Aflögufærir, hafið samband við söngskóla í neyð Gunnar Guðbjörnsson skrifar 16. júní 2025 07:18 Það er sorglegt að þurfa að auglýsa flygil eins af okkar þekktustu tónskáldum til sölu í þeim tilgangi að fjármagna launagreiðslur kennaranna við Söngskóla Sigurðar Demetz (SSD) en þetta neyddist ég til að gera á föstudag. Enn hefur enginn kaupandi sett sig í samband en um miðjan dag í gær áttaði ég mig á því, að ég hafði hvorki tilkynnt netfang né símanúmer. Það geri ég í lok þessarar greinar. Árangur SSD er góður og ástæða til að gleðjast yfir mörgu. Aldrei fyrr, í bráðum 30 ára sögu SSD, hefur tekist að laða jafnmarga gesti á vorsýningar nemenda hans eins og í ár. Meira en 1500 áhorfendur komu á sýningar okkar á Nýja sviði Borgarleikhússins, í leikhúsi leikfélags Kópavogs og í sal SSD í Ármúla. Alls stunduðu um 50 nemendur nám í óperu- og söngleikjadeildum skólans í vetur. Að lokinni útskrift halda margir nemendanna áfram námi í listaháskólum heima og erlendis. Söngvarar frá skólanum starfa við erlend óperuhús en síðari ár hefur einnig fjölgað í hópi atvinnuleikara sem sótt hafa nám í SSD. Nemendur úr skólanum hafa haslað sér völl í sviðslistatengdum fögum en ávinningurinn af starfsemi skólans felst ekki síst í þeim gæðum sem hann skilar fólki í valdeflingu og sjálfstrausti. Gildir þá einu hvert starf þeirra verður að lokum. Til dæmis er algengt að nemendur í söng- og leiklist fái áhuga á að styðja ungt fólk og vinna í félagslega kerfinu. Jákvæð áhrif söngs og söngnáms á andlega líðan hafa verið staðfest með rannsóknum og okkar eigin könnun meðal nemenda hefur einnig gefið afgerandi niðurstöður. Fjöldi nemanda er með greiningu af einhverju tagi, ADHD, kvíða, þunglyndi, einhverfu og þar fram eftir götunum. Þeir telja námið í SSD jákvætt í glímu þeirra og að það hjálpi þeim. Ferill þeirra að námi loknu er óræk sönnun þess. SSD hefur í samstarfi við Menntaskólann við Sund áform um stofnun menntaskólabrauta, þar á meðal heilsueflandi söngbrautar. Tilgangurinn með SSD er nefnilega ekki eingöngu að búa í haginn fyrir blómlegar nýjar kynslóðir af óperusöngvurum, söngleikjasöngvurum og leikurum heldur að eignast í framtíðinni músíkþerapista og kórstjóra með þekkingu á heilsueflingu gegnum söng og kennara í valdeflandi leiklistarkennslu. Það yrði okkar framlag til að mæta nýjum áskorunum í íslensku samfélagi. Hvers vegna hrannast þá óveðursskýin upp? Ég ætla að gera tilraun til að útskýra það í fáum orðum. Kennslan er að stórum hluta fjármögnuð með framlagi ríkisins samkvæmt samkomulagi sem gert var við sveitarfélögin árið 2011 um eflingu tónlistarnáms. Lengst af hefur framlagið engan veginn dugað til að greiða alla kennsluna. Reykjavík hefur í 14 ár ekkert lagt til kennslukostnaðar á efri stigum tónlistarnáms. Kjarabætur kennara eru ákveðnar án aðkomu SSD og án samsvarandi leiðréttingar á framlögum. Eftir launahækkun kennara í febrúar á þessu ári er staðan sú að upphæðin sem við fáum í okkar hlut hrekkur rétt fyrir um 70% af raunkostnaði kennslu. Tónlistarkennslu á að fjármagna úr opinberum rekstri og ekki er leyfilegt samkvæmt lögum að nýta skólagjöldin til að greiða kennslukostnað. Hjá því verður þó ekki komist og það hefur verið raunin síðan gert var svokallað samkomulag um eflingu tónlistarnáms. Undanfarin misseri hefur sífellt hallað á ógæfuhliðina og nú duga skólagjöld ekki lengur til. Það þarf að borga margt annað en kennaralaun líka. Er því augljóst að það stefnir í lokun skólans, fyrr en síðar. Á nýliðnu skólaári var hallinn 10 milljónir króna og stefnir í að verða 15 milljónir eða meira á því næsta. Skólinn neyðist til að skera niður nemendafjölda enda er kennslukostnaður að mestu fólginn í greiðslu launa til kennslu í einkatímum. Við þetta skerðast skólagjaldatekjur og hengingarólin um háls SSD herðist. Kjarabætur eru því öfugmæli séu framlög til kennslukostnaðar ekki tryggð. Að óbreyttu gæti farið svo að loka yrði skólanum að loknum næsta vetri, 30 ára afmælisvetrinum. Lokaður skóli gerir engum gagn og því verð ég greinilega að leita nýrra leiða til að fjármagna námið í SSD, a.m.k. að hluta. Flygill Jórunnar er enn falur en allir sem eru aflögufærir og treysta sér til að veita okkur fjárhagsstuðning geta sent mér línu á netfangið gunnar@songskoli.is eða slegið á þráðinn í síma 6634239. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz ses. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlistarnám Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Það er sorglegt að þurfa að auglýsa flygil eins af okkar þekktustu tónskáldum til sölu í þeim tilgangi að fjármagna launagreiðslur kennaranna við Söngskóla Sigurðar Demetz (SSD) en þetta neyddist ég til að gera á föstudag. Enn hefur enginn kaupandi sett sig í samband en um miðjan dag í gær áttaði ég mig á því, að ég hafði hvorki tilkynnt netfang né símanúmer. Það geri ég í lok þessarar greinar. Árangur SSD er góður og ástæða til að gleðjast yfir mörgu. Aldrei fyrr, í bráðum 30 ára sögu SSD, hefur tekist að laða jafnmarga gesti á vorsýningar nemenda hans eins og í ár. Meira en 1500 áhorfendur komu á sýningar okkar á Nýja sviði Borgarleikhússins, í leikhúsi leikfélags Kópavogs og í sal SSD í Ármúla. Alls stunduðu um 50 nemendur nám í óperu- og söngleikjadeildum skólans í vetur. Að lokinni útskrift halda margir nemendanna áfram námi í listaháskólum heima og erlendis. Söngvarar frá skólanum starfa við erlend óperuhús en síðari ár hefur einnig fjölgað í hópi atvinnuleikara sem sótt hafa nám í SSD. Nemendur úr skólanum hafa haslað sér völl í sviðslistatengdum fögum en ávinningurinn af starfsemi skólans felst ekki síst í þeim gæðum sem hann skilar fólki í valdeflingu og sjálfstrausti. Gildir þá einu hvert starf þeirra verður að lokum. Til dæmis er algengt að nemendur í söng- og leiklist fái áhuga á að styðja ungt fólk og vinna í félagslega kerfinu. Jákvæð áhrif söngs og söngnáms á andlega líðan hafa verið staðfest með rannsóknum og okkar eigin könnun meðal nemenda hefur einnig gefið afgerandi niðurstöður. Fjöldi nemanda er með greiningu af einhverju tagi, ADHD, kvíða, þunglyndi, einhverfu og þar fram eftir götunum. Þeir telja námið í SSD jákvætt í glímu þeirra og að það hjálpi þeim. Ferill þeirra að námi loknu er óræk sönnun þess. SSD hefur í samstarfi við Menntaskólann við Sund áform um stofnun menntaskólabrauta, þar á meðal heilsueflandi söngbrautar. Tilgangurinn með SSD er nefnilega ekki eingöngu að búa í haginn fyrir blómlegar nýjar kynslóðir af óperusöngvurum, söngleikjasöngvurum og leikurum heldur að eignast í framtíðinni músíkþerapista og kórstjóra með þekkingu á heilsueflingu gegnum söng og kennara í valdeflandi leiklistarkennslu. Það yrði okkar framlag til að mæta nýjum áskorunum í íslensku samfélagi. Hvers vegna hrannast þá óveðursskýin upp? Ég ætla að gera tilraun til að útskýra það í fáum orðum. Kennslan er að stórum hluta fjármögnuð með framlagi ríkisins samkvæmt samkomulagi sem gert var við sveitarfélögin árið 2011 um eflingu tónlistarnáms. Lengst af hefur framlagið engan veginn dugað til að greiða alla kennsluna. Reykjavík hefur í 14 ár ekkert lagt til kennslukostnaðar á efri stigum tónlistarnáms. Kjarabætur kennara eru ákveðnar án aðkomu SSD og án samsvarandi leiðréttingar á framlögum. Eftir launahækkun kennara í febrúar á þessu ári er staðan sú að upphæðin sem við fáum í okkar hlut hrekkur rétt fyrir um 70% af raunkostnaði kennslu. Tónlistarkennslu á að fjármagna úr opinberum rekstri og ekki er leyfilegt samkvæmt lögum að nýta skólagjöldin til að greiða kennslukostnað. Hjá því verður þó ekki komist og það hefur verið raunin síðan gert var svokallað samkomulag um eflingu tónlistarnáms. Undanfarin misseri hefur sífellt hallað á ógæfuhliðina og nú duga skólagjöld ekki lengur til. Það þarf að borga margt annað en kennaralaun líka. Er því augljóst að það stefnir í lokun skólans, fyrr en síðar. Á nýliðnu skólaári var hallinn 10 milljónir króna og stefnir í að verða 15 milljónir eða meira á því næsta. Skólinn neyðist til að skera niður nemendafjölda enda er kennslukostnaður að mestu fólginn í greiðslu launa til kennslu í einkatímum. Við þetta skerðast skólagjaldatekjur og hengingarólin um háls SSD herðist. Kjarabætur eru því öfugmæli séu framlög til kennslukostnaðar ekki tryggð. Að óbreyttu gæti farið svo að loka yrði skólanum að loknum næsta vetri, 30 ára afmælisvetrinum. Lokaður skóli gerir engum gagn og því verð ég greinilega að leita nýrra leiða til að fjármagna námið í SSD, a.m.k. að hluta. Flygill Jórunnar er enn falur en allir sem eru aflögufærir og treysta sér til að veita okkur fjárhagsstuðning geta sent mér línu á netfangið gunnar@songskoli.is eða slegið á þráðinn í síma 6634239. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz ses.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun