„Ennþá bjartsýnn en tapið á föstudaginn var þungt högg“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. júní 2025 16:02 Andy Robertson gekk svekktur af velli eftir tap Skotlands gekk Íslandi og er ekki enn búinn að jafna sig tæpri viku síðar. Steve Welsh/Getty Images „Föstudagurinn olli miklum vonbrigðum, við vildum vinna leikinn og fara á góðu skriði inn í undankeppni HM…“ segir skoski landsliðsfyrirliðinn Andy Robertson um tapið gegn Íslandi í æfingaleik liðanna. Hann segir jákvætt að hafa tapað æfingaleik, frekar en keppnisleik, og hefur enn trú á liðinu fyrir undankeppni HM í haust. „Ég er ennþá bjartsýnn en tapið á föstudaginn var þungt högg. Við vitum að síðasta árið hefur ekki verið nógu gott en ég hef enn trú á liðinu. Við getum valdið öllum liðum vandræðum ef við finnum aftur taktinn“ sagði Robertson í viðtali við Sky Sports fyrir góðgerðargolfmót sem hann heldur í dag. "I'm still optimistic but Friday was a huge disappointment" 🏴Scotland captain Andy Robertson discusses his side's recent results and looks ahead to World Cup qualifying at his charity golf day (AR26 Charity). pic.twitter.com/7TaZHqmRzm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025 Skotland stefnir á HM 2026 og hefur undankeppni fyrir mótið í haust, líkt og Ísland. Robertson var því spurður hversu áhyggjufullur hann væri eftir 1-3 tapið síðasta föstudag. „Við getum litið á tapið á tvenna vegu. Annars vegar erum við ánægðir með að þetta hafi ekki verið hluti af undankeppninni, ef þú ætlar að spila svona illa og gera svona mistök er betra að gera það í æfingaleik en keppnisleik. Það er eina jákvæða hlið leiksins síðasta föstudag. En við höfum auðvitað ekki efni á þessu, við vitum hversu erfitt er að komast inn á HM… Við erum í fjögurra liða riðli, mjög erfiðum riðli og bara sex leikir sem við spilum. Við höfum mætt Danmörku nokkrum sinnum og mættum Grikklandi í umspilinu í mars þar sem þeir unnu okkur. Þannig að við vitum að þetta verður erfitt, en eins og ég segi hef ég enn trú“ sagði Robertson. Robertson er á lokaári samningsins við Englandsmeistara Liverpool og hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í sumar. Félagið hefur rætt við hann um framlengingu en framtíðin er algjörlega óráðin. „Ég veit ekki hvað gerist annað en að á morgun flýg ég út í frí, sem ég þarf mikið á að halda eftir langt tímabil. Svo hlakka ég bara til undirbúningstímabilsins, ég einbeiti mér bara að því núna og lít ekki of langt fram veginn…“ sagði Robertson. "We have had discussions, I'm not sure what the future holds"Speaking at his charity golf day (AR26 Charity) Robertson reflects on his Liverpool future with one year left on his contract🔴 pic.twitter.com/Nugw4CLe4r— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
„Ég er ennþá bjartsýnn en tapið á föstudaginn var þungt högg. Við vitum að síðasta árið hefur ekki verið nógu gott en ég hef enn trú á liðinu. Við getum valdið öllum liðum vandræðum ef við finnum aftur taktinn“ sagði Robertson í viðtali við Sky Sports fyrir góðgerðargolfmót sem hann heldur í dag. "I'm still optimistic but Friday was a huge disappointment" 🏴Scotland captain Andy Robertson discusses his side's recent results and looks ahead to World Cup qualifying at his charity golf day (AR26 Charity). pic.twitter.com/7TaZHqmRzm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025 Skotland stefnir á HM 2026 og hefur undankeppni fyrir mótið í haust, líkt og Ísland. Robertson var því spurður hversu áhyggjufullur hann væri eftir 1-3 tapið síðasta föstudag. „Við getum litið á tapið á tvenna vegu. Annars vegar erum við ánægðir með að þetta hafi ekki verið hluti af undankeppninni, ef þú ætlar að spila svona illa og gera svona mistök er betra að gera það í æfingaleik en keppnisleik. Það er eina jákvæða hlið leiksins síðasta föstudag. En við höfum auðvitað ekki efni á þessu, við vitum hversu erfitt er að komast inn á HM… Við erum í fjögurra liða riðli, mjög erfiðum riðli og bara sex leikir sem við spilum. Við höfum mætt Danmörku nokkrum sinnum og mættum Grikklandi í umspilinu í mars þar sem þeir unnu okkur. Þannig að við vitum að þetta verður erfitt, en eins og ég segi hef ég enn trú“ sagði Robertson. Robertson er á lokaári samningsins við Englandsmeistara Liverpool og hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í sumar. Félagið hefur rætt við hann um framlengingu en framtíðin er algjörlega óráðin. „Ég veit ekki hvað gerist annað en að á morgun flýg ég út í frí, sem ég þarf mikið á að halda eftir langt tímabil. Svo hlakka ég bara til undirbúningstímabilsins, ég einbeiti mér bara að því núna og lít ekki of langt fram veginn…“ sagði Robertson. "We have had discussions, I'm not sure what the future holds"Speaking at his charity golf day (AR26 Charity) Robertson reflects on his Liverpool future with one year left on his contract🔴 pic.twitter.com/Nugw4CLe4r— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025
Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira