Opið bréf til Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra Anna Margrét Hrólfsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir skrifa 13. júní 2025 15:00 Kæra Alma, Okkur hjá Endósamtökunum er verulega brugðið vegna ákvörðun þinnar að stöðva niðurgreiðslur aðgerða á Klíníkinni fyrir konur með endómetríósu. Þetta er ekkert annað en skerðing á þjónustu og afturför í þá tíma þegar ríkti ófremdarástand í málaflokknum. Í apríl afhentum við þér undirskriftir sem söfnuðust í átakinu okkar „Þetta er allt í hausnum á þér” og deildum með þér fjölmörgum reynslusögum kvenna um hindranir, slæma framkomu og skort á þjónustu innan opinbera heilbrigðiskerfisins. Við ítrekuðum mikilvægi þess að þjónusta við konur og fólk með endó væri aukin, en ekki dregið úr. Eftir fundinn var okkar skilningur sá að við værum sammála um að taka þyrfti vel utan um þennan hóp og tryggja að hann fengi góða og skjóta heilbrigðisþjónustu. Sú niðurstaða virðist þó ekki í farvatninu með ákvörðun þinni að stöðva niðurgreiðslur aðgerða á Klíníkinni, sem að okkar mati er ekkert annað en skerðing á þjónustu. Þegar ákvörðunin lá fyrir sendum við þér beiðni um fund sem vonum að verði af sem fyrst, því heilsa margra kvenna er í húfi. Við höfum marg oft bent á að fái konur með endómetríósu ekki þjónustu tímalega geta þær orðið fyrir óafturkræfum heilsuskaða. Við erum með nokkrar spurningar til þín sem við verðum að fá svör við. Þú nefnir í fréttum að ekki sé lengur bið eftir aðgerðum innan opinbera kerfisins, en á sama tíma eru 100 konur á biðlista hjá Klíníkinni. Landspítalinn talar fyrir þverfaglegri nálgun á þjónustu fyrir fólk með endó, sem er af hinu góða, en hefur þú kynnt þér af hverju þessar 100 konur á biðlista hjá Klíníkinni, sem og þær 100 konur sem nú þegar hafa farið í aðgerð á árinu þar, leiti frekar þangað en á Landspítala? Við hjá Endósamtökunum höfum ítrekað bent á þær hindranir sem konur mæta í heilbrigðiskerfinu á Íslandi, eins komið hefur fram - nú síðast á fundi með þér í apríl. Sú staðreynd að 100 konur eru á bið utan Landspítalans, meðan spítalinn heldur því fram að engin bið sé í opinbera kerfinu, dregur upp mynd sem þarf að skoða nánar, er það ekki? Hvaða raunverulegu aðgerðir eru til staðar núna til að gera spítalanum kleift að taka á móti þessum fjölda kvenna og hver er áætluð bið þeirra eftir lífsnauðsynlegri aðstoð? Því áður en samningar voru gerðir við Klíníkina þurftu konur að bíða í allt að tvö ár eftir aðgerð og einhverjar gáfust upp á biðinni og leituðu til útlanda eftir þjónustu. Konur sem raunverulega urðu fyrir óafturkræfum heilsuskaða vegna þjónustuskorts. Hvenær verður miðlægur biðlisti að veruleika? Hver ber ábyrgð á því að ákveða hvaða meðferð konur á miðlægum biðlista fá og hvar sú þjónusta verði veitt? Telur ráðherra ásættanlegt að konur þurfi að bíða meðan unnið er að þessari lausn? Þú talar um mikilvægi miðlægs biðlista, en að sama skapi bendir þú á mikla innviðaskuld í stafrænum kerfum, sem ekki er hægt að túlka með öðrum hætti en svo að það sé töluverð bið eftir að miðlægur biðlisti verður að veruleika. Svo í ljósi þessara spurningum veltum við fyrir okkur: Af hverju er ákvörðun um þessa þjónustuskerðingu tekin áður en búið er að útbúa nýtt verklag og tryggja að ekki verði rof á þjónustu við konur með endómetríósu? Hvaða raunverulegar aðgerðir eru til staðar NÚNA sem gera spítalanum kleift að taka á móti þessum fjölda kvenna? Því okkur er ljóst, út frá eðli sjúkdómsins, að afleiðingar skertrar þjónustu hefur í för með sér að þessi fjöldi kvenna muni glíma við ófrjósemi, lifa við skert lífsgæði og hafa skerta starfsgetu. Telur ráðherra rétt að stöðva niðurgreiðslurnar án þess að búið sé að móta og koma í framkvæmd skýrum verkferlegum sem eiga að taka við? Með von um skjót viðbrögð, Anna Margrét Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Endósamtakanna Lilja Guðmundsdóttir, formaður Endósamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Kæra Alma, Okkur hjá Endósamtökunum er verulega brugðið vegna ákvörðun þinnar að stöðva niðurgreiðslur aðgerða á Klíníkinni fyrir konur með endómetríósu. Þetta er ekkert annað en skerðing á þjónustu og afturför í þá tíma þegar ríkti ófremdarástand í málaflokknum. Í apríl afhentum við þér undirskriftir sem söfnuðust í átakinu okkar „Þetta er allt í hausnum á þér” og deildum með þér fjölmörgum reynslusögum kvenna um hindranir, slæma framkomu og skort á þjónustu innan opinbera heilbrigðiskerfisins. Við ítrekuðum mikilvægi þess að þjónusta við konur og fólk með endó væri aukin, en ekki dregið úr. Eftir fundinn var okkar skilningur sá að við værum sammála um að taka þyrfti vel utan um þennan hóp og tryggja að hann fengi góða og skjóta heilbrigðisþjónustu. Sú niðurstaða virðist þó ekki í farvatninu með ákvörðun þinni að stöðva niðurgreiðslur aðgerða á Klíníkinni, sem að okkar mati er ekkert annað en skerðing á þjónustu. Þegar ákvörðunin lá fyrir sendum við þér beiðni um fund sem vonum að verði af sem fyrst, því heilsa margra kvenna er í húfi. Við höfum marg oft bent á að fái konur með endómetríósu ekki þjónustu tímalega geta þær orðið fyrir óafturkræfum heilsuskaða. Við erum með nokkrar spurningar til þín sem við verðum að fá svör við. Þú nefnir í fréttum að ekki sé lengur bið eftir aðgerðum innan opinbera kerfisins, en á sama tíma eru 100 konur á biðlista hjá Klíníkinni. Landspítalinn talar fyrir þverfaglegri nálgun á þjónustu fyrir fólk með endó, sem er af hinu góða, en hefur þú kynnt þér af hverju þessar 100 konur á biðlista hjá Klíníkinni, sem og þær 100 konur sem nú þegar hafa farið í aðgerð á árinu þar, leiti frekar þangað en á Landspítala? Við hjá Endósamtökunum höfum ítrekað bent á þær hindranir sem konur mæta í heilbrigðiskerfinu á Íslandi, eins komið hefur fram - nú síðast á fundi með þér í apríl. Sú staðreynd að 100 konur eru á bið utan Landspítalans, meðan spítalinn heldur því fram að engin bið sé í opinbera kerfinu, dregur upp mynd sem þarf að skoða nánar, er það ekki? Hvaða raunverulegu aðgerðir eru til staðar núna til að gera spítalanum kleift að taka á móti þessum fjölda kvenna og hver er áætluð bið þeirra eftir lífsnauðsynlegri aðstoð? Því áður en samningar voru gerðir við Klíníkina þurftu konur að bíða í allt að tvö ár eftir aðgerð og einhverjar gáfust upp á biðinni og leituðu til útlanda eftir þjónustu. Konur sem raunverulega urðu fyrir óafturkræfum heilsuskaða vegna þjónustuskorts. Hvenær verður miðlægur biðlisti að veruleika? Hver ber ábyrgð á því að ákveða hvaða meðferð konur á miðlægum biðlista fá og hvar sú þjónusta verði veitt? Telur ráðherra ásættanlegt að konur þurfi að bíða meðan unnið er að þessari lausn? Þú talar um mikilvægi miðlægs biðlista, en að sama skapi bendir þú á mikla innviðaskuld í stafrænum kerfum, sem ekki er hægt að túlka með öðrum hætti en svo að það sé töluverð bið eftir að miðlægur biðlisti verður að veruleika. Svo í ljósi þessara spurningum veltum við fyrir okkur: Af hverju er ákvörðun um þessa þjónustuskerðingu tekin áður en búið er að útbúa nýtt verklag og tryggja að ekki verði rof á þjónustu við konur með endómetríósu? Hvaða raunverulegar aðgerðir eru til staðar NÚNA sem gera spítalanum kleift að taka á móti þessum fjölda kvenna? Því okkur er ljóst, út frá eðli sjúkdómsins, að afleiðingar skertrar þjónustu hefur í för með sér að þessi fjöldi kvenna muni glíma við ófrjósemi, lifa við skert lífsgæði og hafa skerta starfsgetu. Telur ráðherra rétt að stöðva niðurgreiðslurnar án þess að búið sé að móta og koma í framkvæmd skýrum verkferlegum sem eiga að taka við? Með von um skjót viðbrögð, Anna Margrét Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Endósamtakanna Lilja Guðmundsdóttir, formaður Endósamtakanna
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun