Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason skrifar 16. júní 2025 10:30 Veitingastaðir og Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi vel bent á seinagang og flækjustig við leyfisveitingaferli þegar kemur að opnum veitingastaða. Þá hefur verið bent á að einfalt væri að gera rekstur veitingastaða skráningarskyldan í stað starfsleyfisskyldu. Sérstaklega hefur verið á þetta bent eftir að lögð var á auglýsingaskylda við útgáfu, endurskoðun og breytingu starfleyfa í að lágmarki fjórar vikur. Slíkur biðtími á útgáfu starfsleyfis hjá veitingastöðum og öðrum einföldum atvinnurekstri er bæði kostnaðarsamur og óþarfur. Áðurnefnd auglýsingaskylda getur verið skiljanleg þegar umfangsmikill iðnaður er fyrirhugaður í t.d. íbúðarhverfi sem breytir ásýnd hverfisins. Það á hins vegar ekki við þegar kaffihús eða veitingastaður opnar í húsnæði sem þegar er skilgreint sem atvinnuhúsnæði og þá sérstaklega þegar skipt er um nafn á leyfishafa veitingastaðar eða þegar nýr veitingastaður opnar í sama húsnæði eldri veitingastaðar. Það á ekki að vera keppikefli stjórnvalda að leggja sem mestar hindranir í götu atvinnulífsins. Nóg hefur verið um yfirlýsingar um mikilvægi hins gagnstæða frá stjórnmálamönnum síðustu ár, en því miður með takmörkuðum efndum. Nýr tónn hjá umhverfisráðherra SAF vilja því að gefnu tilefni hampa því sem vel er gert og fagna nýlegum breytingum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á starfsumhverfi veitingastaða. Í byrjun mánaðarins var gerð breyting á rekstrarumhverfi veitingastaða þegar ráðherra afnam auglýsingaregluna þegar eingöngu er um að ræða nafnabreytingu á starfsleyfinu. Nýr rekstraraðili sem tekur við veitingastað í fullum rekstri þarf því ekki lengur að fara í auglýsingu í 4 vikur. Það er mikil bót. Í samráðsgátt stjórnvalda boðar ráðherra nú enn frekari breytingar til einföldunar fyrir veitingastaði þegar hann leggur til að veitingastaðir verði eingöngu skráningarskyldir en ekki starfsleyfisskyldir. Skráningin er ekki háð auglýsingatíma og því er ráðherra alfarið að afnema óþarfa biðtíma. Það þarf eftir sem áður að gefa út starfsleyfi samkvæmt matvælalöggjöfinni en þar er hins vegar engin kvöð um auglýsingarskyldu. Með þessu er verið að einfalda regluverkið og gera hlutina skilvirkari og því ber að hrósa. En það er hægt að gera meira. Ráðherra þarf að halda áfram Núverandi eftirlit með veitingastöðum er framkvæmt af níu mismunandi heilbrigðiseftirlitum víðs vegar um landið. Eftirlitið á sveitarstjórnarstiginu lýtur engu boðvaldi og er ekki samræmt á milli eftirlitssvæða. Það eru því ekki sömu aðilar sem framkvæma eftirlit hjá veitingastöðum í Reykjavík og Kópavogi. Reynslan er að heilbrigðiseftirlitin viðhafa jafnvel mismunandi verklagsreglur og eftirlitsskýrslur hjá sama rekstraraðila sem starfar á tveimur mismunandi eftirlitssvæðum. Það á ekki að skipta máli hvort viðskiptavinur borðar í Reykjavík eða Kópavogi. Veitingastaður sem er staðsettur í tveimur mismunandi sveitarfélögum á að vera undir sömu stöðlum og eftirliti. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt til, í samræmi við fjölmargar skýrslur stjórnvalda, að eftirlitið verði samræmt og fært frá sveitarfélögum yfir til ríkisins. Samtökin vona að þessi tónn ráðherra sé kominn til að vera og hann haldi áfram að einfalda rekstrarumhverfi fyrirtækja. SAF telja framtak ráðherra virðingarvert og hvetja hann áfram á vegferð einföldunar. Nú er lag að samræma eftirlit með veitingastöðum og færa það allt til stofnana ríkisins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðaþjónusta Veitingastaðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Veitingastaðir og Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi vel bent á seinagang og flækjustig við leyfisveitingaferli þegar kemur að opnum veitingastaða. Þá hefur verið bent á að einfalt væri að gera rekstur veitingastaða skráningarskyldan í stað starfsleyfisskyldu. Sérstaklega hefur verið á þetta bent eftir að lögð var á auglýsingaskylda við útgáfu, endurskoðun og breytingu starfleyfa í að lágmarki fjórar vikur. Slíkur biðtími á útgáfu starfsleyfis hjá veitingastöðum og öðrum einföldum atvinnurekstri er bæði kostnaðarsamur og óþarfur. Áðurnefnd auglýsingaskylda getur verið skiljanleg þegar umfangsmikill iðnaður er fyrirhugaður í t.d. íbúðarhverfi sem breytir ásýnd hverfisins. Það á hins vegar ekki við þegar kaffihús eða veitingastaður opnar í húsnæði sem þegar er skilgreint sem atvinnuhúsnæði og þá sérstaklega þegar skipt er um nafn á leyfishafa veitingastaðar eða þegar nýr veitingastaður opnar í sama húsnæði eldri veitingastaðar. Það á ekki að vera keppikefli stjórnvalda að leggja sem mestar hindranir í götu atvinnulífsins. Nóg hefur verið um yfirlýsingar um mikilvægi hins gagnstæða frá stjórnmálamönnum síðustu ár, en því miður með takmörkuðum efndum. Nýr tónn hjá umhverfisráðherra SAF vilja því að gefnu tilefni hampa því sem vel er gert og fagna nýlegum breytingum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á starfsumhverfi veitingastaða. Í byrjun mánaðarins var gerð breyting á rekstrarumhverfi veitingastaða þegar ráðherra afnam auglýsingaregluna þegar eingöngu er um að ræða nafnabreytingu á starfsleyfinu. Nýr rekstraraðili sem tekur við veitingastað í fullum rekstri þarf því ekki lengur að fara í auglýsingu í 4 vikur. Það er mikil bót. Í samráðsgátt stjórnvalda boðar ráðherra nú enn frekari breytingar til einföldunar fyrir veitingastaði þegar hann leggur til að veitingastaðir verði eingöngu skráningarskyldir en ekki starfsleyfisskyldir. Skráningin er ekki háð auglýsingatíma og því er ráðherra alfarið að afnema óþarfa biðtíma. Það þarf eftir sem áður að gefa út starfsleyfi samkvæmt matvælalöggjöfinni en þar er hins vegar engin kvöð um auglýsingarskyldu. Með þessu er verið að einfalda regluverkið og gera hlutina skilvirkari og því ber að hrósa. En það er hægt að gera meira. Ráðherra þarf að halda áfram Núverandi eftirlit með veitingastöðum er framkvæmt af níu mismunandi heilbrigðiseftirlitum víðs vegar um landið. Eftirlitið á sveitarstjórnarstiginu lýtur engu boðvaldi og er ekki samræmt á milli eftirlitssvæða. Það eru því ekki sömu aðilar sem framkvæma eftirlit hjá veitingastöðum í Reykjavík og Kópavogi. Reynslan er að heilbrigðiseftirlitin viðhafa jafnvel mismunandi verklagsreglur og eftirlitsskýrslur hjá sama rekstraraðila sem starfar á tveimur mismunandi eftirlitssvæðum. Það á ekki að skipta máli hvort viðskiptavinur borðar í Reykjavík eða Kópavogi. Veitingastaður sem er staðsettur í tveimur mismunandi sveitarfélögum á að vera undir sömu stöðlum og eftirliti. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt til, í samræmi við fjölmargar skýrslur stjórnvalda, að eftirlitið verði samræmt og fært frá sveitarfélögum yfir til ríkisins. Samtökin vona að þessi tónn ráðherra sé kominn til að vera og hann haldi áfram að einfalda rekstrarumhverfi fyrirtækja. SAF telja framtak ráðherra virðingarvert og hvetja hann áfram á vegferð einföldunar. Nú er lag að samræma eftirlit með veitingastöðum og færa það allt til stofnana ríkisins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun