigðisþjónustu til Keflavíkur en eiga nú ekki að þurfa þess lengur. Nýja heilsugæslustöðin er í húsi, sem heitir Varðan en þar eru bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar meðal annars líka til húsa. „Hér hefur ekki verið heilbrigðisþjónusta en full þörf á því miðað við fjölda íbúa. Þannig að þetta er frábær áfangi og bara virkilega vona að íbúar nýti sér þjónustuna þeir, sem þurfa á henni að halda,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og bætir við. „Við ætlum að byrja að því núna í sumar að hafa opið tvo daga vikunnar og síðan opnum við bara eftir því sem eftirspurnin eykst.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar ræður sér vart yfir kæti vegna nýju heilsugæslustöðvarinnar. „Já, þetta er sko stór áfangi fyrir íbúana hér í sveitarfélaginu. Við erum búin að vera að vinna í því í mörg ár að fá þessa þjónustu til okkar, þetta var mikill gleðidagur þegar stöðin var opnuð“. Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur? „Þetta náttúrulega bætir aðgengi íbúanna að heilsugæslu í heimabyggð og ég vona svo sannarlega að fólk nýti sér það,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson, Alma D. Möller og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir fengu það hlutverk að klippa á borða þegar nýja heilsugæslustöðin var opnuð í Sandgerði á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sveitarfélagið hafa séð um að gera húsnæði nýju heilsugæslustöðvarinnar klárt og það hafi kostað á bilinu 50 til 60 milljónir króna en svo greiði Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leigu fyrir notkun húsnæðisins. Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra er mjög ánægð með nýju heilsugæslustöðina. „Mér líst gríðarlega vel á þetta. Við erum hér að opna nýja heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ fyrir 4.700 íbúa og færa þjónustuna nær fólkinu,” segir Alma. Og Alma leggur áherslu á starfsemi heilsugæslustöðva út um allt land. „Já þær eru auðvitað grunnstoð heilbrigðisþjónustu og eiga að vera fyrsti viðkomustaður, sem flestra þannig að það er mikilvægt að aðgengi að heilsugæslu sé gott,” segir Alma. Varðan heitir húsnæðið þar sem nýja heilsugæslan er ,en þar eru meðal annars líka bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Suðurnesjabæjar
Suðurnesjabær Heilsugæsla Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira