Funduðu á eyju um kaup Arsenal á Gyökeres Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 18:46 Viktor Gyökeres varð tvöfaldur meistari með Sporting í Portúgal á nýafstaðinni leiktíð og markakóngur annað árið í röð, með 39 mörk. Getty/Valter Gouveia Stærsti fótboltamiðill Portúgals, Record, fullyrti í dag að Arsenal væri búið að leggja fram fyrsta tilboð í sænska framherjann Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon, eftir að forráðamenn félaganna hittust á spænsku eyjunni Menorca í gær. Samkvæmt Record hljómaði fyrsta boð Arsenal upp á 55 milljónir evra auk 10 milljóna evra í aukagreiðslu. Síðar hafði miðillinn þó eftir heimildamanni innan Sporting að í raun væri ekki um tilboð að ræða heldur fyrstu uppástungu, ef svo má segja, frá Arsenal. Ekkert formlegt tilboð hafi verið lagt fram að svo stöddu. Miðillinn bendir á að ljóst sé að Sporting muni fara fram á hærri upphæð enda sagði forseti félagsins, Frederico Varandas, það opinberlega í viðtali að Sporting myndi fara fram á meira en 60 + 10 milljónir evra. Það er upphæð sem að umboðsmaður Gyökeres er sagður hafa talið að heiðursmannasamkomulag ríkti um að yrði nóg til að kaupa Svíann í sumar en Varandas blés á það og sagðist eingöngu hafa lofað því að fara ekki fram á allar 100 milljónirnar sem losa myndu Gyökeres samkvæmt klásúlu í samningi hans. „Mikið talað og mest ósatt“ Portúgalskir miðlar hafa lýst því þannig að nú hafi myndast gjá á milli Gyökeres og Varandas, og að Svíinn telji sig svikinn. „Það er mikið talað í augnablikinu og mest af því er ósatt. Ég mun tala þegar rétti tímapunkturinn kemur,“ skrifaði Gyökeres hins vegar í Instastory hjá sér. Eins og fyrr segir fullyrðir Record að Bernardo Palmeiro, yfirmaður fótboltamála hjá Sporting, og Andrea Berta kollegi hans hjá Arsenal, ásamt lögfræðingi, hafi hist í gær á Menorca til að ræða um Gyökeres. Viðræður félaganna gætu því verið rétt að hefjast. Samkvæmt Record hefur Sporting komið þeim skilaboðum til félaga sem vilja Gyökeres að hann kosti 80 milljónir evra. Gyökeres varð tvöfaldur meistari með Sporting í Portúgal á nýafstaðinni leiktíð og markakóngur annað árið í röð, með 39 mörk. Enski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Samkvæmt Record hljómaði fyrsta boð Arsenal upp á 55 milljónir evra auk 10 milljóna evra í aukagreiðslu. Síðar hafði miðillinn þó eftir heimildamanni innan Sporting að í raun væri ekki um tilboð að ræða heldur fyrstu uppástungu, ef svo má segja, frá Arsenal. Ekkert formlegt tilboð hafi verið lagt fram að svo stöddu. Miðillinn bendir á að ljóst sé að Sporting muni fara fram á hærri upphæð enda sagði forseti félagsins, Frederico Varandas, það opinberlega í viðtali að Sporting myndi fara fram á meira en 60 + 10 milljónir evra. Það er upphæð sem að umboðsmaður Gyökeres er sagður hafa talið að heiðursmannasamkomulag ríkti um að yrði nóg til að kaupa Svíann í sumar en Varandas blés á það og sagðist eingöngu hafa lofað því að fara ekki fram á allar 100 milljónirnar sem losa myndu Gyökeres samkvæmt klásúlu í samningi hans. „Mikið talað og mest ósatt“ Portúgalskir miðlar hafa lýst því þannig að nú hafi myndast gjá á milli Gyökeres og Varandas, og að Svíinn telji sig svikinn. „Það er mikið talað í augnablikinu og mest af því er ósatt. Ég mun tala þegar rétti tímapunkturinn kemur,“ skrifaði Gyökeres hins vegar í Instastory hjá sér. Eins og fyrr segir fullyrðir Record að Bernardo Palmeiro, yfirmaður fótboltamála hjá Sporting, og Andrea Berta kollegi hans hjá Arsenal, ásamt lögfræðingi, hafi hist í gær á Menorca til að ræða um Gyökeres. Viðræður félaganna gætu því verið rétt að hefjast. Samkvæmt Record hefur Sporting komið þeim skilaboðum til félaga sem vilja Gyökeres að hann kosti 80 milljónir evra. Gyökeres varð tvöfaldur meistari með Sporting í Portúgal á nýafstaðinni leiktíð og markakóngur annað árið í röð, með 39 mörk.
Enski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira