Veiðigjöldin leiðrétt Hanna Katrín Friðriksson skrifar 16. júní 2025 13:02 Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp mitt um breytingu á lögum um veiðigjöld þar sem markmiðið er að tryggja þjóðinni sanngjarnari hlutdeild í ágóðanum af nýtingu á fiskveiðiauðlind sinni. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er hlynntur þessum breytingum en kunnugleg varðstaða hefur sést frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og þeim flokkum sem nú skipa minnihluta á þingi. Mér þykir rétt að fara í nokkrum orðum yfir vinnslu málsins frá því að ég mælti fyrir því á Alþingi og bregðast við mjög alvarlegum ásökunum SFS sem dreift hefur verið víða án þess að eiga við nokkur rök að styðjast. Vönduð vinna þingsinsAtvinnuveganefnd Alþingis hefur unnið að afgreiðslu málsins síðustu vikur af fagmennsku og vandvirkni, farið yfir fjölda umsagna og fundað með tugum gesta. Á grundvelli þessarar vinnu hefur meirihluti nefndarinnar nú afgreitt málið út til annarrar umræðu í þingsal með tillögum um mikilvægar breytingar sem styrkja málið enn frekar. Við meðferð nefndarinnar kom fram að hægt væri að túlka ákvæði frumvarpsins um útreikninga veiðigjalda með mismunandi hætti. Til að eyða óvissu um það var atvinnuvegaráðuneytið beðið um að funda með Skattinum og Fiskistofu þar sem farið var vel yfir málið til þess að draga úr líkum á ólíkri túlkun á efni frumvarpsins. Niðurstaða þeirrar vinnu skilaði breytingartillögu frá atvinnuveganefnd sem skýrir betur aðferðafræði útreikninga og hvaða gagnasöfn liggja þar til grundvallar. Þá bárust nefndinni málefnaleg skilaboð frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum um allt land sem töldu ekki gengið nægilega langt í hækkun frítekjumarks. Til að bregðast við því er frítekjumark hækkað enn frekar í breytingatillögum nefndarinnar þannig að minni aðilar njóti meiri skjóls. Þriðja breytingin snýr að makríl. Tekið var undir þau rök að íslenskar makrílafurðir væru ekki að öllu leyti af sömu gæðum og þær sem eru unnar í Noregi þótt fjárfestingar í vinnslu og tæknibúnaði hér á landi hafi aukið verðmæti íslensks makríls til muna. Atvinnuveganefnd mælir því með að miðað verði við 80% af norsku markaðsverði við útreikninga veiðigjalds. Leiðrétting í þágu almenningsHeildaráhrif frumvarpsins verða innan þeirra marka sem sett voru í upphafi, eða í kringum 8–10 milljarða króna leiðrétting til hækkunar á veiðigjöldum miðað við árið 2023. Til að setja málið í samhengi var EBITDA rekstrarhagnaður sjávarútvegsfyrirtækja það ár samtals um 110 milljarðar. Rétt er að minna á að þessi útreikningur byggist á mjög góðu rekstrarári og að álagning sveiflast eftir aðstæðum hverju sinni – bæði í verði og afla. Þessi löngu tímabæra leiðrétting á greiðslu útgerðarinnar fyrir nýtingarrétt á fiskveiðiauðlindinni hefur vakið upp mikil og sterk viðbrögð. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar fagnar því að loksins sé komin ríkisstjórn sem er samstíga í þessu mikla réttlætismáli og setur hagsmuni almennings í forgang. Stór hluti útgerðarinnar er alfarið á móti þessari leiðréttingu, einhverjir segja sjálfsagt að hækka veiðigjöldin - bara ekki nákvæmlega svona og ekki akkúrat núna. Svo heyrast þaðan raddir sem viðurkenna að þessi leiðrétting sé bæði eðlileg og tímabær. Alvarlegar ásakanir SFSHvert sem sjónarhornið er, er með miklum ólíkindum að fylgjast með framgöngu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráðast að sérfræðingum atvinnuvegaráðuneytisins með dylgjum um vankunnáttu og ásökunum um blekkingar. Síðasta sendingin er sú versta en þar er því bókstaflega haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða Alþingi. Þær gerast varla alvarlegri ásakanirnar og þeim verður svarað á öðrum vettvangi. Af hálfu atvinnuvegaráðuneytis hefur þetta mikilvæga þjóðþrifaverkefni verið unnið af mikilli fagmennsku og í náinni samvinnu við viðkomandi stofnanir ríkisins og svo Alþingi á seinni stigum. Það er sorglegt að fylgjast með árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar sem vinnur störf sín af fagmennsku og heilindum. Frumvarpið byggir á einföldum og réttlátum grunni: Að þeir sem nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar greiði sanngjarnt gjald fyrir það. Í áraraðir hefur veiðigjaldið byggst á undirverðlagningu úr innri viðskiptum fyrirtækja sem hafa þannig sjálf ráðið þeim grunni sem gjaldið er reiknað út frá. Sú nálgun verður nú leiðrétt.Það má hafa skilning á því að hagsmunaöfl, sem hafa vanist því að skrifa leikreglurnar að miklu leyti sjálf, fagni ekki þegar ný ríkisstjórn reynist þeim ekki leiðitöm. Það er hins vegar grafalvarlegt mál þegar viðbragð þessara sömu hagsmunaafla er að ráðast að stofnunum ríkisins að því er virðist í þeim tilgangi að þvinga fram aðra niðurstöðu. Við því verður brugðist af fullum þunga. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp mitt um breytingu á lögum um veiðigjöld þar sem markmiðið er að tryggja þjóðinni sanngjarnari hlutdeild í ágóðanum af nýtingu á fiskveiðiauðlind sinni. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er hlynntur þessum breytingum en kunnugleg varðstaða hefur sést frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og þeim flokkum sem nú skipa minnihluta á þingi. Mér þykir rétt að fara í nokkrum orðum yfir vinnslu málsins frá því að ég mælti fyrir því á Alþingi og bregðast við mjög alvarlegum ásökunum SFS sem dreift hefur verið víða án þess að eiga við nokkur rök að styðjast. Vönduð vinna þingsinsAtvinnuveganefnd Alþingis hefur unnið að afgreiðslu málsins síðustu vikur af fagmennsku og vandvirkni, farið yfir fjölda umsagna og fundað með tugum gesta. Á grundvelli þessarar vinnu hefur meirihluti nefndarinnar nú afgreitt málið út til annarrar umræðu í þingsal með tillögum um mikilvægar breytingar sem styrkja málið enn frekar. Við meðferð nefndarinnar kom fram að hægt væri að túlka ákvæði frumvarpsins um útreikninga veiðigjalda með mismunandi hætti. Til að eyða óvissu um það var atvinnuvegaráðuneytið beðið um að funda með Skattinum og Fiskistofu þar sem farið var vel yfir málið til þess að draga úr líkum á ólíkri túlkun á efni frumvarpsins. Niðurstaða þeirrar vinnu skilaði breytingartillögu frá atvinnuveganefnd sem skýrir betur aðferðafræði útreikninga og hvaða gagnasöfn liggja þar til grundvallar. Þá bárust nefndinni málefnaleg skilaboð frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum um allt land sem töldu ekki gengið nægilega langt í hækkun frítekjumarks. Til að bregðast við því er frítekjumark hækkað enn frekar í breytingatillögum nefndarinnar þannig að minni aðilar njóti meiri skjóls. Þriðja breytingin snýr að makríl. Tekið var undir þau rök að íslenskar makrílafurðir væru ekki að öllu leyti af sömu gæðum og þær sem eru unnar í Noregi þótt fjárfestingar í vinnslu og tæknibúnaði hér á landi hafi aukið verðmæti íslensks makríls til muna. Atvinnuveganefnd mælir því með að miðað verði við 80% af norsku markaðsverði við útreikninga veiðigjalds. Leiðrétting í þágu almenningsHeildaráhrif frumvarpsins verða innan þeirra marka sem sett voru í upphafi, eða í kringum 8–10 milljarða króna leiðrétting til hækkunar á veiðigjöldum miðað við árið 2023. Til að setja málið í samhengi var EBITDA rekstrarhagnaður sjávarútvegsfyrirtækja það ár samtals um 110 milljarðar. Rétt er að minna á að þessi útreikningur byggist á mjög góðu rekstrarári og að álagning sveiflast eftir aðstæðum hverju sinni – bæði í verði og afla. Þessi löngu tímabæra leiðrétting á greiðslu útgerðarinnar fyrir nýtingarrétt á fiskveiðiauðlindinni hefur vakið upp mikil og sterk viðbrögð. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar fagnar því að loksins sé komin ríkisstjórn sem er samstíga í þessu mikla réttlætismáli og setur hagsmuni almennings í forgang. Stór hluti útgerðarinnar er alfarið á móti þessari leiðréttingu, einhverjir segja sjálfsagt að hækka veiðigjöldin - bara ekki nákvæmlega svona og ekki akkúrat núna. Svo heyrast þaðan raddir sem viðurkenna að þessi leiðrétting sé bæði eðlileg og tímabær. Alvarlegar ásakanir SFSHvert sem sjónarhornið er, er með miklum ólíkindum að fylgjast með framgöngu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráðast að sérfræðingum atvinnuvegaráðuneytisins með dylgjum um vankunnáttu og ásökunum um blekkingar. Síðasta sendingin er sú versta en þar er því bókstaflega haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða Alþingi. Þær gerast varla alvarlegri ásakanirnar og þeim verður svarað á öðrum vettvangi. Af hálfu atvinnuvegaráðuneytis hefur þetta mikilvæga þjóðþrifaverkefni verið unnið af mikilli fagmennsku og í náinni samvinnu við viðkomandi stofnanir ríkisins og svo Alþingi á seinni stigum. Það er sorglegt að fylgjast með árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar sem vinnur störf sín af fagmennsku og heilindum. Frumvarpið byggir á einföldum og réttlátum grunni: Að þeir sem nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar greiði sanngjarnt gjald fyrir það. Í áraraðir hefur veiðigjaldið byggst á undirverðlagningu úr innri viðskiptum fyrirtækja sem hafa þannig sjálf ráðið þeim grunni sem gjaldið er reiknað út frá. Sú nálgun verður nú leiðrétt.Það má hafa skilning á því að hagsmunaöfl, sem hafa vanist því að skrifa leikreglurnar að miklu leyti sjálf, fagni ekki þegar ný ríkisstjórn reynist þeim ekki leiðitöm. Það er hins vegar grafalvarlegt mál þegar viðbragð þessara sömu hagsmunaafla er að ráðast að stofnunum ríkisins að því er virðist í þeim tilgangi að þvinga fram aðra niðurstöðu. Við því verður brugðist af fullum þunga. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun