Opið bréf til Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra Anna Margrét Hrólfsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir skrifa 13. júní 2025 15:00 Kæra Alma, Okkur hjá Endósamtökunum er verulega brugðið vegna ákvörðun þinnar að stöðva niðurgreiðslur aðgerða á Klíníkinni fyrir konur með endómetríósu. Þetta er ekkert annað en skerðing á þjónustu og afturför í þá tíma þegar ríkti ófremdarástand í málaflokknum. Í apríl afhentum við þér undirskriftir sem söfnuðust í átakinu okkar „Þetta er allt í hausnum á þér” og deildum með þér fjölmörgum reynslusögum kvenna um hindranir, slæma framkomu og skort á þjónustu innan opinbera heilbrigðiskerfisins. Við ítrekuðum mikilvægi þess að þjónusta við konur og fólk með endó væri aukin, en ekki dregið úr. Eftir fundinn var okkar skilningur sá að við værum sammála um að taka þyrfti vel utan um þennan hóp og tryggja að hann fengi góða og skjóta heilbrigðisþjónustu. Sú niðurstaða virðist þó ekki í farvatninu með ákvörðun þinni að stöðva niðurgreiðslur aðgerða á Klíníkinni, sem að okkar mati er ekkert annað en skerðing á þjónustu. Þegar ákvörðunin lá fyrir sendum við þér beiðni um fund sem vonum að verði af sem fyrst, því heilsa margra kvenna er í húfi. Við höfum marg oft bent á að fái konur með endómetríósu ekki þjónustu tímalega geta þær orðið fyrir óafturkræfum heilsuskaða. Við erum með nokkrar spurningar til þín sem við verðum að fá svör við. Þú nefnir í fréttum að ekki sé lengur bið eftir aðgerðum innan opinbera kerfisins, en á sama tíma eru 100 konur á biðlista hjá Klíníkinni. Landspítalinn talar fyrir þverfaglegri nálgun á þjónustu fyrir fólk með endó, sem er af hinu góða, en hefur þú kynnt þér af hverju þessar 100 konur á biðlista hjá Klíníkinni, sem og þær 100 konur sem nú þegar hafa farið í aðgerð á árinu þar, leiti frekar þangað en á Landspítala? Við hjá Endósamtökunum höfum ítrekað bent á þær hindranir sem konur mæta í heilbrigðiskerfinu á Íslandi, eins komið hefur fram - nú síðast á fundi með þér í apríl. Sú staðreynd að 100 konur eru á bið utan Landspítalans, meðan spítalinn heldur því fram að engin bið sé í opinbera kerfinu, dregur upp mynd sem þarf að skoða nánar, er það ekki? Hvaða raunverulegu aðgerðir eru til staðar núna til að gera spítalanum kleift að taka á móti þessum fjölda kvenna og hver er áætluð bið þeirra eftir lífsnauðsynlegri aðstoð? Því áður en samningar voru gerðir við Klíníkina þurftu konur að bíða í allt að tvö ár eftir aðgerð og einhverjar gáfust upp á biðinni og leituðu til útlanda eftir þjónustu. Konur sem raunverulega urðu fyrir óafturkræfum heilsuskaða vegna þjónustuskorts. Hvenær verður miðlægur biðlisti að veruleika? Hver ber ábyrgð á því að ákveða hvaða meðferð konur á miðlægum biðlista fá og hvar sú þjónusta verði veitt? Telur ráðherra ásættanlegt að konur þurfi að bíða meðan unnið er að þessari lausn? Þú talar um mikilvægi miðlægs biðlista, en að sama skapi bendir þú á mikla innviðaskuld í stafrænum kerfum, sem ekki er hægt að túlka með öðrum hætti en svo að það sé töluverð bið eftir að miðlægur biðlisti verður að veruleika. Svo í ljósi þessara spurningum veltum við fyrir okkur: Af hverju er ákvörðun um þessa þjónustuskerðingu tekin áður en búið er að útbúa nýtt verklag og tryggja að ekki verði rof á þjónustu við konur með endómetríósu? Hvaða raunverulegar aðgerðir eru til staðar NÚNA sem gera spítalanum kleift að taka á móti þessum fjölda kvenna? Því okkur er ljóst, út frá eðli sjúkdómsins, að afleiðingar skertrar þjónustu hefur í för með sér að þessi fjöldi kvenna muni glíma við ófrjósemi, lifa við skert lífsgæði og hafa skerta starfsgetu. Telur ráðherra rétt að stöðva niðurgreiðslurnar án þess að búið sé að móta og koma í framkvæmd skýrum verkferlegum sem eiga að taka við? Með von um skjót viðbrögð, Anna Margrét Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Endósamtakanna Lilja Guðmundsdóttir, formaður Endósamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Kæra Alma, Okkur hjá Endósamtökunum er verulega brugðið vegna ákvörðun þinnar að stöðva niðurgreiðslur aðgerða á Klíníkinni fyrir konur með endómetríósu. Þetta er ekkert annað en skerðing á þjónustu og afturför í þá tíma þegar ríkti ófremdarástand í málaflokknum. Í apríl afhentum við þér undirskriftir sem söfnuðust í átakinu okkar „Þetta er allt í hausnum á þér” og deildum með þér fjölmörgum reynslusögum kvenna um hindranir, slæma framkomu og skort á þjónustu innan opinbera heilbrigðiskerfisins. Við ítrekuðum mikilvægi þess að þjónusta við konur og fólk með endó væri aukin, en ekki dregið úr. Eftir fundinn var okkar skilningur sá að við værum sammála um að taka þyrfti vel utan um þennan hóp og tryggja að hann fengi góða og skjóta heilbrigðisþjónustu. Sú niðurstaða virðist þó ekki í farvatninu með ákvörðun þinni að stöðva niðurgreiðslur aðgerða á Klíníkinni, sem að okkar mati er ekkert annað en skerðing á þjónustu. Þegar ákvörðunin lá fyrir sendum við þér beiðni um fund sem vonum að verði af sem fyrst, því heilsa margra kvenna er í húfi. Við höfum marg oft bent á að fái konur með endómetríósu ekki þjónustu tímalega geta þær orðið fyrir óafturkræfum heilsuskaða. Við erum með nokkrar spurningar til þín sem við verðum að fá svör við. Þú nefnir í fréttum að ekki sé lengur bið eftir aðgerðum innan opinbera kerfisins, en á sama tíma eru 100 konur á biðlista hjá Klíníkinni. Landspítalinn talar fyrir þverfaglegri nálgun á þjónustu fyrir fólk með endó, sem er af hinu góða, en hefur þú kynnt þér af hverju þessar 100 konur á biðlista hjá Klíníkinni, sem og þær 100 konur sem nú þegar hafa farið í aðgerð á árinu þar, leiti frekar þangað en á Landspítala? Við hjá Endósamtökunum höfum ítrekað bent á þær hindranir sem konur mæta í heilbrigðiskerfinu á Íslandi, eins komið hefur fram - nú síðast á fundi með þér í apríl. Sú staðreynd að 100 konur eru á bið utan Landspítalans, meðan spítalinn heldur því fram að engin bið sé í opinbera kerfinu, dregur upp mynd sem þarf að skoða nánar, er það ekki? Hvaða raunverulegu aðgerðir eru til staðar núna til að gera spítalanum kleift að taka á móti þessum fjölda kvenna og hver er áætluð bið þeirra eftir lífsnauðsynlegri aðstoð? Því áður en samningar voru gerðir við Klíníkina þurftu konur að bíða í allt að tvö ár eftir aðgerð og einhverjar gáfust upp á biðinni og leituðu til útlanda eftir þjónustu. Konur sem raunverulega urðu fyrir óafturkræfum heilsuskaða vegna þjónustuskorts. Hvenær verður miðlægur biðlisti að veruleika? Hver ber ábyrgð á því að ákveða hvaða meðferð konur á miðlægum biðlista fá og hvar sú þjónusta verði veitt? Telur ráðherra ásættanlegt að konur þurfi að bíða meðan unnið er að þessari lausn? Þú talar um mikilvægi miðlægs biðlista, en að sama skapi bendir þú á mikla innviðaskuld í stafrænum kerfum, sem ekki er hægt að túlka með öðrum hætti en svo að það sé töluverð bið eftir að miðlægur biðlisti verður að veruleika. Svo í ljósi þessara spurningum veltum við fyrir okkur: Af hverju er ákvörðun um þessa þjónustuskerðingu tekin áður en búið er að útbúa nýtt verklag og tryggja að ekki verði rof á þjónustu við konur með endómetríósu? Hvaða raunverulegar aðgerðir eru til staðar NÚNA sem gera spítalanum kleift að taka á móti þessum fjölda kvenna? Því okkur er ljóst, út frá eðli sjúkdómsins, að afleiðingar skertrar þjónustu hefur í för með sér að þessi fjöldi kvenna muni glíma við ófrjósemi, lifa við skert lífsgæði og hafa skerta starfsgetu. Telur ráðherra rétt að stöðva niðurgreiðslurnar án þess að búið sé að móta og koma í framkvæmd skýrum verkferlegum sem eiga að taka við? Með von um skjót viðbrögð, Anna Margrét Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Endósamtakanna Lilja Guðmundsdóttir, formaður Endósamtakanna
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun