Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2025 13:11 Framkvæmdir við íþróttavöllinn á Húsavík, sem er kenndur við PCC, hófust í maí. Ætlunin er að halda þeim áfram þótt dregið verði verulega úr framkvæmdum og fjárfestingum í Norðurþingi í ár. Norðurþing Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu. Um áttatíu manns missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka, stærsta sjálfstæða vinnuveitandanum í Norðurþingi, í tengslum við tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðjunnar. Stjórnendur versins vísa til erfiðleika á mörkuðum sem tengjast tollastríði í heimsviðskiptum. Byggðaráð Norðurþings samþykkti í gær að að draga verulega úr fyrirhuguðum framkvæmdum og fjárfestingum í samstæðu sveitarfélagsins. Upphaflega stóð til að þess fjárfestingar næmu milljarð króna á þessu ári en þær verða 715 milljónir króna samkvæmt breytingunum á fjárfestingar- og framkvæmdaáætluninni. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitastjóri í Norðurþingi, segir að lögð verði áhersla á verkefni sem séu þegar hafin eins og framkvæmdir við nýtt húsnæði fyrir frístund og félagsmiðstöð og nýtt gervigras og stúku við íþróttavöllinn á Húsavík. „Almennt má segja að lagt er til að draga úr malbikunarframkvæmdum en lögð áhersla á verkefni sem snúa að barnafólki og fjölskyldum,“ segir sveitarstjórinn í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Skera niður á velferðarsviði, hjá hafnasjóði, slökkviliði og nefndum og ráðum Harðar kemur tekjutap sveitarfélagsins niður á hafnasjóði þess og slökkviliði. Búið er að samþykkja að vinna að hagræðingu hjá þessum tveimur deildum sem á að nema um sextíu milljónum króna á ársgrundvelli. Þá hefur sveitarstjórnin unnið að tillögum til hagræðingar í rekstri, ekki aðeins vegna rekstrarstöðvunarinnar heldur einnig kjarasamninga við kennara sem gerðir voru í vetur og kostuðu meira en sveitarfélög á landinu höfðu reiknað með. Nú hefur verið samþykkt að ráðast í tæplega hundrað milljón króna niðurskurð á ársgrundvelli. Hagræðingin á að nást hjá velferðarsviði sveitarfélagsins og í minni kostnaði við nefndir og ráð þess samkvæmt svari sveitarstjórans. Katrín segir fulltrúa sveitarfélagsins hafa fundað með forstjóra PCC, atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og einstökum þingmönnum um stöðuna undanfarnar vikur. Nú síðast hafi þeir átt góðan fund með forsætisráðherra. Alls staðar hafi þau mætt góðum skilningi á mikilvægi kísilversins og framleiðslu þess. „Því getum við ekki annað en vonað að verksmiðja PCC komist í fullan gang sem allra fyrst aftur og við trúum því að allir leggist á eitt við það verkefni,“ segir Katrín. Norðurþing Stóriðja Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Um áttatíu manns missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka, stærsta sjálfstæða vinnuveitandanum í Norðurþingi, í tengslum við tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðjunnar. Stjórnendur versins vísa til erfiðleika á mörkuðum sem tengjast tollastríði í heimsviðskiptum. Byggðaráð Norðurþings samþykkti í gær að að draga verulega úr fyrirhuguðum framkvæmdum og fjárfestingum í samstæðu sveitarfélagsins. Upphaflega stóð til að þess fjárfestingar næmu milljarð króna á þessu ári en þær verða 715 milljónir króna samkvæmt breytingunum á fjárfestingar- og framkvæmdaáætluninni. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitastjóri í Norðurþingi, segir að lögð verði áhersla á verkefni sem séu þegar hafin eins og framkvæmdir við nýtt húsnæði fyrir frístund og félagsmiðstöð og nýtt gervigras og stúku við íþróttavöllinn á Húsavík. „Almennt má segja að lagt er til að draga úr malbikunarframkvæmdum en lögð áhersla á verkefni sem snúa að barnafólki og fjölskyldum,“ segir sveitarstjórinn í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Skera niður á velferðarsviði, hjá hafnasjóði, slökkviliði og nefndum og ráðum Harðar kemur tekjutap sveitarfélagsins niður á hafnasjóði þess og slökkviliði. Búið er að samþykkja að vinna að hagræðingu hjá þessum tveimur deildum sem á að nema um sextíu milljónum króna á ársgrundvelli. Þá hefur sveitarstjórnin unnið að tillögum til hagræðingar í rekstri, ekki aðeins vegna rekstrarstöðvunarinnar heldur einnig kjarasamninga við kennara sem gerðir voru í vetur og kostuðu meira en sveitarfélög á landinu höfðu reiknað með. Nú hefur verið samþykkt að ráðast í tæplega hundrað milljón króna niðurskurð á ársgrundvelli. Hagræðingin á að nást hjá velferðarsviði sveitarfélagsins og í minni kostnaði við nefndir og ráð þess samkvæmt svari sveitarstjórans. Katrín segir fulltrúa sveitarfélagsins hafa fundað með forstjóra PCC, atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og einstökum þingmönnum um stöðuna undanfarnar vikur. Nú síðast hafi þeir átt góðan fund með forsætisráðherra. Alls staðar hafi þau mætt góðum skilningi á mikilvægi kísilversins og framleiðslu þess. „Því getum við ekki annað en vonað að verksmiðja PCC komist í fullan gang sem allra fyrst aftur og við trúum því að allir leggist á eitt við það verkefni,“ segir Katrín.
Norðurþing Stóriðja Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira