Ætlaði að myrða tvo þingmenn til viðbótar Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2025 20:15 Fjölmörg skotvopn fundurst í bíl Boelter. AP/George Walker IV Maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir að myrða einn ríkisþingmann í Minnesota í Bandaríkjunum og særa annan, ætlaði sér að myrða tvo Demókrata til viðbótar. Vance Boelter, sem stendur frammi fyrir mögulegum dauðadómi, fór heim til tveggja annarra þingmanna á laugardaginn en annar þeirra var í fríi og Boelter flúði frá hinu heimilinu vegna lögregluþjóna sem voru þar á ferðinni. Tilkynnt var í dag að Boelter, sem er 57 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir alríkisbrot eins og morð og aðra glæpi og er það til viðbótar við ákærur saksóknara í Minnesota. Verði hann fundinn sekur fyrir alríkisbrotin stendur Boelter frammi fyrir dauðadómi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Saksóknarar opinberuðu einnig í dag að Boelter hafi ætlað sér að myrða tvo Demókrata til viðbótar. Ekki var þó gefið upp um hvaða Demókrata væri að ræða en ein þingkona segir að henni hafi verið sagt að maðurinn hafi lagt bíl sínum nærri heimili hennar en að skjót viðbrögð lögreglu hafi bjargað lífi hennar. Kort sem sýnir staðina sem Boelter fór á og hvenær.AP Fór á fjóra staði Aðfaranótt laugardags fór Boelter, dulbúinn sem lögregluþjónn, heim til þingmannsins John A. Hoffman og skaut hann og eiginkonu hans Yvette. Bæði lifðu þó af en eru þungt haldin á sjúkrahúsi. Í gögnum lögreglu segir að hann hafi bankað og kallað: „Þetta er lögreglan“. Hjónin sáu þó að hann var með grímu og reyndi Hoffman að ýta honum út um dyrnar. Þá skaut Boelter hann og eiginkonu hans bæði margsinnis og flúði af vettvangi. Dóttir þeirra hringdi á lögregluna. Því næst fór Boelter heim til annars Demókrata en sá var ekki heima. Þá fór hann til enn eins embættismannsins en þurfti frá að hverfa vegna lögregluþjóna sem voru á ferðinni, vegna banatilræðisins gegn Hoffman. Vance Boelter er 57 ára gamall.AP/Lögreglustjóri Hennepinsýslu Eftir það fór hann heim til Melissu Horman, ríkisþingmann Demókrata, og skaut hana og eiginmann hennar til bana. Þegar lögregluþjóna bar að garði sáu þeir Boelter skjóta Mark Hortman inn um opnar dyr á húsi þeirra. Lögregluþjónarnir skiptust á skotum við Boelter og flúið hann inn í húsið. Þar inni fundu lögregluþjónar svo Melissu Hortman látna og Boelter hafði einnig skotið hund þeirra hjóna. Boelter flúði af vettvangi en var handtekinn seint um sunnudagskvöld. Ekkert skýrt tilefni Boelter átti nokkrar stílabækur sem hann hafði notað til að skipuleggja ódæði sín og virðist sem undirbúningurinn hafi staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Hins vegar segja saksóknarar að meðal skrifa hans megi ekki finna skýrt tilefni fyrir morðum hans og morðtilraunum. Listi með nöfnum tuga manna, þar á meðal annarra þingmanna demókrata, baráttufólks fyrir réttindum kvenna til þungunarrofs og heilbrigðisstarfsmanna, fannst í bifreið hans. Báðir þingmennirnir sem hann skaut voru stuðningsmenn þungunarrofsréttinda. Áður og eftir hann hóf ódæði sín sendi Boelter skilaboð til vina og fjölskyldu sinnar þar sem hann gaf til kynna að hann myndi deyja. Í einum slíkum skilaboðum sem hann sendi til fjölskyldu sinnar eftir að hann skaut þingkonuna og mann hennar til bana skrifaði hann: „Pabbi fór í stríð í nótt.“ Þá sagðist hann ekki vilja skrifa meira svo hann kæmi engum í vandræði. Þá mun hann, samkvæmt lögreglunni, hafa sent skilaboð á eiginkonu sína þar sem hann baðst afsökunar og sagði að „vopnaðir og skotglaðir“ menn myndu koma heim til þeirra og þau ættu að fara úr húsinu. Lögregluþjónar fundu eiginkonu hans og börn síðar í bíl. Hún var með tvær skammbyssur, um tíu þúsund dali í reiðufé og vegabréf barnanna með sér. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Minnesota handtekinn Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið 57 ára karlmann sem grunaður er um að hafa skotið ríkisþingmann og eiginmann hennar til bana um helgina. Grunaður árásarmaður var klæddur sem lögreglumaður þegar hann skaut hjónin. 16. júní 2025 06:19 Annar þingmaðurinn látinn og byssumannsins enn leitað Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær. 15. júní 2025 13:14 Tveir ríkisþingmenn skotnir á heimilum sínum Tveir ríkisþingmenn Demókrata í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum voru skotnir á heimilum sínum í gærkvöldi. 14. júní 2025 14:47 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Boelter, sem er 57 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir alríkisbrot eins og morð og aðra glæpi og er það til viðbótar við ákærur saksóknara í Minnesota. Verði hann fundinn sekur fyrir alríkisbrotin stendur Boelter frammi fyrir dauðadómi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Saksóknarar opinberuðu einnig í dag að Boelter hafi ætlað sér að myrða tvo Demókrata til viðbótar. Ekki var þó gefið upp um hvaða Demókrata væri að ræða en ein þingkona segir að henni hafi verið sagt að maðurinn hafi lagt bíl sínum nærri heimili hennar en að skjót viðbrögð lögreglu hafi bjargað lífi hennar. Kort sem sýnir staðina sem Boelter fór á og hvenær.AP Fór á fjóra staði Aðfaranótt laugardags fór Boelter, dulbúinn sem lögregluþjónn, heim til þingmannsins John A. Hoffman og skaut hann og eiginkonu hans Yvette. Bæði lifðu þó af en eru þungt haldin á sjúkrahúsi. Í gögnum lögreglu segir að hann hafi bankað og kallað: „Þetta er lögreglan“. Hjónin sáu þó að hann var með grímu og reyndi Hoffman að ýta honum út um dyrnar. Þá skaut Boelter hann og eiginkonu hans bæði margsinnis og flúði af vettvangi. Dóttir þeirra hringdi á lögregluna. Því næst fór Boelter heim til annars Demókrata en sá var ekki heima. Þá fór hann til enn eins embættismannsins en þurfti frá að hverfa vegna lögregluþjóna sem voru á ferðinni, vegna banatilræðisins gegn Hoffman. Vance Boelter er 57 ára gamall.AP/Lögreglustjóri Hennepinsýslu Eftir það fór hann heim til Melissu Horman, ríkisþingmann Demókrata, og skaut hana og eiginmann hennar til bana. Þegar lögregluþjóna bar að garði sáu þeir Boelter skjóta Mark Hortman inn um opnar dyr á húsi þeirra. Lögregluþjónarnir skiptust á skotum við Boelter og flúið hann inn í húsið. Þar inni fundu lögregluþjónar svo Melissu Hortman látna og Boelter hafði einnig skotið hund þeirra hjóna. Boelter flúði af vettvangi en var handtekinn seint um sunnudagskvöld. Ekkert skýrt tilefni Boelter átti nokkrar stílabækur sem hann hafði notað til að skipuleggja ódæði sín og virðist sem undirbúningurinn hafi staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Hins vegar segja saksóknarar að meðal skrifa hans megi ekki finna skýrt tilefni fyrir morðum hans og morðtilraunum. Listi með nöfnum tuga manna, þar á meðal annarra þingmanna demókrata, baráttufólks fyrir réttindum kvenna til þungunarrofs og heilbrigðisstarfsmanna, fannst í bifreið hans. Báðir þingmennirnir sem hann skaut voru stuðningsmenn þungunarrofsréttinda. Áður og eftir hann hóf ódæði sín sendi Boelter skilaboð til vina og fjölskyldu sinnar þar sem hann gaf til kynna að hann myndi deyja. Í einum slíkum skilaboðum sem hann sendi til fjölskyldu sinnar eftir að hann skaut þingkonuna og mann hennar til bana skrifaði hann: „Pabbi fór í stríð í nótt.“ Þá sagðist hann ekki vilja skrifa meira svo hann kæmi engum í vandræði. Þá mun hann, samkvæmt lögreglunni, hafa sent skilaboð á eiginkonu sína þar sem hann baðst afsökunar og sagði að „vopnaðir og skotglaðir“ menn myndu koma heim til þeirra og þau ættu að fara úr húsinu. Lögregluþjónar fundu eiginkonu hans og börn síðar í bíl. Hún var með tvær skammbyssur, um tíu þúsund dali í reiðufé og vegabréf barnanna með sér.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Minnesota handtekinn Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið 57 ára karlmann sem grunaður er um að hafa skotið ríkisþingmann og eiginmann hennar til bana um helgina. Grunaður árásarmaður var klæddur sem lögreglumaður þegar hann skaut hjónin. 16. júní 2025 06:19 Annar þingmaðurinn látinn og byssumannsins enn leitað Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær. 15. júní 2025 13:14 Tveir ríkisþingmenn skotnir á heimilum sínum Tveir ríkisþingmenn Demókrata í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum voru skotnir á heimilum sínum í gærkvöldi. 14. júní 2025 14:47 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Árásarmaðurinn í Minnesota handtekinn Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið 57 ára karlmann sem grunaður er um að hafa skotið ríkisþingmann og eiginmann hennar til bana um helgina. Grunaður árásarmaður var klæddur sem lögreglumaður þegar hann skaut hjónin. 16. júní 2025 06:19
Annar þingmaðurinn látinn og byssumannsins enn leitað Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær. 15. júní 2025 13:14
Tveir ríkisþingmenn skotnir á heimilum sínum Tveir ríkisþingmenn Demókrata í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum voru skotnir á heimilum sínum í gærkvöldi. 14. júní 2025 14:47