Sverrir Jónsson ráðinn skrifstofustjóri Alþingis Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 14:02 Sverrir Jónsson er nýr skrifstofustjóri Alþingis. Vísir/Samsett Sverrir Jónsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis. Hann tekur við embættinu í ágúst en þá lætur Ragna Árnadóttir, núverandi skrifstofustjóri, af embætti. Fram kemur á vef Alþingis að Sverrir hafi verið valinn úr hópi tuttugu umsækjenda. Tveir hafi dregið umsókn sína til baka í ráðningarferlinu. Þar segir að Sverrir hafi lokið BA-gráðu í hagfræði og atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands, MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla og hefur auk þess stundað nám í leiðtogaþjálfun við Oxfordháskóla. Hann hefur frá árinu 2024 starfað sem sviðsstjóri sviðs stafrænna umbóta hjá Skattinum. Þar áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra rekstrar hjá EFTA, þar sem hann bar ábyrgð á rekstri og innri þjónustu samtakanna í Brussel, Genf og Lúxemborg. Þá starfaði hann í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, meðal annars sem skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og innri þjónustu og síðar kjara- og mannsýslu ríkisins. Samhliða því var hann formaður samninganefndar ríkisins. Sverrir hefur, að mati forsætisnefndar, viðtæka stjórnunarreynslu, ríka umbótahugsun og hefur sýnt fram á framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Þá býr Sverrir yfir traustri þekkingu á stjórnskipan Íslands, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins. Sérstök þriggja manna ráðgefandi hæfnisnefnd fór yfir og lagði mat á hæfni umsækjenda um embættið og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem hæfnisnefndin gerði tillögu um. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Sverrir yrði ráðinn í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Alþingi Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Fram kemur á vef Alþingis að Sverrir hafi verið valinn úr hópi tuttugu umsækjenda. Tveir hafi dregið umsókn sína til baka í ráðningarferlinu. Þar segir að Sverrir hafi lokið BA-gráðu í hagfræði og atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands, MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla og hefur auk þess stundað nám í leiðtogaþjálfun við Oxfordháskóla. Hann hefur frá árinu 2024 starfað sem sviðsstjóri sviðs stafrænna umbóta hjá Skattinum. Þar áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra rekstrar hjá EFTA, þar sem hann bar ábyrgð á rekstri og innri þjónustu samtakanna í Brussel, Genf og Lúxemborg. Þá starfaði hann í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, meðal annars sem skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og innri þjónustu og síðar kjara- og mannsýslu ríkisins. Samhliða því var hann formaður samninganefndar ríkisins. Sverrir hefur, að mati forsætisnefndar, viðtæka stjórnunarreynslu, ríka umbótahugsun og hefur sýnt fram á framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Þá býr Sverrir yfir traustri þekkingu á stjórnskipan Íslands, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins. Sérstök þriggja manna ráðgefandi hæfnisnefnd fór yfir og lagði mat á hæfni umsækjenda um embættið og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem hæfnisnefndin gerði tillögu um. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Sverrir yrði ráðinn í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag.
Alþingi Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira